AGF komst yfir á 32. mínútu með marki frá vængmanninum öfluga, Mustapha Bundu, en þannig stóðu leikar er liðin gengu til búningsherbergja.
Heimamenn tvöfölduðu forystuna á 66. mínútu er Patrick Mortensen skoraði eftir undirbúnings Jóns Dags sem geystist upp vinstri kantinn og kom með góða sendingu fyrir markið.
Stundarfjórðungi fyrir leikslok minnkaði Pólverjinn Kamil Wilczek muninn fyrir Bröndby en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur AGF í baráttunni um topp sex sætin.
Bröndby er áfram í 3. sætinu með 31 sti gen AGF er nú í fjórða sætinu með 29 stig.
90+4' SEJR! Vi tager tre fantastiske point mod vores blå-gule rivaler! 2-1! #agfbif#ksdh
— AGF LIVE (@AgfLive) November 24, 2019
Fyrr í dag spilaði Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn er SönderjyskE gerði 2-2 jafntefli við Lyngby. Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður en Sönderjyske er í 10. sætinu með 19 stig.
Lyngby sæti ofar með 23 stig.