Minnka umfjöllun sína um frambjóðendur Demókrata Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 20:53 John Mickletwaith er ritstjóri Bloomberg News. Getty/Picture Alliance Í ljósi forsetaframboðs Michael Bloomberg, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, verða gerðar breytingar á samnefndum fjölmiðli hans, Bloomberg. Ekki verður lagst í rannsóknarvinnu á frambjóðendum Demókrataflokksins á meðan að á kosningabaráttunni stendur, hvorki á Bloomberg né öðrum. AP greinir frá. Frá þessum breytingum greindi ritstjóri Bloomberg, John Micklethwait á blaðamannafundi í New York í dag, skömmu eftir að tilkynnt var um framboð Michael Bloomberg. Bloomberg sem er einn ríkasti maður heims stofnaði fjölmiðilinn Bloomberg árið 1990 með það að markmiði að fjalla um viðskipti Bloomberg samsteypunnar. Miðillinn hefur síðan stækkað og starfa nú yfir 2,300 manns hjá Bloomberg sem rekur skrifstofur víðs vegar um heiminn. „Það er engin ástæða til þess að reyna að halda því fram að það verði auðvelt fyrir okkur að fjalla um forsetakosningarnar án þess að fjalla um okkur sjálf, sagði Micklethwait sem sagði Bloomberg fréttaveituna vera þekkta fyrir sjálfstæði sitt.Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News.Getty/Jim SpellmanMicklethwait sagði að Bloomberg muni áfram fjalla um skoðanakannanir, skoðanir og gengi kosningabaráttu Bloomberg rétt eins og fréttastofan gerir um alla frambjóðendur. Bloomberg og aðrir frambjóðendur Demókrata verða hins vegar ekki rannsakaðir af blaðamönnum Bloomberg. Enn verða störf ríkisstjórnar Donald Trump rannsakaðar í þaula af blaðamönnum. Birtist greinargóðar umfjallanir um frambjóðendur Demókrata í virtum miðlum mun Bloomberg birta þær í heild sinni eða birt útdrátt úr umfjölluninni. „Við munum ekki fela þær,“ sagði Micklethwait. Auk þess mun Bloomberg hætta birtingu nafnlausra skoðanagreina. Staða sem þessi virtist vera að koma upp fyrir þingkosningarnar 2016 þegar talið var líklegt að Bloomberg hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga sem óháður frambjóðandi. Yfirmaður Washington-deildar Bloomberg, Kathy Kiely, sagði þá upp og kvaðst ekki geta unnið sem blaðamaður án þess að fjalla um Bloomberg af krafti. „Góð blaðamennska er auðveld, þú verður að vera tilbúin til þess að bíta í hönd þess sem fæðir þig,“ skrifaði Kiely í skoðanagrein sem birtist í Washington Post í kjölfar umræðunnar. Bloomberg bauð sig þó að endingu ekki fram. Bloomberg sem er eins og áður segir einn ríkasti maður heims er fyrrverandi borgarstjóri New York. Gefið hefur verið út að Bloomberg muni eingöngu nota eigið fé til þess að fjármagna kosningabaráttu sína sem hófst fyrr í dag. Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00 Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Í ljósi forsetaframboðs Michael Bloomberg, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, verða gerðar breytingar á samnefndum fjölmiðli hans, Bloomberg. Ekki verður lagst í rannsóknarvinnu á frambjóðendum Demókrataflokksins á meðan að á kosningabaráttunni stendur, hvorki á Bloomberg né öðrum. AP greinir frá. Frá þessum breytingum greindi ritstjóri Bloomberg, John Micklethwait á blaðamannafundi í New York í dag, skömmu eftir að tilkynnt var um framboð Michael Bloomberg. Bloomberg sem er einn ríkasti maður heims stofnaði fjölmiðilinn Bloomberg árið 1990 með það að markmiði að fjalla um viðskipti Bloomberg samsteypunnar. Miðillinn hefur síðan stækkað og starfa nú yfir 2,300 manns hjá Bloomberg sem rekur skrifstofur víðs vegar um heiminn. „Það er engin ástæða til þess að reyna að halda því fram að það verði auðvelt fyrir okkur að fjalla um forsetakosningarnar án þess að fjalla um okkur sjálf, sagði Micklethwait sem sagði Bloomberg fréttaveituna vera þekkta fyrir sjálfstæði sitt.Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News.Getty/Jim SpellmanMicklethwait sagði að Bloomberg muni áfram fjalla um skoðanakannanir, skoðanir og gengi kosningabaráttu Bloomberg rétt eins og fréttastofan gerir um alla frambjóðendur. Bloomberg og aðrir frambjóðendur Demókrata verða hins vegar ekki rannsakaðir af blaðamönnum Bloomberg. Enn verða störf ríkisstjórnar Donald Trump rannsakaðar í þaula af blaðamönnum. Birtist greinargóðar umfjallanir um frambjóðendur Demókrata í virtum miðlum mun Bloomberg birta þær í heild sinni eða birt útdrátt úr umfjölluninni. „Við munum ekki fela þær,“ sagði Micklethwait. Auk þess mun Bloomberg hætta birtingu nafnlausra skoðanagreina. Staða sem þessi virtist vera að koma upp fyrir þingkosningarnar 2016 þegar talið var líklegt að Bloomberg hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga sem óháður frambjóðandi. Yfirmaður Washington-deildar Bloomberg, Kathy Kiely, sagði þá upp og kvaðst ekki geta unnið sem blaðamaður án þess að fjalla um Bloomberg af krafti. „Góð blaðamennska er auðveld, þú verður að vera tilbúin til þess að bíta í hönd þess sem fæðir þig,“ skrifaði Kiely í skoðanagrein sem birtist í Washington Post í kjölfar umræðunnar. Bloomberg bauð sig þó að endingu ekki fram. Bloomberg sem er eins og áður segir einn ríkasti maður heims er fyrrverandi borgarstjóri New York. Gefið hefur verið út að Bloomberg muni eingöngu nota eigið fé til þess að fjármagna kosningabaráttu sína sem hófst fyrr í dag.
Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00 Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00
Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30