Óður til feðra Arnar Sverrisson skrifar 25. nóvember 2019 09:15 Það eru væntanlega fáir, sem velkjast í vafa um mikilvægi góðrar móður fyrir þroska barnsins. En öðru máli virðist gilda um feður, enda þótt þeir hljóti stundum hlýlegt umtal eins og hjá Simone de Beauvoir (1918-1986) í bók hennar um síðra kynið (le deuxiéme sexe). „[Konur] minnast með söknuði bernsku sinnar, þegar handstór faðir þeirra klappaði þeim hlýlega á kollinn. Þá nutu þær sjálfstæðis.“ En kanadísku fræðimennirnir, Katherine Young og Paul Nathanson, hafa skoðað feður í stærra samhengi. Þeir segja: „[F]öðurhlutverkið getur umhverfst í martröð – hvað varðar löggjöf, fjárhag og tilfinningar – sökum laga um skilnað, forræði yfir börnum og samvistir við þau.“ Þau spyrja í framhaldinu, hvers vegna feður skyldu „leggja svo gríðarlega af mörkum í lífi fjölskyldu, ef svo auðveldlega má nema börnin á brott eða gera þau andsnúin honum?“ Þróunarsagan kynni að veita einhver svör. Þróun tegundarinnar var á þann veg, að meðgöngutími styttist, heilabú fóstursins stækkaði og barnið varð stöðugt meira ósjálfbjarga. Þá kom umhyggjufaðirinn til skjalanna, bjargaði móður og barni – já reyndar hinum viti borna manni frá útrýmingu. Faðir hafði tíma, afl og hæfni til veiða, beislaði eld til suðu og hlýju, bjó til eldstæði og skjólshús, kenndi sonum sínum áhaldasmíði, vopnasmíði og veiðar – og hvernig samtali og samskiptum skyldi háttað í veiðiferðum. Umhyggjufaðirinn er hálfrar milljónar ára gamall. Einungis fimm af hundraði spendýra hafa slíkum föður á að skipa. Þróunarmannfræðingurinn, Anna Machin, túlkar svo: „[B]oðskapur þróunarinnar er þessi; feður eru ekki viðhengi mæðra, burðarmenn þeirra eða barnapíur. Þeir eru afurð hálfrar milljónar ára þróunar og þeir skipa enn ómissandi sess í sögu mannkyns.“ Tilurð umhyggjuföðurins var engin tilviljun, frekar en flest það, sem lesa má úr þróunarsögunni: „Nú liggur sú þekking fyrir, að umhyggjufeðrun hafi skapast sem afleiðing raunverulegrar ógnar við mannkyn, þegar það riðaði á barmi útrýmingar.“ Sálfræðingurinn, Warren Farrell, tekur í svipaðan streng: „Um þúsundir ára hafa í þróunarsögunni valist til leiks feður, sem fúslega fórnuðu sjálfum sér fyrir aðra í stað þess að orga í eigin þágu. Því þegja þeir þunnu hljóði.“ Fyrrnefndri Önnu þykir vel hafa tekist til hjá „skaparanum.“ Hún hrósar feðrum í hástert: „[F]eður eru dásamlegar og sveigjanlegar verur. Frá andartaki til andartaks haga þeir seglum eftir vindi til að tryggja líf og hagsæld fjölskyldu sinnar. ... [A]llir feður leitast einbeittir við að uppræta hverja þá ógn, sem stafa kynni að barni þeirra.“ (Anna Machin) Tengsl feðra við börn sín, hvort heldur er á fósturskeiði eða eftir fæðingu, skiptir megin máli fyrir andlega heilsu föður og barns, vöxt þess, viðgang og þroska að öllu leyti. „Tengsl meirihluta feðra við ófætt barn sitt styrkist, eftir því sem líður á meðgönguna.“ Í tengslum föður og barns býr sá styrkur „sem hefur afgerandi áhrif á þroska þeirra; hátterni, tilfinningar og sál – frábrugðin áhrifum móður. Þegar sambandið er traust, stuðla feður að góðri heilbrigði, sjálfstæði, þroska tungumáls og hegðunar.“ ... „[S]amband föður og barns er ekki síður náið, afgerandi og blæbrigðaríkt og samband barns og móður.“ ... (Anna Machin) Við náin tengsl föður og barns verður meira að segja til samstilling bylgjulengdar sem nær til líkamlegra þátta, starfsemi vaka (hormóna) og tilfinninga (e. bio-behavioural synchrony). Þetta á vitaskuld fyrst og fremst við um feður, sem eru þess aðnjótandi að lifa og hrærast með afkvæminu í móðurkviði og á hvítvoðungsskeiði. „Reyndar er það svo, að fjöldi nýlegra rannsókna bendir til, að þátttaka föður í öllu því, er lýtur að aðhlynningu á meðgöngu og við fæðingu, stuðli að bættri heilsu móður, barns og hinnar nýju fjölskyldu til langframa.“ Feður hafa sérstök, jákvæð áhrif á andlegan þroska barna og málþroska í frumbernsku og síðar á frammistöðu bæði sona og dætra í skóla á seinni hluta gelgjuskeiðs. Þetta á einnig við um hegðun og þroska almennt, sbr. börn einstæðra mæðra. „Burtséð frá fræðslu hafa feður einnig sérstöku hlutverki að gegna á viðkvæmasta þroskasviði unglingsins, geðheilsunnar.“ Þetta er algild regla hvarvetna. „Feður hafa sérstöku hlutverki að gegna við að skapa námshvetjandi aðstæður fyrir barnið; móta hegðun, miðla þekkingu og auka trú þess á sjálft sig.“ (Anna Machin) Fræðandi samvera, leiðsögn, ærsl, hnoð og hamagangur er barninu mikilvægur. „Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á, að börn vilja heldur leika sér við pabba, heldur en mömmu. ... hlutverk leikfélagans skiptir sköpum fyrir barnið.“ Feður og atvinnuuppalendur af karlkyni uppskera oft og tíðum hnjóð fyrir slíkt hátterni. En Anna Machin huggar feður: „Ef þið berið ykkur saman við móðurina sem „hina gullnu viðmiðun, “ er viðbúið, að þið komið illa út, [v]egna þess, að feður eru ekki karlmæður.“ Andlegan undirbúning föður mætti kalla föðurmeðgöngu (e. couvade, sympathetic pregnancy). Hugtakið er kennt við enska mannfræðinginn, Edward Burnett Tylor (1832-1917). Það felur í sér athafnir og siði, sálræna og líkamlega reynslu, tengda því, að karlmaður verði faðir - eins og aðlögun að nýju hlutverki, sem undirstrikar þýðingu hans fyrir fjölskylduna og er samtímis ákall um stuðning. Reynsla feðra er með ýmsum hætti áþekk reynslu móðurinnar á meðgöngu og við fæðinu - eftir því sem viðeigandi menningin býður; t.d. morgunógleði, meltingartruflanir, svefntruflanir, fæðingarhríðir, blóðnasir, magaþemba, þynging, tíð þvaglát, tannpína, bakverkir, krampar og fæðingarþunglyndi. Þetta ástand var þekkt í hinu forna Egyptalandi og víðar. Þess eru enn víða dæmi. Breytingar sjást venjulega á fyrsta og/eða síðasta þriggja mánaða meðgöngutímabili. Talið er, að tilgangurinn gæti verið að lokka illa anda frá móður og barni, ná sambandi við andana til styrkingar og leiðsagnar barninu, færa sönnur á, að hann sé eiginlegur faðir, og/eða styrkja samband við barnið. Umhyggjufaðirinn mætir andstreymi í kven- og móðurhyggjumenningu vorri, þar sem meira eða minna er einblínt á móður og barn hennar í umræðu og í nær öllu því, sem að heilbrigðisþjónustu og umönnun lýtur. Feður þvælast að mestu leyti fyrir, þegar kvenstarfsmenn eru að störfum. Þátttaka þeirra snýst að miklu leyti um að snúast í kringum móður. Sumir fá þó tilsögn í að skipta um bleyjur. Faðir eru í raun settur hjá garði. Stundum er eins og barnið njóti eins konar vörslu móður og kvenstarfsmanna (e. maternal gatekeeping). Um er að ræða „viðhorf og hátterni, sem kemur í veg fyrir, að faðir nái að sinna barni sínu.“ (Anna Machin) Körlum þykir oftar en ekki auðveldast að þiggja leiðbeiningar og fræðslu frá kynbræðrum sínum. En þá er óvíða að finna í ríki kvennanna. Hvers vegna skyldi það vera í jafnréttisalgleyminu? Hvað með réttindi og andlegar þarfir feðra? Rannsóknir benda til, að upp undir áttatíu af hundraði feðra fái einhver ofangreindra einkenna. Þetta ástand feðra er sjúkdómsgert, kallað föðurmeðgönguröskun. Títtnefndur höfundur segir, að hér sé um að ræða „dulvitaða birtingarmynd skorts á viðurkenningu og stuðningsleysis á þessu mikilvæga þroskaskeiði.“ Eins og á mörgum sviðum öðrum, hvað snertir heilsu og hagsmuni feðra (karla), eru rannsóknir af skornum skammti. Áströsk rannsókn bendir til, að tíundi hluti feðra fái fæðingarþunglyndi – en fimmtán af hundraði mæðra. „Feður, sem þjást af fæðingarþunglyndi, finna oftar en mæður til angistar, ýgi, uppnáms og efasemda um foreldrahlutverkið. Þetta getur stuðlað að því, að þeir dragi sig til hlés í fjölskyldunni og leiti á náðir fíkniefna eða áfengis til að lina þjáningar sínar.“ (Anna Machin) Skynsamt fólk og fræðimenn af ýmsum toga eru sammála Warren Farrell, þegar hann segir: „Sterk fjölskylda gefur barni afgerandi óskabyrjun í lífinu.“ ... „Faðmur raunforeldra, sem búa saman, er öruggasta uppeldisumhverfi drengja og telpna.“ Þrátt fyrir þessa visku, löggjöf og samninga, sem kveðja á um, að ævinlega skuli horfa til þess, sem barni er fyrir bestu, er víða pottur brotinn. Fjölskylduupplausn á okkar méli er geigvænleg. Konur/mæður virðast una hjónabandi/sambúð mun verr, heldur en hitt kynið. Þær taka frumkvæði að skilnaði u.þ.b. tvöfalt oftar en karlar/feður. Misklíð um uppeldi er stundum veigamikil orsök. „Það er kaldhæðnislegt [til þess að hugsa], sá munur móður og föður, sem kann að hafa leitt til skilnaðar þeirra, er einmitt sá, sem kemur börnunum best.“ (Warren Farrell) Því miður er ekki óalgengt, að misklíðin vaxti til fjandskapar. Það er miklu algengara, að mæður beiti fyrir sig börnunum í slíkum steytingi og leggi sig fram um að skemma tengsl föður og barna. „Móðir, sem tálmar samvistir barna við föður sinn, gerir sig seka um misnotkun, þá tegund misnotkunar, sem er betur rannsökuð en flest tilbrigði önnur.“ ... „Því miður er það svo, að milljónum feðra í veröldinni er aftrað frá því að vera samvistum við börn sín, því að móðir þeirra hefur með sjálfri sér komist að því, að börnunum sé best komið í hennar ranni. Og réttarkerfið sér til þess, að feðrum reynist nær ókleift að lifa lífinu með börnum sínum, sé móðirin því andsnúin.“ (Warren Farrel) Í rannsókn sálfræðinganna, Judith Wallerstein (1921-2012) og Joan Berlin (Kelly), andmælti um helmingur mæðra gildi föðursamvista eða lögðu sig fram um að hindra þau. Fjörtíu af hundraði forsjármæðra játuðu að hindra samneyti við föður af hefndarástæðum. Í annarri rannsókn viðurkenndu tveir þriðju hlutar mæðra að berja börn sín sex ára og yngri tvisvar til þrisvar í viku. Sjö af hundraði þeirra börðu börnin meðan á viðtali stóð. Börnum við þessar aðstæður er hætta búin. Endurteknar og víðtækar rannsóknir benda til, að miklu sennilegra sé, að einstæðar mæður vanræki börn sín, misnoti þau eða drepi, samanborið við uppeldi hjá bæði móður og föður. Veikindi og vansæld barna þeirra er áberandi. Meira að segja harðskeyttustu kvenfrelsurum er ofboðið. „Flest barna í Bandaríkjum Norður-Ameríku [BNA] þjást af of miklum afskiptum móður og of litlum afskiptum föður.“ (Gloria Steinem) Barnaverndaryfirvöld, sýslumenn og dómarar, sem oft og tíðum viðhalda eymdinni, bregða gjarnan fyrir sig þeirri réttlætingu, að móður sé sérstaklega umhugað um hag barnsins og sé af náttúrunnar hendi betur til þess fallin að ala upp ungviðið. Því mætti einu gilda hæfni hennar, jafnvel þótt um sé að ræða manngerðarbrenglaða fíkniefnaneytendur. Í rannsókn, sem gerð var í BNA, kannast þó aðeins tæpur helmingur skilnaðarbarna við þessa umhyggju af hálfu móður sinnar. „Oft og tíðum er það þannig, að fari hagsmunir móður og barns ekki saman, verða þeir fyrrnefndu yfirsterkari. Hið dulda viðhorf er, að hagsmunir móður skuli vera hagsmunir barns [einnig]. Er það ekki móðurveldi?“ (Warren Farrell) Eins og fram hefur komið er þroski, heilbrigði og öryggi barna í uppnámi, þegar þau njóta ekki föður síns. „[N]áið samband við föður er langmikilvægasti varnarþátturinn, þegar litið er til hættu á fíkniefnaneyslu [unglinga].“ (Warren Farrell). Það gildir sjálfsagt ekki bara um fíkniefni. Stúlkur sýna ofvirkni, þrjósku og andfélagslega hegðun og stunda óábyrgt kynlíf. „Dætur okkar eru oft og tíðum yfirgefnar með óseðjandi þörf fyrir viðurkenningu karls [föður].“ Föðurhungrið hrjáir drengi sömuleiðis. „Það má einu gilda, hversu góð móðir er. Hún er í verunni ófær um að fylla upp í það gat í sálu drengs, sem fer á mis við daglega viðurkenningu hinnar fullorðnu karlútgáfu af sjálfum sér.“ (Warren Farrell) Samvistir við föður eru á alla lund hollar börnum, ekki síst á sviði kynferðis og kynlífs. „Það er afskaplega sjaldgæft, að faðir, sem tengst hefur barni sínu öruggum böndum á fyrsta aldursári þess, sérstaklega þó á hvítvoðungsskeiði, misnoti það eða standi afskiptalaus hjá, þegar aðrir misnota það.“ Afskipti föður stuðla að meira trausti til annars fólks, meiri félagsþroska, hlýrra viðmóti og betri heilsu í hvívetna. „[H]vort tveggja drengjum og stúlkum líður betur hjá föður sínum [þegar fjölskyldur hafa tvístrast], heldur en móður. Á öllum aldri. Jafnvel þótt faðirinn hafi ekki hærri tekjur. ... föðursamvera er mikilvægari sonum, heldur en dætrum.“ (Warren Farrell) Umhyggja og leiðbeining föður yfirleitt skiptir meginmáli, þegar litið er til náms. Menntamálaráðuneyti BNA (U.S. department of Education) kemst að eftirfarandi niðurstöðu: „Í sambúðarfjölskyldum, er það aðkoma föður, en ekki móður, sem eykur líkur á hámarksárangri barns í fimm fyrstu bekkjum grunnskóla. “ Þessarar tilhneigingar gætir áfram í framhaldsskóla. (Warren Farrell)Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það eru væntanlega fáir, sem velkjast í vafa um mikilvægi góðrar móður fyrir þroska barnsins. En öðru máli virðist gilda um feður, enda þótt þeir hljóti stundum hlýlegt umtal eins og hjá Simone de Beauvoir (1918-1986) í bók hennar um síðra kynið (le deuxiéme sexe). „[Konur] minnast með söknuði bernsku sinnar, þegar handstór faðir þeirra klappaði þeim hlýlega á kollinn. Þá nutu þær sjálfstæðis.“ En kanadísku fræðimennirnir, Katherine Young og Paul Nathanson, hafa skoðað feður í stærra samhengi. Þeir segja: „[F]öðurhlutverkið getur umhverfst í martröð – hvað varðar löggjöf, fjárhag og tilfinningar – sökum laga um skilnað, forræði yfir börnum og samvistir við þau.“ Þau spyrja í framhaldinu, hvers vegna feður skyldu „leggja svo gríðarlega af mörkum í lífi fjölskyldu, ef svo auðveldlega má nema börnin á brott eða gera þau andsnúin honum?“ Þróunarsagan kynni að veita einhver svör. Þróun tegundarinnar var á þann veg, að meðgöngutími styttist, heilabú fóstursins stækkaði og barnið varð stöðugt meira ósjálfbjarga. Þá kom umhyggjufaðirinn til skjalanna, bjargaði móður og barni – já reyndar hinum viti borna manni frá útrýmingu. Faðir hafði tíma, afl og hæfni til veiða, beislaði eld til suðu og hlýju, bjó til eldstæði og skjólshús, kenndi sonum sínum áhaldasmíði, vopnasmíði og veiðar – og hvernig samtali og samskiptum skyldi háttað í veiðiferðum. Umhyggjufaðirinn er hálfrar milljónar ára gamall. Einungis fimm af hundraði spendýra hafa slíkum föður á að skipa. Þróunarmannfræðingurinn, Anna Machin, túlkar svo: „[B]oðskapur þróunarinnar er þessi; feður eru ekki viðhengi mæðra, burðarmenn þeirra eða barnapíur. Þeir eru afurð hálfrar milljónar ára þróunar og þeir skipa enn ómissandi sess í sögu mannkyns.“ Tilurð umhyggjuföðurins var engin tilviljun, frekar en flest það, sem lesa má úr þróunarsögunni: „Nú liggur sú þekking fyrir, að umhyggjufeðrun hafi skapast sem afleiðing raunverulegrar ógnar við mannkyn, þegar það riðaði á barmi útrýmingar.“ Sálfræðingurinn, Warren Farrell, tekur í svipaðan streng: „Um þúsundir ára hafa í þróunarsögunni valist til leiks feður, sem fúslega fórnuðu sjálfum sér fyrir aðra í stað þess að orga í eigin þágu. Því þegja þeir þunnu hljóði.“ Fyrrnefndri Önnu þykir vel hafa tekist til hjá „skaparanum.“ Hún hrósar feðrum í hástert: „[F]eður eru dásamlegar og sveigjanlegar verur. Frá andartaki til andartaks haga þeir seglum eftir vindi til að tryggja líf og hagsæld fjölskyldu sinnar. ... [A]llir feður leitast einbeittir við að uppræta hverja þá ógn, sem stafa kynni að barni þeirra.“ (Anna Machin) Tengsl feðra við börn sín, hvort heldur er á fósturskeiði eða eftir fæðingu, skiptir megin máli fyrir andlega heilsu föður og barns, vöxt þess, viðgang og þroska að öllu leyti. „Tengsl meirihluta feðra við ófætt barn sitt styrkist, eftir því sem líður á meðgönguna.“ Í tengslum föður og barns býr sá styrkur „sem hefur afgerandi áhrif á þroska þeirra; hátterni, tilfinningar og sál – frábrugðin áhrifum móður. Þegar sambandið er traust, stuðla feður að góðri heilbrigði, sjálfstæði, þroska tungumáls og hegðunar.“ ... „[S]amband föður og barns er ekki síður náið, afgerandi og blæbrigðaríkt og samband barns og móður.“ ... (Anna Machin) Við náin tengsl föður og barns verður meira að segja til samstilling bylgjulengdar sem nær til líkamlegra þátta, starfsemi vaka (hormóna) og tilfinninga (e. bio-behavioural synchrony). Þetta á vitaskuld fyrst og fremst við um feður, sem eru þess aðnjótandi að lifa og hrærast með afkvæminu í móðurkviði og á hvítvoðungsskeiði. „Reyndar er það svo, að fjöldi nýlegra rannsókna bendir til, að þátttaka föður í öllu því, er lýtur að aðhlynningu á meðgöngu og við fæðingu, stuðli að bættri heilsu móður, barns og hinnar nýju fjölskyldu til langframa.“ Feður hafa sérstök, jákvæð áhrif á andlegan þroska barna og málþroska í frumbernsku og síðar á frammistöðu bæði sona og dætra í skóla á seinni hluta gelgjuskeiðs. Þetta á einnig við um hegðun og þroska almennt, sbr. börn einstæðra mæðra. „Burtséð frá fræðslu hafa feður einnig sérstöku hlutverki að gegna á viðkvæmasta þroskasviði unglingsins, geðheilsunnar.“ Þetta er algild regla hvarvetna. „Feður hafa sérstöku hlutverki að gegna við að skapa námshvetjandi aðstæður fyrir barnið; móta hegðun, miðla þekkingu og auka trú þess á sjálft sig.“ (Anna Machin) Fræðandi samvera, leiðsögn, ærsl, hnoð og hamagangur er barninu mikilvægur. „Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á, að börn vilja heldur leika sér við pabba, heldur en mömmu. ... hlutverk leikfélagans skiptir sköpum fyrir barnið.“ Feður og atvinnuuppalendur af karlkyni uppskera oft og tíðum hnjóð fyrir slíkt hátterni. En Anna Machin huggar feður: „Ef þið berið ykkur saman við móðurina sem „hina gullnu viðmiðun, “ er viðbúið, að þið komið illa út, [v]egna þess, að feður eru ekki karlmæður.“ Andlegan undirbúning föður mætti kalla föðurmeðgöngu (e. couvade, sympathetic pregnancy). Hugtakið er kennt við enska mannfræðinginn, Edward Burnett Tylor (1832-1917). Það felur í sér athafnir og siði, sálræna og líkamlega reynslu, tengda því, að karlmaður verði faðir - eins og aðlögun að nýju hlutverki, sem undirstrikar þýðingu hans fyrir fjölskylduna og er samtímis ákall um stuðning. Reynsla feðra er með ýmsum hætti áþekk reynslu móðurinnar á meðgöngu og við fæðinu - eftir því sem viðeigandi menningin býður; t.d. morgunógleði, meltingartruflanir, svefntruflanir, fæðingarhríðir, blóðnasir, magaþemba, þynging, tíð þvaglát, tannpína, bakverkir, krampar og fæðingarþunglyndi. Þetta ástand var þekkt í hinu forna Egyptalandi og víðar. Þess eru enn víða dæmi. Breytingar sjást venjulega á fyrsta og/eða síðasta þriggja mánaða meðgöngutímabili. Talið er, að tilgangurinn gæti verið að lokka illa anda frá móður og barni, ná sambandi við andana til styrkingar og leiðsagnar barninu, færa sönnur á, að hann sé eiginlegur faðir, og/eða styrkja samband við barnið. Umhyggjufaðirinn mætir andstreymi í kven- og móðurhyggjumenningu vorri, þar sem meira eða minna er einblínt á móður og barn hennar í umræðu og í nær öllu því, sem að heilbrigðisþjónustu og umönnun lýtur. Feður þvælast að mestu leyti fyrir, þegar kvenstarfsmenn eru að störfum. Þátttaka þeirra snýst að miklu leyti um að snúast í kringum móður. Sumir fá þó tilsögn í að skipta um bleyjur. Faðir eru í raun settur hjá garði. Stundum er eins og barnið njóti eins konar vörslu móður og kvenstarfsmanna (e. maternal gatekeeping). Um er að ræða „viðhorf og hátterni, sem kemur í veg fyrir, að faðir nái að sinna barni sínu.“ (Anna Machin) Körlum þykir oftar en ekki auðveldast að þiggja leiðbeiningar og fræðslu frá kynbræðrum sínum. En þá er óvíða að finna í ríki kvennanna. Hvers vegna skyldi það vera í jafnréttisalgleyminu? Hvað með réttindi og andlegar þarfir feðra? Rannsóknir benda til, að upp undir áttatíu af hundraði feðra fái einhver ofangreindra einkenna. Þetta ástand feðra er sjúkdómsgert, kallað föðurmeðgönguröskun. Títtnefndur höfundur segir, að hér sé um að ræða „dulvitaða birtingarmynd skorts á viðurkenningu og stuðningsleysis á þessu mikilvæga þroskaskeiði.“ Eins og á mörgum sviðum öðrum, hvað snertir heilsu og hagsmuni feðra (karla), eru rannsóknir af skornum skammti. Áströsk rannsókn bendir til, að tíundi hluti feðra fái fæðingarþunglyndi – en fimmtán af hundraði mæðra. „Feður, sem þjást af fæðingarþunglyndi, finna oftar en mæður til angistar, ýgi, uppnáms og efasemda um foreldrahlutverkið. Þetta getur stuðlað að því, að þeir dragi sig til hlés í fjölskyldunni og leiti á náðir fíkniefna eða áfengis til að lina þjáningar sínar.“ (Anna Machin) Skynsamt fólk og fræðimenn af ýmsum toga eru sammála Warren Farrell, þegar hann segir: „Sterk fjölskylda gefur barni afgerandi óskabyrjun í lífinu.“ ... „Faðmur raunforeldra, sem búa saman, er öruggasta uppeldisumhverfi drengja og telpna.“ Þrátt fyrir þessa visku, löggjöf og samninga, sem kveðja á um, að ævinlega skuli horfa til þess, sem barni er fyrir bestu, er víða pottur brotinn. Fjölskylduupplausn á okkar méli er geigvænleg. Konur/mæður virðast una hjónabandi/sambúð mun verr, heldur en hitt kynið. Þær taka frumkvæði að skilnaði u.þ.b. tvöfalt oftar en karlar/feður. Misklíð um uppeldi er stundum veigamikil orsök. „Það er kaldhæðnislegt [til þess að hugsa], sá munur móður og föður, sem kann að hafa leitt til skilnaðar þeirra, er einmitt sá, sem kemur börnunum best.“ (Warren Farrell) Því miður er ekki óalgengt, að misklíðin vaxti til fjandskapar. Það er miklu algengara, að mæður beiti fyrir sig börnunum í slíkum steytingi og leggi sig fram um að skemma tengsl föður og barna. „Móðir, sem tálmar samvistir barna við föður sinn, gerir sig seka um misnotkun, þá tegund misnotkunar, sem er betur rannsökuð en flest tilbrigði önnur.“ ... „Því miður er það svo, að milljónum feðra í veröldinni er aftrað frá því að vera samvistum við börn sín, því að móðir þeirra hefur með sjálfri sér komist að því, að börnunum sé best komið í hennar ranni. Og réttarkerfið sér til þess, að feðrum reynist nær ókleift að lifa lífinu með börnum sínum, sé móðirin því andsnúin.“ (Warren Farrel) Í rannsókn sálfræðinganna, Judith Wallerstein (1921-2012) og Joan Berlin (Kelly), andmælti um helmingur mæðra gildi föðursamvista eða lögðu sig fram um að hindra þau. Fjörtíu af hundraði forsjármæðra játuðu að hindra samneyti við föður af hefndarástæðum. Í annarri rannsókn viðurkenndu tveir þriðju hlutar mæðra að berja börn sín sex ára og yngri tvisvar til þrisvar í viku. Sjö af hundraði þeirra börðu börnin meðan á viðtali stóð. Börnum við þessar aðstæður er hætta búin. Endurteknar og víðtækar rannsóknir benda til, að miklu sennilegra sé, að einstæðar mæður vanræki börn sín, misnoti þau eða drepi, samanborið við uppeldi hjá bæði móður og föður. Veikindi og vansæld barna þeirra er áberandi. Meira að segja harðskeyttustu kvenfrelsurum er ofboðið. „Flest barna í Bandaríkjum Norður-Ameríku [BNA] þjást af of miklum afskiptum móður og of litlum afskiptum föður.“ (Gloria Steinem) Barnaverndaryfirvöld, sýslumenn og dómarar, sem oft og tíðum viðhalda eymdinni, bregða gjarnan fyrir sig þeirri réttlætingu, að móður sé sérstaklega umhugað um hag barnsins og sé af náttúrunnar hendi betur til þess fallin að ala upp ungviðið. Því mætti einu gilda hæfni hennar, jafnvel þótt um sé að ræða manngerðarbrenglaða fíkniefnaneytendur. Í rannsókn, sem gerð var í BNA, kannast þó aðeins tæpur helmingur skilnaðarbarna við þessa umhyggju af hálfu móður sinnar. „Oft og tíðum er það þannig, að fari hagsmunir móður og barns ekki saman, verða þeir fyrrnefndu yfirsterkari. Hið dulda viðhorf er, að hagsmunir móður skuli vera hagsmunir barns [einnig]. Er það ekki móðurveldi?“ (Warren Farrell) Eins og fram hefur komið er þroski, heilbrigði og öryggi barna í uppnámi, þegar þau njóta ekki föður síns. „[N]áið samband við föður er langmikilvægasti varnarþátturinn, þegar litið er til hættu á fíkniefnaneyslu [unglinga].“ (Warren Farrell). Það gildir sjálfsagt ekki bara um fíkniefni. Stúlkur sýna ofvirkni, þrjósku og andfélagslega hegðun og stunda óábyrgt kynlíf. „Dætur okkar eru oft og tíðum yfirgefnar með óseðjandi þörf fyrir viðurkenningu karls [föður].“ Föðurhungrið hrjáir drengi sömuleiðis. „Það má einu gilda, hversu góð móðir er. Hún er í verunni ófær um að fylla upp í það gat í sálu drengs, sem fer á mis við daglega viðurkenningu hinnar fullorðnu karlútgáfu af sjálfum sér.“ (Warren Farrell) Samvistir við föður eru á alla lund hollar börnum, ekki síst á sviði kynferðis og kynlífs. „Það er afskaplega sjaldgæft, að faðir, sem tengst hefur barni sínu öruggum böndum á fyrsta aldursári þess, sérstaklega þó á hvítvoðungsskeiði, misnoti það eða standi afskiptalaus hjá, þegar aðrir misnota það.“ Afskipti föður stuðla að meira trausti til annars fólks, meiri félagsþroska, hlýrra viðmóti og betri heilsu í hvívetna. „[H]vort tveggja drengjum og stúlkum líður betur hjá föður sínum [þegar fjölskyldur hafa tvístrast], heldur en móður. Á öllum aldri. Jafnvel þótt faðirinn hafi ekki hærri tekjur. ... föðursamvera er mikilvægari sonum, heldur en dætrum.“ (Warren Farrell) Umhyggja og leiðbeining föður yfirleitt skiptir meginmáli, þegar litið er til náms. Menntamálaráðuneyti BNA (U.S. department of Education) kemst að eftirfarandi niðurstöðu: „Í sambúðarfjölskyldum, er það aðkoma föður, en ekki móður, sem eykur líkur á hámarksárangri barns í fimm fyrstu bekkjum grunnskóla. “ Þessarar tilhneigingar gætir áfram í framhaldsskóla. (Warren Farrell)Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun