Aflið fær átján milljónir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 13:08 Verkefnisstjóri Aflsins segir samningur við ríkið sé árlegur bardagi. Án aðkomu ríkisins sé ljóst að ekki sé hægt að halda úti starfseminni. Stjórnarráðið „Án aðkomu ríkisins gætum við ekki haldið úti starfseminni,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á Akureyri um átján milljóna króna framlag sem samtökin hljóta til að standa straum af starfseminni. Um helgina undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Sigubjörg samning sem byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember á næsta ári. „Þessi samningur gerir okkur kleift að halda úti þeirri grunnþjónustu sem við höfum veirð að bjóða uppá, sem eru einstaklingsviðtölin og sjálfshjálparhópar,“ segir Sigurbjörg. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstöðu til að tryggja brotaþolum á Norðurlandi þjónustu. Sigurbjörg segir að allar götur síðan hafi farið mikil vinna og orka í að reyna að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll. „Þetta er í rauninni búinn að vera árlegur bardagi. Á hverju ári höfum við þurft að sækjast eftir þessum samningi. Við höfum reynt síðustu árin að komast á föst fjárlög en það hefur ekki gengið eftir. Við höfum verið að fá í gegnum fjárlaganefndina þessa árssamninga sem samt eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, náttúrulega, en við erum að gera okkur vonir um að á næsta ári, jafnvel, komumst við á föst fjárlög og tryggjum þannig áframhaldandi uppbyggingu.“ Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt til geta öðlast framtíðarsýn og stöðuleika fyrir samtökin svarar Sigurbjörg játandi. „Það er algjörlega það sem okkur finnst vanta. Á hverju ári – alveg þangað til núna – vitum við ekki hvort við náum að reka samtökin á næsta ári. Það fer augljóslega mjög mikil vinna í þetta og orka. Draumsýnin okkar er að geta verið á föstum fjárlögum og geta þannig unnið að framtíðarverkefnum og uppbyggingu, enn frekar.“ Sigurbjörg segir að stærstur hluti skjólstæðinga Aflsins sé frá Akureyri en starfsfólk Aflsins þjónustar einnig fólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík og frá nærliggjandi bæjum á Norðurlandi. „Enda erum við einu svona samtökin á landsbyggðinni, þannig að við náum til margra og í ljósi þess þyrfti enn frekar að reyna að tryggja starfseminni öruggan rekstrargrundvöll.“ Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
„Án aðkomu ríkisins gætum við ekki haldið úti starfseminni,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á Akureyri um átján milljóna króna framlag sem samtökin hljóta til að standa straum af starfseminni. Um helgina undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Sigubjörg samning sem byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember á næsta ári. „Þessi samningur gerir okkur kleift að halda úti þeirri grunnþjónustu sem við höfum veirð að bjóða uppá, sem eru einstaklingsviðtölin og sjálfshjálparhópar,“ segir Sigurbjörg. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstöðu til að tryggja brotaþolum á Norðurlandi þjónustu. Sigurbjörg segir að allar götur síðan hafi farið mikil vinna og orka í að reyna að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll. „Þetta er í rauninni búinn að vera árlegur bardagi. Á hverju ári höfum við þurft að sækjast eftir þessum samningi. Við höfum reynt síðustu árin að komast á föst fjárlög en það hefur ekki gengið eftir. Við höfum verið að fá í gegnum fjárlaganefndina þessa árssamninga sem samt eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, náttúrulega, en við erum að gera okkur vonir um að á næsta ári, jafnvel, komumst við á föst fjárlög og tryggjum þannig áframhaldandi uppbyggingu.“ Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt til geta öðlast framtíðarsýn og stöðuleika fyrir samtökin svarar Sigurbjörg játandi. „Það er algjörlega það sem okkur finnst vanta. Á hverju ári – alveg þangað til núna – vitum við ekki hvort við náum að reka samtökin á næsta ári. Það fer augljóslega mjög mikil vinna í þetta og orka. Draumsýnin okkar er að geta verið á föstum fjárlögum og geta þannig unnið að framtíðarverkefnum og uppbyggingu, enn frekar.“ Sigurbjörg segir að stærstur hluti skjólstæðinga Aflsins sé frá Akureyri en starfsfólk Aflsins þjónustar einnig fólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík og frá nærliggjandi bæjum á Norðurlandi. „Enda erum við einu svona samtökin á landsbyggðinni, þannig að við náum til margra og í ljósi þess þyrfti enn frekar að reyna að tryggja starfseminni öruggan rekstrargrundvöll.“
Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00