Máttu ekki láta netfang kvartanda fylgja athugasemdum hans Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 15:52 Maðurinn skráði sig inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett sér upp. Skjáskot/creditinfo Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins. Kvörtunin barst Persónuvernd í janúar 2018. Þar segir að í nóvember árið áður hafi kvartandi farið inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett upp kennitölu hans í skrám fyrirtækisins. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við alls fimm uppflettingar með þar til gerðum athugasemdahnappi. Í kjölfarið bárust kvartanda svör frá þeim aðilum sem stóðu að uppflettingunum. Kvartanda hafi þá orðið ljóst að Creditinfo hefði miðlað netfangi hans til þessara aðila án samþykkis hans eða vitneskju. Á vefsíðunni hafi hvergi verið tekið fram að persónuupplýsingar á borð við netfang væru áframsendar með þessum hætti. Í svari frá Creditinfo sem kvartandi fékk í desember 2017 segir að tilgangur þess að netfangið var framsent hafi eingöngu verið að hann fengi afrit af svari við fyrirspurn Creditinfo til þess sem stóð að uppflettingunni á sama tíma og svarið bærist fyrirtækinu. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að kvartandi telji ómálefnalegt og með öllu óþarft að Creditinfo miðli upplýsingum um netfang þess sem sendir inn athugasemd vegna uppflettingar til þess sem að uppflettingunni stóð og athugasemdin beinist gegn. Sá aðili hafi ekkert með þær upplýsingar að gera og eigi ekki að geta sett sig í beint samband við einstaklinginn. Persónuvernd taldi að ekki yrði ráðið að kvartanda hefði mátt vera kunnugt um að netfangi hans kynni að verða miðlað í kjölfar athugasemda hans. Nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu að miðlun Creditinfo á netfangi kvartanda til þriðju aðila samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo hafi upplýst að í kjölfar athugasemda frá kvartanda hafi fyrirtækið ákveðið að breyta verklagi sínu á þann hátt að fyrirspurnir sem berist af vefsvæðinu Mitt Creditinfo séu framsendar án netfanga fyrirspyrjenda. Með hliðsjón af því þótti ekki tilefni til þess að Persónuvernd legði fyrir ábyrgðaraðila fyrirmæli um breytt verklag. Persónuvernd Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins. Kvörtunin barst Persónuvernd í janúar 2018. Þar segir að í nóvember árið áður hafi kvartandi farið inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett upp kennitölu hans í skrám fyrirtækisins. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við alls fimm uppflettingar með þar til gerðum athugasemdahnappi. Í kjölfarið bárust kvartanda svör frá þeim aðilum sem stóðu að uppflettingunum. Kvartanda hafi þá orðið ljóst að Creditinfo hefði miðlað netfangi hans til þessara aðila án samþykkis hans eða vitneskju. Á vefsíðunni hafi hvergi verið tekið fram að persónuupplýsingar á borð við netfang væru áframsendar með þessum hætti. Í svari frá Creditinfo sem kvartandi fékk í desember 2017 segir að tilgangur þess að netfangið var framsent hafi eingöngu verið að hann fengi afrit af svari við fyrirspurn Creditinfo til þess sem stóð að uppflettingunni á sama tíma og svarið bærist fyrirtækinu. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að kvartandi telji ómálefnalegt og með öllu óþarft að Creditinfo miðli upplýsingum um netfang þess sem sendir inn athugasemd vegna uppflettingar til þess sem að uppflettingunni stóð og athugasemdin beinist gegn. Sá aðili hafi ekkert með þær upplýsingar að gera og eigi ekki að geta sett sig í beint samband við einstaklinginn. Persónuvernd taldi að ekki yrði ráðið að kvartanda hefði mátt vera kunnugt um að netfangi hans kynni að verða miðlað í kjölfar athugasemda hans. Nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu að miðlun Creditinfo á netfangi kvartanda til þriðju aðila samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo hafi upplýst að í kjölfar athugasemda frá kvartanda hafi fyrirtækið ákveðið að breyta verklagi sínu á þann hátt að fyrirspurnir sem berist af vefsvæðinu Mitt Creditinfo séu framsendar án netfanga fyrirspyrjenda. Með hliðsjón af því þótti ekki tilefni til þess að Persónuvernd legði fyrir ábyrgðaraðila fyrirmæli um breytt verklag.
Persónuvernd Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira