Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Andri Eysteinsson og Sylvía Hall skrifa 26. nóvember 2019 18:10 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. Blaðamannafélag Íslands og Samtök Atvinnulífsins höfðu undirritað samninginn síðasta föstudag, 22. nóvember. Greidd voru atkvæði um samninginn í dag, 26. nóvember en 380 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 38,7% en 147 greiddu atkvæði um samninginn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að Já sögðu 36 eða 24,5%, Nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.Vísir/VilhelmSegir blaðamenn senda skýr skilaboð „Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta hefur algjörlega legið fyrir og þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem blaðamenn senda mjög skýr skilaboð til sinna atvinnurekenda að þeir vilji hófsamar breytingar á þeirra kjöri sem henta stéttinni,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. „Ég vona að þetta verði til þess að það verði hlustað á okkur og við getum sest að samningaborðinu og náð hóflegum samningum.“ Hann segir ljóst að mikil samstaða sé á meðal blaðamanna og niðurstöðurnar sýni það svart á hvítu. Kjörsókn hafi verið um 40% og um 95% þátttaka hjá þeim miðlum sem hafi verið í „átökum“. Samstaðan sé sterk þó svo að samningaviðræður hafi gengið erfiðlega. „Það þarf enginn að efast um það að það er gríðarleg samstaða á meðal blaðamanna og mikið gleðiefni, enda vita þeir að á þeim brennur eldurinn,“ segir Hjálmar. Ríkissáttasemjari hefur gefið það út að boðað verði til fundar og á Hjálmar von á því að það verði strax á morgun eða á fimmtudag. Að óbreyttu standa þær vinnustöðvanir sem frestað var í síðustu viku og verður því verkfall á netmiðlum næstkomandi föstudag og á prentmiðlum á fimmtudag í næstu viku ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma.Niðurstöðurnar vonbrigði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, staðan sem upp sé komin sé orðin alvarleg. Halldór Benjamín segir að 97% fólks á almennum vinnumarkaði hafi samið undir merkjum lífskjarasamningsins, samningsins sem blaðmenn höfnuðu í dag. Halldór segir einnig að lítil kjörsókn hafi komið honum á óvart en miðað við umræðuna hafi mátt búast við þeirri niðurstöðu sem varð. Halldór segir að nú sé boltinn hjá Blaðamannafélagi Íslands og væntir hann útspils frá BÍ á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Blaðamenn Vísis eru flestir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. Blaðamannafélag Íslands og Samtök Atvinnulífsins höfðu undirritað samninginn síðasta föstudag, 22. nóvember. Greidd voru atkvæði um samninginn í dag, 26. nóvember en 380 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 38,7% en 147 greiddu atkvæði um samninginn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að Já sögðu 36 eða 24,5%, Nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.Vísir/VilhelmSegir blaðamenn senda skýr skilaboð „Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta hefur algjörlega legið fyrir og þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem blaðamenn senda mjög skýr skilaboð til sinna atvinnurekenda að þeir vilji hófsamar breytingar á þeirra kjöri sem henta stéttinni,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. „Ég vona að þetta verði til þess að það verði hlustað á okkur og við getum sest að samningaborðinu og náð hóflegum samningum.“ Hann segir ljóst að mikil samstaða sé á meðal blaðamanna og niðurstöðurnar sýni það svart á hvítu. Kjörsókn hafi verið um 40% og um 95% þátttaka hjá þeim miðlum sem hafi verið í „átökum“. Samstaðan sé sterk þó svo að samningaviðræður hafi gengið erfiðlega. „Það þarf enginn að efast um það að það er gríðarleg samstaða á meðal blaðamanna og mikið gleðiefni, enda vita þeir að á þeim brennur eldurinn,“ segir Hjálmar. Ríkissáttasemjari hefur gefið það út að boðað verði til fundar og á Hjálmar von á því að það verði strax á morgun eða á fimmtudag. Að óbreyttu standa þær vinnustöðvanir sem frestað var í síðustu viku og verður því verkfall á netmiðlum næstkomandi föstudag og á prentmiðlum á fimmtudag í næstu viku ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma.Niðurstöðurnar vonbrigði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, staðan sem upp sé komin sé orðin alvarleg. Halldór Benjamín segir að 97% fólks á almennum vinnumarkaði hafi samið undir merkjum lífskjarasamningsins, samningsins sem blaðmenn höfnuðu í dag. Halldór segir einnig að lítil kjörsókn hafi komið honum á óvart en miðað við umræðuna hafi mátt búast við þeirri niðurstöðu sem varð. Halldór segir að nú sé boltinn hjá Blaðamannafélagi Íslands og væntir hann útspils frá BÍ á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Blaðamenn Vísis eru flestir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19
Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56