Gagnrýndur fyrir seinagang með fæðingarorlofsfrumvarp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. nóvember 2019 06:30 Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, er með frumvarp um lengingu fæðingarorlofs. Fréttablaðið/Eyþór Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um lengingu fæðingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur pólitísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsáttmálanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undirritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt lengingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Ernir„Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnarferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fæðingarorlof Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um lengingu fæðingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur pólitísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsáttmálanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undirritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt lengingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Ernir„Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnarferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fæðingarorlof Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira