Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. nóvember 2019 07:31 Birgir Jónsson tók við stjórnartaumunum í vor og hefur síðan þá látið til sín taka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Íslandspóstur er að komast á réttan kjöl. Það hefur um árabil verið rekið með tapi en árangurinn af stórfelldum hagræðingaraðgerðum á þessu ári er nú að koma í ljós. Rekstrarhagnaður á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur margfaldast miðað við sama tímabil í fyrra og útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári. Forstjóri Íslandspósts segir að þegar búið sé að leysa úr skuldavanda Íslandspósts geti fyrirtækið byrjað að skila hagnaði og orðið eitt arðbærasta póstfyrirtækið á Norðurlöndum. „Maður verður að spara lýsingarorðin en þetta er öflugur viðsnúningur. Það var búið að hagræða töluvert í rekstri Póstsins á liðnum árum en þær aðgerðir sneru fyrst og fremst að því að skerða þjónustu með því að fækka dreifingardögum og stytta opnunartíma. Núna erum við hins vegar að ná þessum viðsnúningi með því að taka til í rekstrinum en á sama tíma stórauka þjónustu við viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Markaðinn. Hann var ráðinn forstjóri í maí og tók þá við mikil endurskipulagning. Íslandspóstur sagði upp 43 starfsmönnum í sumar en alls hefur stöðugildum fækkað um 15 prósent. Fækkað var í framkvæmdastjórn um tvo og samhliða varð mikil endurnýjun í stjórnendastöðum. Pósturinn flutti síðan nýlega í minna og ódýrara skrifstofuhúsnæði og þremur dreifingarstöðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað. Þá var gripið til þess að flokka póst á því svæði sem hann á að fara á en áður var til dæmis bréf sem var póstlagt á Egilsstöðum sent til Reykjavíkur í flokkun og svo aftur austur. Endurskipulagning hefur skilað því að á fyrstu tíu mánuðum ársins var EBITDA Íslandspósts, rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta, 410 milljónir króna samanborið við 95 milljónir á síðasta ári. Þannig varð rífleg fjórföldun á rekstrarhagnaði þrátt fyrir að veltan hefði dregist lítillega saman á milli ára.„Það jákvæða við það þegar fyrirtæki lendir í ógöngum eins og Pósturinn gerði er að umboðið til breytinga er svo sterkt. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá alla starfsmenn, allt stjórnendateymið og stjórnina vera á sama máli um hvað þurfi að gera og um að það sem var gert áður gekk ekki upp. Það er mikill samtakamáttur og þá er hægt að breyta miklu,“ segir Birgir. Íslandspóstur gerir ráð fyrir 625 milljóna króna tapi á þessu ári vegna einskiptiskostnaðar við endurskipulagninguna. Á næsta ári er hins vegar áætlað að afkoman verði við núllið og EBITDA verði 625 milljónir. Fyrirtækið glímir við þunga afborgunarbyrði og mikla skuldsetningu eftir ýmis fjárfestingarverkefni síðustu ára og segir Birgir að nú sé stóra verkefnið að létta byrðina. „Ef þú horfir á EBITDA sem hlutfall af heildartekjum þá gerum við ráð fyrir að það verði um 8 prósent á næsta ári. Ef við setja það síðan í norrænt samhengi þá verður Íslandspóstur eitt arðbærasta póstfyrirtækið á Norðurlöndum. Við erum skuldsett og það er vandi sem við erum að taka á en ég sé alveg fyrir mér að í framtíðinni verði hægt að skila hagnaði.“ Íslandspóstur lokaði sem fyrr segir þremur dreifingarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og þannig losnuðu fasteignir sem verða seldar til að greiða niður skuldir. Sala fasteigna muni nema um 400 milljónum króna og fara beint inn á lánin að sögn Birgis. Þá hafa öll dótturfélög Póstsins verið seld eða eru á lokametrum í söluferli. Um áramótin mun Pósturinn ekki eiga nein dótturfélög í rekstri. „Þessi félög eru ekki stórir bitar og salan snýst því meira um að draga okkur út úr ábyrgðum og því að setja inn pening í félögin. Við erum líka að skapa frið um Póstinn með því að bregðast við þeirri gagnrýni að Pósturinn hafi verið með umsvif á mörkuðum sem tengjast ekki kjarnastarfseminni með beinum hætti,“ segir Birgir. Spurður hvort stærstu hagræðingaraðgerðirnar séu að baki svarar Birgir játandi en tekur fram að Íslandspóstur muni stöðugt leita leiða til að gera reksturinn skilvirkari. „Í venjulegum fyrirtækjum er svona verkefnum aldrei lokið. Við erum stanslaust að leita leiða til að gera hlutina með skilvirkari og ódýrari hætti. En ég á ekki von á eins stórum höggum og hafa verið á þessu ári. Þetta verða meiri fínstillingar.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Íslandspóstur er að komast á réttan kjöl. Það hefur um árabil verið rekið með tapi en árangurinn af stórfelldum hagræðingaraðgerðum á þessu ári er nú að koma í ljós. Rekstrarhagnaður á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur margfaldast miðað við sama tímabil í fyrra og útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári. Forstjóri Íslandspósts segir að þegar búið sé að leysa úr skuldavanda Íslandspósts geti fyrirtækið byrjað að skila hagnaði og orðið eitt arðbærasta póstfyrirtækið á Norðurlöndum. „Maður verður að spara lýsingarorðin en þetta er öflugur viðsnúningur. Það var búið að hagræða töluvert í rekstri Póstsins á liðnum árum en þær aðgerðir sneru fyrst og fremst að því að skerða þjónustu með því að fækka dreifingardögum og stytta opnunartíma. Núna erum við hins vegar að ná þessum viðsnúningi með því að taka til í rekstrinum en á sama tíma stórauka þjónustu við viðskiptavini,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Markaðinn. Hann var ráðinn forstjóri í maí og tók þá við mikil endurskipulagning. Íslandspóstur sagði upp 43 starfsmönnum í sumar en alls hefur stöðugildum fækkað um 15 prósent. Fækkað var í framkvæmdastjórn um tvo og samhliða varð mikil endurnýjun í stjórnendastöðum. Pósturinn flutti síðan nýlega í minna og ódýrara skrifstofuhúsnæði og þremur dreifingarstöðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað. Þá var gripið til þess að flokka póst á því svæði sem hann á að fara á en áður var til dæmis bréf sem var póstlagt á Egilsstöðum sent til Reykjavíkur í flokkun og svo aftur austur. Endurskipulagning hefur skilað því að á fyrstu tíu mánuðum ársins var EBITDA Íslandspósts, rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta, 410 milljónir króna samanborið við 95 milljónir á síðasta ári. Þannig varð rífleg fjórföldun á rekstrarhagnaði þrátt fyrir að veltan hefði dregist lítillega saman á milli ára.„Það jákvæða við það þegar fyrirtæki lendir í ógöngum eins og Pósturinn gerði er að umboðið til breytinga er svo sterkt. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá alla starfsmenn, allt stjórnendateymið og stjórnina vera á sama máli um hvað þurfi að gera og um að það sem var gert áður gekk ekki upp. Það er mikill samtakamáttur og þá er hægt að breyta miklu,“ segir Birgir. Íslandspóstur gerir ráð fyrir 625 milljóna króna tapi á þessu ári vegna einskiptiskostnaðar við endurskipulagninguna. Á næsta ári er hins vegar áætlað að afkoman verði við núllið og EBITDA verði 625 milljónir. Fyrirtækið glímir við þunga afborgunarbyrði og mikla skuldsetningu eftir ýmis fjárfestingarverkefni síðustu ára og segir Birgir að nú sé stóra verkefnið að létta byrðina. „Ef þú horfir á EBITDA sem hlutfall af heildartekjum þá gerum við ráð fyrir að það verði um 8 prósent á næsta ári. Ef við setja það síðan í norrænt samhengi þá verður Íslandspóstur eitt arðbærasta póstfyrirtækið á Norðurlöndum. Við erum skuldsett og það er vandi sem við erum að taka á en ég sé alveg fyrir mér að í framtíðinni verði hægt að skila hagnaði.“ Íslandspóstur lokaði sem fyrr segir þremur dreifingarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og þannig losnuðu fasteignir sem verða seldar til að greiða niður skuldir. Sala fasteigna muni nema um 400 milljónum króna og fara beint inn á lánin að sögn Birgis. Þá hafa öll dótturfélög Póstsins verið seld eða eru á lokametrum í söluferli. Um áramótin mun Pósturinn ekki eiga nein dótturfélög í rekstri. „Þessi félög eru ekki stórir bitar og salan snýst því meira um að draga okkur út úr ábyrgðum og því að setja inn pening í félögin. Við erum líka að skapa frið um Póstinn með því að bregðast við þeirri gagnrýni að Pósturinn hafi verið með umsvif á mörkuðum sem tengjast ekki kjarnastarfseminni með beinum hætti,“ segir Birgir. Spurður hvort stærstu hagræðingaraðgerðirnar séu að baki svarar Birgir játandi en tekur fram að Íslandspóstur muni stöðugt leita leiða til að gera reksturinn skilvirkari. „Í venjulegum fyrirtækjum er svona verkefnum aldrei lokið. Við erum stanslaust að leita leiða til að gera hlutina með skilvirkari og ódýrari hætti. En ég á ekki von á eins stórum höggum og hafa verið á þessu ári. Þetta verða meiri fínstillingar.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira