Ungverjar draga sig úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 17:57 Conchita Wurst vakti mikla athygli þegar hún keppti í Eurovision en hún sigraði keppnina árið 2013. Conchitu var mikið fagnað meðal hinseginfólks í Evrópu. getty/Ragnar Singsaas Ungverjaland mun ekki taka þátt í Eurovision á næsta ári en engin ástæða var gefin fyrir þeirri ákvörðun. Margir telja þó að ríkisstjórn landsins, sem er langt á hægri skalanum, finnist keppnin „of hýr.“ Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur aukist gríðarlega upp á síðkastið í Ungverjalandi, en Viktor Orbán, forseti landsins, hefur innleitt stefnu sem kallast „fjölskyldan fyrst,“ sem ætlað er að hjálpa „hefðbundnum“ fjölskyldum og auka fæðingartíðni. Fyrr á árinu bar forseti ungverska þingsins saman barnaníð og ættleiðingu samkynja para. Þá sagði fjölmiðlamaður, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, að Eurovision væri samansafn samkynhneigðra og það að sleppa þátttöku myndi ýta undir andlegt heilbrigði landsmanna. Heimildarmaður Guardian innan ungverska ríkisútvarpsins segir að þrátt fyrir að engin ástæða hafi verið gefin fyrir ákvörðuninni séu starfsmenn vissir um að ástæðan sé tengsl keppninnar við hinseginmenningu. „Ég var ekki hissa,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að fjölmiðlafólk væri ekki hvatt til að fjalla um hinseginmál og réttindi hinseginfólks af jákvæðni. Í síðustu viku spurði þingmaður í stjórnarandstöðunni hvers vegna verið væri að draga landið úr keppninni. Svarið sem hann fékk frá ráðherra var að ákvörðunin hafi verið tekin af ríkisútvarpi landsins og að ríkisstjórnin hafi ekki komið að ákvörðuninni. „Ég fagna þessari ákvörðun, sérstaklega vegna andlegs heilbrigðis, að Ungverjaland muni ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð samkynhneigðra sem þessi alþjóðlega söngvakeppni er orðin,“ sagði András Bencsik, ritstjóri miðils sem lýst hefur yfir stuðningi við ríkisstjórnina. Eurovision Ungverjaland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Ungverjaland mun ekki taka þátt í Eurovision á næsta ári en engin ástæða var gefin fyrir þeirri ákvörðun. Margir telja þó að ríkisstjórn landsins, sem er langt á hægri skalanum, finnist keppnin „of hýr.“ Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur aukist gríðarlega upp á síðkastið í Ungverjalandi, en Viktor Orbán, forseti landsins, hefur innleitt stefnu sem kallast „fjölskyldan fyrst,“ sem ætlað er að hjálpa „hefðbundnum“ fjölskyldum og auka fæðingartíðni. Fyrr á árinu bar forseti ungverska þingsins saman barnaníð og ættleiðingu samkynja para. Þá sagði fjölmiðlamaður, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, að Eurovision væri samansafn samkynhneigðra og það að sleppa þátttöku myndi ýta undir andlegt heilbrigði landsmanna. Heimildarmaður Guardian innan ungverska ríkisútvarpsins segir að þrátt fyrir að engin ástæða hafi verið gefin fyrir ákvörðuninni séu starfsmenn vissir um að ástæðan sé tengsl keppninnar við hinseginmenningu. „Ég var ekki hissa,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að fjölmiðlafólk væri ekki hvatt til að fjalla um hinseginmál og réttindi hinseginfólks af jákvæðni. Í síðustu viku spurði þingmaður í stjórnarandstöðunni hvers vegna verið væri að draga landið úr keppninni. Svarið sem hann fékk frá ráðherra var að ákvörðunin hafi verið tekin af ríkisútvarpi landsins og að ríkisstjórnin hafi ekki komið að ákvörðuninni. „Ég fagna þessari ákvörðun, sérstaklega vegna andlegs heilbrigðis, að Ungverjaland muni ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð samkynhneigðra sem þessi alþjóðlega söngvakeppni er orðin,“ sagði András Bencsik, ritstjóri miðils sem lýst hefur yfir stuðningi við ríkisstjórnina.
Eurovision Ungverjaland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira