Þetta starf er alltaf jafn skemmtilegt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:00 Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari kemur fram með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, fimmtudagskvöld. Dimitri fæddist árið 1969 í New York en ólst upp á Íslandi hjá foreldrum sínum, Þórunni Jóhannsdóttur og Vladimir Ashkenazy. Hann hóf píanónám sex ára gamall. „Foreldrar mínir spiluðu á píanó og bróðir minn sömuleiðis og þá lá beinast við að ég lærði á píanó,“ segir hann. „Þar sem eiginlega allir spiluðu á píanó langaði mig til að gera eitthvað nýtt, eitthvað annað. Systir mín spilaði á flautu og mér fannst að það hlyti að vera frábær tilfinning að spila á hljóðfæri sem væri mitt og valdi klarínett.“ Hann hefur oft komið fram með föður sínum á tónleikum. „Við erum báðir fullkomnunarsinnar. Hann er ótrúlega góður listamaður, góður píanóleikari og sömuleiðis góður maður. Það er einstaklega þægilegt að vinna með honum sem manneskju.“ Nýtt verk en samt ekki nýtt Dimitri talar góða íslensku. „Hún er nú ekki svo góð,“ segir hann þegar blaðamaður hrósar honum. „Ég reyni að viðhalda henni eins og ég get og tala íslensku við íslenskt tónlistarfólk þegar ég spila með því.“ Hann býr í Sviss og segist reyna að koma einu sinni á ári til Íslands. Síðast lék hann með Sinfóníuhljómsveitinni á Íslandi fyrir rúmum áratug. Á tónleikum í kvöld leikur hann sjaldheyrðan klarínettukonsert eftir franska tónskáldið Jean Françaix. „Því miður þekkja ekki nægilega margir þennan konsert. Það er ótrúlega gaman að hlusta á og spila þetta verk sem er frá árinu 1968. Þetta er tiltölulega nýtt verk en samt ekki nýtt. Það er mjög aðgengilegt fyrir áheyrendur, eins og blanda af Ravel og Poulenc.“ Önnur verk á efnisskrá tónleikanna eru sinfónía eftir Joseph Bologne og Lemminkäinen-svítan efir Jean Sibelius. Hrifinn af Hörpu Dimitri hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum og í heimsfrægum tónleikasölum víða um heim, meðal annars á Proms-tónlistarhátíðinni í Royal Albert Hall. Starfs síns vegna er hann á stöðugum ferðalögum. „Það er stundum lýjandi. Ég er orðinn fimmtugur og núna þarf ég að æfa mig meir en þegar ég var ungur. Þetta er samt alltaf jafn skemmtilegt.“ Hann segir Eldborgarsal Hörpu vera frábæran. „Hann er mjög fallegur og hljómburðurinn er afar góður. Það er frábært að spila í þessum sal. Það eru ellefu ár síðan ég kom síðast til Íslands sem tónlistarmaður en ég hef aldrei komið inn í Hörpu fyrr en nú. Ég er mjög hrifinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, fimmtudagskvöld. Dimitri fæddist árið 1969 í New York en ólst upp á Íslandi hjá foreldrum sínum, Þórunni Jóhannsdóttur og Vladimir Ashkenazy. Hann hóf píanónám sex ára gamall. „Foreldrar mínir spiluðu á píanó og bróðir minn sömuleiðis og þá lá beinast við að ég lærði á píanó,“ segir hann. „Þar sem eiginlega allir spiluðu á píanó langaði mig til að gera eitthvað nýtt, eitthvað annað. Systir mín spilaði á flautu og mér fannst að það hlyti að vera frábær tilfinning að spila á hljóðfæri sem væri mitt og valdi klarínett.“ Hann hefur oft komið fram með föður sínum á tónleikum. „Við erum báðir fullkomnunarsinnar. Hann er ótrúlega góður listamaður, góður píanóleikari og sömuleiðis góður maður. Það er einstaklega þægilegt að vinna með honum sem manneskju.“ Nýtt verk en samt ekki nýtt Dimitri talar góða íslensku. „Hún er nú ekki svo góð,“ segir hann þegar blaðamaður hrósar honum. „Ég reyni að viðhalda henni eins og ég get og tala íslensku við íslenskt tónlistarfólk þegar ég spila með því.“ Hann býr í Sviss og segist reyna að koma einu sinni á ári til Íslands. Síðast lék hann með Sinfóníuhljómsveitinni á Íslandi fyrir rúmum áratug. Á tónleikum í kvöld leikur hann sjaldheyrðan klarínettukonsert eftir franska tónskáldið Jean Françaix. „Því miður þekkja ekki nægilega margir þennan konsert. Það er ótrúlega gaman að hlusta á og spila þetta verk sem er frá árinu 1968. Þetta er tiltölulega nýtt verk en samt ekki nýtt. Það er mjög aðgengilegt fyrir áheyrendur, eins og blanda af Ravel og Poulenc.“ Önnur verk á efnisskrá tónleikanna eru sinfónía eftir Joseph Bologne og Lemminkäinen-svítan efir Jean Sibelius. Hrifinn af Hörpu Dimitri hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum og í heimsfrægum tónleikasölum víða um heim, meðal annars á Proms-tónlistarhátíðinni í Royal Albert Hall. Starfs síns vegna er hann á stöðugum ferðalögum. „Það er stundum lýjandi. Ég er orðinn fimmtugur og núna þarf ég að æfa mig meir en þegar ég var ungur. Þetta er samt alltaf jafn skemmtilegt.“ Hann segir Eldborgarsal Hörpu vera frábæran. „Hann er mjög fallegur og hljómburðurinn er afar góður. Það er frábært að spila í þessum sal. Það eru ellefu ár síðan ég kom síðast til Íslands sem tónlistarmaður en ég hef aldrei komið inn í Hörpu fyrr en nú. Ég er mjög hrifinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira