Þetta starf er alltaf jafn skemmtilegt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:00 Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari kemur fram með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, fimmtudagskvöld. Dimitri fæddist árið 1969 í New York en ólst upp á Íslandi hjá foreldrum sínum, Þórunni Jóhannsdóttur og Vladimir Ashkenazy. Hann hóf píanónám sex ára gamall. „Foreldrar mínir spiluðu á píanó og bróðir minn sömuleiðis og þá lá beinast við að ég lærði á píanó,“ segir hann. „Þar sem eiginlega allir spiluðu á píanó langaði mig til að gera eitthvað nýtt, eitthvað annað. Systir mín spilaði á flautu og mér fannst að það hlyti að vera frábær tilfinning að spila á hljóðfæri sem væri mitt og valdi klarínett.“ Hann hefur oft komið fram með föður sínum á tónleikum. „Við erum báðir fullkomnunarsinnar. Hann er ótrúlega góður listamaður, góður píanóleikari og sömuleiðis góður maður. Það er einstaklega þægilegt að vinna með honum sem manneskju.“ Nýtt verk en samt ekki nýtt Dimitri talar góða íslensku. „Hún er nú ekki svo góð,“ segir hann þegar blaðamaður hrósar honum. „Ég reyni að viðhalda henni eins og ég get og tala íslensku við íslenskt tónlistarfólk þegar ég spila með því.“ Hann býr í Sviss og segist reyna að koma einu sinni á ári til Íslands. Síðast lék hann með Sinfóníuhljómsveitinni á Íslandi fyrir rúmum áratug. Á tónleikum í kvöld leikur hann sjaldheyrðan klarínettukonsert eftir franska tónskáldið Jean Françaix. „Því miður þekkja ekki nægilega margir þennan konsert. Það er ótrúlega gaman að hlusta á og spila þetta verk sem er frá árinu 1968. Þetta er tiltölulega nýtt verk en samt ekki nýtt. Það er mjög aðgengilegt fyrir áheyrendur, eins og blanda af Ravel og Poulenc.“ Önnur verk á efnisskrá tónleikanna eru sinfónía eftir Joseph Bologne og Lemminkäinen-svítan efir Jean Sibelius. Hrifinn af Hörpu Dimitri hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum og í heimsfrægum tónleikasölum víða um heim, meðal annars á Proms-tónlistarhátíðinni í Royal Albert Hall. Starfs síns vegna er hann á stöðugum ferðalögum. „Það er stundum lýjandi. Ég er orðinn fimmtugur og núna þarf ég að æfa mig meir en þegar ég var ungur. Þetta er samt alltaf jafn skemmtilegt.“ Hann segir Eldborgarsal Hörpu vera frábæran. „Hann er mjög fallegur og hljómburðurinn er afar góður. Það er frábært að spila í þessum sal. Það eru ellefu ár síðan ég kom síðast til Íslands sem tónlistarmaður en ég hef aldrei komið inn í Hörpu fyrr en nú. Ég er mjög hrifinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, fimmtudagskvöld. Dimitri fæddist árið 1969 í New York en ólst upp á Íslandi hjá foreldrum sínum, Þórunni Jóhannsdóttur og Vladimir Ashkenazy. Hann hóf píanónám sex ára gamall. „Foreldrar mínir spiluðu á píanó og bróðir minn sömuleiðis og þá lá beinast við að ég lærði á píanó,“ segir hann. „Þar sem eiginlega allir spiluðu á píanó langaði mig til að gera eitthvað nýtt, eitthvað annað. Systir mín spilaði á flautu og mér fannst að það hlyti að vera frábær tilfinning að spila á hljóðfæri sem væri mitt og valdi klarínett.“ Hann hefur oft komið fram með föður sínum á tónleikum. „Við erum báðir fullkomnunarsinnar. Hann er ótrúlega góður listamaður, góður píanóleikari og sömuleiðis góður maður. Það er einstaklega þægilegt að vinna með honum sem manneskju.“ Nýtt verk en samt ekki nýtt Dimitri talar góða íslensku. „Hún er nú ekki svo góð,“ segir hann þegar blaðamaður hrósar honum. „Ég reyni að viðhalda henni eins og ég get og tala íslensku við íslenskt tónlistarfólk þegar ég spila með því.“ Hann býr í Sviss og segist reyna að koma einu sinni á ári til Íslands. Síðast lék hann með Sinfóníuhljómsveitinni á Íslandi fyrir rúmum áratug. Á tónleikum í kvöld leikur hann sjaldheyrðan klarínettukonsert eftir franska tónskáldið Jean Françaix. „Því miður þekkja ekki nægilega margir þennan konsert. Það er ótrúlega gaman að hlusta á og spila þetta verk sem er frá árinu 1968. Þetta er tiltölulega nýtt verk en samt ekki nýtt. Það er mjög aðgengilegt fyrir áheyrendur, eins og blanda af Ravel og Poulenc.“ Önnur verk á efnisskrá tónleikanna eru sinfónía eftir Joseph Bologne og Lemminkäinen-svítan efir Jean Sibelius. Hrifinn af Hörpu Dimitri hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum og í heimsfrægum tónleikasölum víða um heim, meðal annars á Proms-tónlistarhátíðinni í Royal Albert Hall. Starfs síns vegna er hann á stöðugum ferðalögum. „Það er stundum lýjandi. Ég er orðinn fimmtugur og núna þarf ég að æfa mig meir en þegar ég var ungur. Þetta er samt alltaf jafn skemmtilegt.“ Hann segir Eldborgarsal Hörpu vera frábæran. „Hann er mjög fallegur og hljómburðurinn er afar góður. Það er frábært að spila í þessum sal. Það eru ellefu ár síðan ég kom síðast til Íslands sem tónlistarmaður en ég hef aldrei komið inn í Hörpu fyrr en nú. Ég er mjög hrifinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira