Síldarstúlkan mætti í útgáfuhófið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:00 Páll Baldvin afhendir Erlu Nönnu eintakið af stórvirki sínu. Stórvirki Páls Baldvins Baldvinssonar Síldarárin kom nýlega út. Forsíðu bókarinnar prýðir mynd af ungri stúlku í síldarvinnslu. Þegar kápumyndin var valin höfðu útgefendur bókarinnar ekki hugmynd um hver þessi stúlka væri, en eftir töluverða eftirgrennslan tókst að finna hana. Myndin er tekin af sænskum manni sem var á Íslandi um og upp úr 1950, en stúlkan er íslensk og heitir Erla Nanna Jóhannesdóttir. Hún mætti í útgáfuhófið og tók á móti sínu eintaki með bros á vör.Forsíða bókarinnar þar sem Nanna Erla borðar nestið sitt.Erla Nanna var aðeins 13 ára þegar myndin var tekin. Blaðamaður hafði samband við hana og aðspurð segist hún muna vel eftir myndinni. „Ætli þetta hafi ekki verið um 1957. Ég er Siglfirðingur og var að vinna í síld í þrjú sumur. Ég var þarna að borða nestið mitt og þá kom ljósmyndari og fór að mynda í gríð og erg. Ég var ekkert að stilla mér upp en einhver bak við mig endurtók í sífellu: Brostu! Brostu! Ég lét það ekkert trufla mig og hélt áfram að borða nestið.“ Erla Nanna segist ekki hafa hugsað um þessa mynd árum saman. „Það var ekki fyrr en 2014 sem ég fór að velta þessari mynd fyrir mér og hvort hún hefði birst einhvers staðar. Ég vissi að ljósmyndarinn væri sænskur og fór að gúgla og fann myndina þannig. Ég komst að því að myndir þessara ljósmyndara eru á safni í Svíþjóð. Einhvern veginn hefur Páll Baldvin síðan fengið myndina og fyrir örfáum dögum var hringt í mig og mér boðið í útgáfuhófið. Ég fór þangað og mér var vel tekið.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Stórvirki Páls Baldvins Baldvinssonar Síldarárin kom nýlega út. Forsíðu bókarinnar prýðir mynd af ungri stúlku í síldarvinnslu. Þegar kápumyndin var valin höfðu útgefendur bókarinnar ekki hugmynd um hver þessi stúlka væri, en eftir töluverða eftirgrennslan tókst að finna hana. Myndin er tekin af sænskum manni sem var á Íslandi um og upp úr 1950, en stúlkan er íslensk og heitir Erla Nanna Jóhannesdóttir. Hún mætti í útgáfuhófið og tók á móti sínu eintaki með bros á vör.Forsíða bókarinnar þar sem Nanna Erla borðar nestið sitt.Erla Nanna var aðeins 13 ára þegar myndin var tekin. Blaðamaður hafði samband við hana og aðspurð segist hún muna vel eftir myndinni. „Ætli þetta hafi ekki verið um 1957. Ég er Siglfirðingur og var að vinna í síld í þrjú sumur. Ég var þarna að borða nestið mitt og þá kom ljósmyndari og fór að mynda í gríð og erg. Ég var ekkert að stilla mér upp en einhver bak við mig endurtók í sífellu: Brostu! Brostu! Ég lét það ekkert trufla mig og hélt áfram að borða nestið.“ Erla Nanna segist ekki hafa hugsað um þessa mynd árum saman. „Það var ekki fyrr en 2014 sem ég fór að velta þessari mynd fyrir mér og hvort hún hefði birst einhvers staðar. Ég vissi að ljósmyndarinn væri sænskur og fór að gúgla og fann myndina þannig. Ég komst að því að myndir þessara ljósmyndara eru á safni í Svíþjóð. Einhvern veginn hefur Páll Baldvin síðan fengið myndina og fyrir örfáum dögum var hringt í mig og mér boðið í útgáfuhófið. Ég fór þangað og mér var vel tekið.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira