Fyrstu níu mánuði ársins hefur Lífeyrissjóður verzlunarmanna stækkað sem nemur 118 milljörðum króna. Þetta kom fram á fundi fulltrúaráðs sjóðsins sem haldinn var í gær. Mesti vöxturinn er í erlendu eignasafni sjóðsins.
Guðmundur Þ. Þórhallsson framkvæmdastjóri sagði að raunávöxtun sjóðsins á árinu stefndi að óbreyttu í um 14%, sem er með bestu afkomu sjóðsins frá upphafi. Sú staða kann að breytast við ársuppgjör, en staðan gefur vonir um góða ávöxtun ársins.
Heildareignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í lok september síðastliðins voru um 832 milljarðar króna. Alls greiða um 50 þúsund sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins, um 36 milljarða króna á árinu. Áætlað er að lífeyrisgreiðslur ársins verði um 17 milljarðar.
LIVE stækkar um 118 milljarða
Davíð Stefánsson skrifar

Mest lesið

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Forstjóri X hættir óvænt
Viðskipti erlent

Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum
Viðskipti innlent


Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Engin U-beygja hjá Play
Viðskipti innlent

Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Hætta við yfirtökuna
Viðskipti innlent

Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu
Viðskipti innlent