Rúnar Már meiddist í landsleik með Íslandi í október og missti af tveimur síðustu leikjum Astana í Evrópudeildinni sem voru báðir á móti hollenska liðinu AZ Alkmaar.
Rúnar Már er aftur orðinn leikfær og er í byrjunarliðinu á móti Manchester United í dag en leikurinn fer fram Kasakstan og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Leikurinn er á Stöð 2 Sport og byrjar klukkan 15.45 en útsendingin hefst klukkan 15.40.
Rúnar spilaði allan fyrri leik liðanna á Old Trafford þar sem Manchester United vann nauman 1-0 sigur.
Rúnar er með 4 mörk og 2 stoðsendingar í Evrópudeildinni á þessu tímabili og skoraði í síðasta Evrópuleiknum sínum sem var á móti Partizan í byrjun október.
Rúnar byrjar í dag á fjögurra manna miðju Astana en við hlið hans á miðri miðjunni er Hvít-Rússinn Ivan Mayewski.
7 - Seven of the starting XI for Manchester United in their UEFA Europa League game vs FC Astana this afternoon were born after their 1999 UEFA Champions League final victory against Bayern Munich. Ridiculous. pic.twitter.com/NxgpU6bcB9
— OptaJoe (@OptaJoe) November 28, 2019