Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 19:00 Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð á Alþingi í dag. Kveikja umræðunnar var augljóslega uppsöfnun innlendra og erlendra auðmanna á jörðum á Íslandi. Í dag eru lagðir fasteignaskattar á húseignir á jörðum en jarðirnar sjálfar og gæði þeirra eru ekki skattlögð. „Fasteignamat tekur bæði til verðmætis þeirra bygginga sem á landinu hvíla ásamt lóðamati. Að mínu mati ætti gjaldstofninn að vera lóðamatið eða jarðarmatið eitt og sér. Það er vegna þess að það er landið sjálft sem er að skapa rentuna,“ sagði Bjarkey. Þetta ætti að gera án þess að auka álögur á bændur. Með breytingu sem þessari væri verið að skattleggja rentuna af landinu til dæmis af laxveiðum. „Jarðir sem keyptar voru fyrir hundruð milljóna eru metnar á nokkur hundruð þúsund í fasteignaskrá. Einn aðili á nú um eitt og hálft prósent af Íslandi. Ég tel að það sé mikilvægt að settar verði hömlur á jarðakaup en þá tel ég einnig að nauðsynlegt sé að það séu efnahagslegir hvatar gegn tilgangslausri jarðasöfnun eins og virðist vera að eiga sér stað til dæmis í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarkey.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra benti á að nú þegar væri heimild í lögum til að leggja minna á bújarðir í matvælaframleiðslu en þær þar sem engin starfsemi ætti sér stað. En til að lóðagjöld tækju við af núverandi fyrirkomulagi þyrfti mikið átak í uppmælingu lands og þessi leið fæli í sér mikla stefnubreytingu. „Þetta er vissulega áhugaverð hugmynd en hún myndi koma miklu róti á fasteignamarkað og íbúar sveitarfélaganna yrðu bæði fyrir miklum gjaldahækkunum sem og gjaldalækkunum. Þar sem upplýsingar um afmarkanir lóða, stærð þeirra og hlutdeild eru almennt af skornum skammti verður að segja að forsendur þess að taka þetta kerfi upp í dag eru ekki fyrir hendi. En ég legg áherslu á að það þurfi og megi bæta núverandi fasteignaskrárkerfi og rökrétt að hugað verði betur að mati lands. Ekki síst í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður kom hér inn á í þeim breytingum sem við höfum verið að sjá í kaupum og sölum og uppsöfnun á jörðum,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Jarðakaup útlendinga Skattar og tollar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð á Alþingi í dag. Kveikja umræðunnar var augljóslega uppsöfnun innlendra og erlendra auðmanna á jörðum á Íslandi. Í dag eru lagðir fasteignaskattar á húseignir á jörðum en jarðirnar sjálfar og gæði þeirra eru ekki skattlögð. „Fasteignamat tekur bæði til verðmætis þeirra bygginga sem á landinu hvíla ásamt lóðamati. Að mínu mati ætti gjaldstofninn að vera lóðamatið eða jarðarmatið eitt og sér. Það er vegna þess að það er landið sjálft sem er að skapa rentuna,“ sagði Bjarkey. Þetta ætti að gera án þess að auka álögur á bændur. Með breytingu sem þessari væri verið að skattleggja rentuna af landinu til dæmis af laxveiðum. „Jarðir sem keyptar voru fyrir hundruð milljóna eru metnar á nokkur hundruð þúsund í fasteignaskrá. Einn aðili á nú um eitt og hálft prósent af Íslandi. Ég tel að það sé mikilvægt að settar verði hömlur á jarðakaup en þá tel ég einnig að nauðsynlegt sé að það séu efnahagslegir hvatar gegn tilgangslausri jarðasöfnun eins og virðist vera að eiga sér stað til dæmis í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarkey.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra benti á að nú þegar væri heimild í lögum til að leggja minna á bújarðir í matvælaframleiðslu en þær þar sem engin starfsemi ætti sér stað. En til að lóðagjöld tækju við af núverandi fyrirkomulagi þyrfti mikið átak í uppmælingu lands og þessi leið fæli í sér mikla stefnubreytingu. „Þetta er vissulega áhugaverð hugmynd en hún myndi koma miklu róti á fasteignamarkað og íbúar sveitarfélaganna yrðu bæði fyrir miklum gjaldahækkunum sem og gjaldalækkunum. Þar sem upplýsingar um afmarkanir lóða, stærð þeirra og hlutdeild eru almennt af skornum skammti verður að segja að forsendur þess að taka þetta kerfi upp í dag eru ekki fyrir hendi. En ég legg áherslu á að það þurfi og megi bæta núverandi fasteignaskrárkerfi og rökrétt að hugað verði betur að mati lands. Ekki síst í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður kom hér inn á í þeim breytingum sem við höfum verið að sjá í kaupum og sölum og uppsöfnun á jörðum,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Skattar og tollar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira