Hækka verð til að lækka það á svörtum föstudegi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Lánafyrirtæki auglýsa í tilefni svarts föstudags. Fréttablaðið/Vilhelm Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. „Við höfum fengið nokkuð margar ábendingar frá einstaklingum um að verslanir hafi verið að hækka verð til þess að lækka þennan dag,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fylgdust einnig með í fyrra og var það sama uppi á teningnum þá, það er að verslanir hækki verð nokkrum dögum fyrir svartan föstudag. Hvetur hann fólk til að tilkynna slíkt til Neytendastofu, enda sé ólöglegt að auglýsa afslætti nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir hið venjulega,“ segir Breki. Jafn framt má afsláttur ekki vara lengur en sex vikur, heldur er það þá orðið hið nýja verð. Breki segir helsta muninn milli ára vera fjölgun auglýsinga frá smálánafyrirtækjum, bæði þeim sem bjóða löglega og ólöglega vexti. „Það sem við viljum koma áleiðis er að þessi svarti föstudagur hefur verið trommaður upp á undanförnum árum sem einn helsti kaupgleðileikur ársins, eins og að verslun sé að fara úr móð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji að neytendur séu að hagnast á þessum degi segir Breki það misjafnt. „Eflaust er hægt að gera góð kaup en fólk þarf að spyrja sig hvort það virkilega vanti þær vörur sem það er að hugsa um að kaupa.“ Einnig að það kanni verðið, bæði hvernig það var áður en afsláttur var kynntur og hvernig þau er erlendis. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. „Við höfum fengið nokkuð margar ábendingar frá einstaklingum um að verslanir hafi verið að hækka verð til þess að lækka þennan dag,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fylgdust einnig með í fyrra og var það sama uppi á teningnum þá, það er að verslanir hækki verð nokkrum dögum fyrir svartan föstudag. Hvetur hann fólk til að tilkynna slíkt til Neytendastofu, enda sé ólöglegt að auglýsa afslætti nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir hið venjulega,“ segir Breki. Jafn framt má afsláttur ekki vara lengur en sex vikur, heldur er það þá orðið hið nýja verð. Breki segir helsta muninn milli ára vera fjölgun auglýsinga frá smálánafyrirtækjum, bæði þeim sem bjóða löglega og ólöglega vexti. „Það sem við viljum koma áleiðis er að þessi svarti föstudagur hefur verið trommaður upp á undanförnum árum sem einn helsti kaupgleðileikur ársins, eins og að verslun sé að fara úr móð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji að neytendur séu að hagnast á þessum degi segir Breki það misjafnt. „Eflaust er hægt að gera góð kaup en fólk þarf að spyrja sig hvort það virkilega vanti þær vörur sem það er að hugsa um að kaupa.“ Einnig að það kanni verðið, bæði hvernig það var áður en afsláttur var kynntur og hvernig þau er erlendis.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira