Sport

Tvö Íslandsmet féllu í Ásvallalaug í dag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Góð helgi hjá SH-ingum
Góð helgi hjá SH-ingum Sundsamband Íslands
Tvö Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Kvennasveit SH skipuð þeim Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur, Katarínu Róbertsdóttur, Sunnu Svanlaugu Vilhjálmsdóttur og Jóhönnu Elínu Guðmundsdóttur, fór mikinn á mótinu.

Fyrr í dag eignuðu þær sér Íslandsmet í 4x50 metra skriðsundi sem þær syntu á 1:43,18 og bættu þar með sjö ára gamalt met upp á 1:45,43.

Í 4x100 metra fjórsundi eignuðu þær sér sömuleiðis Íslandsmet með því að synda á 4:13,48 og bættu því naumlega gamla metið sem var upp á 4:13,88, sett á ÍM25 árið 2017.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×