„Það var engum bannað að vera þarna“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 12:52 Frá fundinum í Laugardalshöll. Vísir/Frikki Viðvera meðlima úr stjórnarskrárfélaginu hafði engin áhrif fund um endurskoðunar stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll um liðna helgi. Þetta segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sem segir meðlimi félagsins hafa dreift frumvarpi þeirra um breytingar á stjórnarskránni til þátttakenda fundarins. Fundurinn er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þátttakendur voru valdir handahófskennt og þurftu að svara könnun um sex efnisþætti sem varða stjórnarskrána, embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðarfrumkvæði, landsdóm og ákæruvald Alþingis, kjördæmaskipan og framsal valdheimilda. Eftir að umræður höfðu farið fram voru þátttakendur látnir svara könnuninni aftur. Er ætlunin að sjá hvort viðhorf þátttakenda til þessara efnisþátta breytist eftir að hafa tekið þátt í rökræðum. Má búast við frumniðurstöðu á næstu vikum en skýrslan lítur ekki dagsins ljóss fyrr en á nýju ári.Morgunblaðið greinir frá því í dag að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hafi fengið að fylgjast með fundinum og dreifa upplýsingum til þeirra sem sátu fundinn. Fengu þeir einnig að vera viðstaddir á fundinum sjálfum en máttu þó ekki taka þátt í umræðunum. Þeir gátu hins vegar talað við fólk þegar það tók sér hlé og stóð upp frá borðunum þar sem umræðurnar fóru fram. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Félagsvísindastofnunar, segir þetta ekki hafa haft áhrif á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún segir ósköp eðlilegt að ræða tillögur stjórnlagaráðs í tengslum við þessa vinnu. „Það var auðvitað verið að fjalla um heilmikið af tillögum sem eru úr þeim tillögum líka. Ég held að það hafi ekki verið nein óeðlileg áhrif.“ Einn úr úrtakinu kvartaði þó í fjölmiðlum að honum hefði verið bannað að ræða tillögur stjórnarskrárfélagsins. „Það hefur verið einhver misskilningur. Við heyrðum að það var einhver umræða í gangi þannig að við tókum það alveg sérstaklega fram að það væri ekkert að því að ræða þessar tillögur. Enda tengist það beint endurskoðun á stjórnarskrá.“ Reykjavík Stjórnarskrá Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Viðvera meðlima úr stjórnarskrárfélaginu hafði engin áhrif fund um endurskoðunar stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll um liðna helgi. Þetta segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sem segir meðlimi félagsins hafa dreift frumvarpi þeirra um breytingar á stjórnarskránni til þátttakenda fundarins. Fundurinn er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þátttakendur voru valdir handahófskennt og þurftu að svara könnun um sex efnisþætti sem varða stjórnarskrána, embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðarfrumkvæði, landsdóm og ákæruvald Alþingis, kjördæmaskipan og framsal valdheimilda. Eftir að umræður höfðu farið fram voru þátttakendur látnir svara könnuninni aftur. Er ætlunin að sjá hvort viðhorf þátttakenda til þessara efnisþátta breytist eftir að hafa tekið þátt í rökræðum. Má búast við frumniðurstöðu á næstu vikum en skýrslan lítur ekki dagsins ljóss fyrr en á nýju ári.Morgunblaðið greinir frá því í dag að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hafi fengið að fylgjast með fundinum og dreifa upplýsingum til þeirra sem sátu fundinn. Fengu þeir einnig að vera viðstaddir á fundinum sjálfum en máttu þó ekki taka þátt í umræðunum. Þeir gátu hins vegar talað við fólk þegar það tók sér hlé og stóð upp frá borðunum þar sem umræðurnar fóru fram. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Félagsvísindastofnunar, segir þetta ekki hafa haft áhrif á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún segir ósköp eðlilegt að ræða tillögur stjórnlagaráðs í tengslum við þessa vinnu. „Það var auðvitað verið að fjalla um heilmikið af tillögum sem eru úr þeim tillögum líka. Ég held að það hafi ekki verið nein óeðlileg áhrif.“ Einn úr úrtakinu kvartaði þó í fjölmiðlum að honum hefði verið bannað að ræða tillögur stjórnarskrárfélagsins. „Það hefur verið einhver misskilningur. Við heyrðum að það var einhver umræða í gangi þannig að við tókum það alveg sérstaklega fram að það væri ekkert að því að ræða þessar tillögur. Enda tengist það beint endurskoðun á stjórnarskrá.“
Reykjavík Stjórnarskrá Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira