Aftursætisbílstjórinn Sigurður Friðleifsson skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efasemdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og flestir, er ég enginn loftslagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á loftslagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar einföld; ég vil og vona að efasemdarhópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemdarmennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hinsvegar ekki að vera 100% vissir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyflum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefnaeldsneyti í óhóflegu magni. Í aftursætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengiflug framundan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skynsamlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengirými vélarinnar eða hlusta á efasemdarmanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snarminnka brennslu jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúslofttegunda. Á sama tíma skulum við hinsvegar öll sameinast um vonina um að efasemdarmenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efasemdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og flestir, er ég enginn loftslagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á loftslagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar einföld; ég vil og vona að efasemdarhópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemdarmennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hinsvegar ekki að vera 100% vissir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyflum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefnaeldsneyti í óhóflegu magni. Í aftursætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengiflug framundan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skynsamlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengirými vélarinnar eða hlusta á efasemdarmanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snarminnka brennslu jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúslofttegunda. Á sama tíma skulum við hinsvegar öll sameinast um vonina um að efasemdarmenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun