Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 13:31 Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. Vísir/Vilhelm Hluti félagsmanna hjá Blaðamannafélagi Íslands lagði niður störf í fjórar klukkustundir síðasta föstudag. Meint verkfallsbrot, sem Hjálmari Jónssyni, formanni B.Í. telst til að séu þrjátíu talsins hjá Morgunblaðinu og eitt hjá Ríkisútvarpinu, verða kærð til félagsdóms. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót. Þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari hafði hann nýlokið fundi með lögfræðingi vegna hinna meintu verkfallsbrota. Átján blaðamenn á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sína, samstarfsfólk á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf þeirra á meðan á verkfallinu stóð. Blaðamennirnir sendu fyrir helgi frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að þeir bæru ekki ábyrgð á þeim fréttum sem rötuðu inn á vefinn á umræddum tíma.Sjá nánar: Blaðamenn mbl.is svekktir með framferði ritstjóra Hjálmar er ekki bjartsýnn á að Félagsdómur verði búinn að komast að niðurstöðu fyrir næsta föstudag þegar félagsmenn leggja niður störf á ný. Hjálmar segir að félagið hefði eytt allri óvissu um framkvæmd vinnustöðvunarinnar. Enginn vafi hefði átt að ríkja um hana því hann hafi ítrekað lagt línurnar. „Þeir eru búnir að vita frá tíunda október hvað við vorum að hugsa og ég hef ítrekað skrifað þeim eftir það og óskað eftir að það yrði haft samráð við okkur um framkvæmd verkfallsins þannig að þetta gæti farið vel fram og ég fékk ekki nein svör nema frá Sýn, þar sem þetta var alveg til fyrirmyndar. Ég fékk að vísu ekki svör frá Fréttablaðinu en þar var bara okkar túlkun viðurkennd og farið eftir henni. Ég heyrði ekkert frá Morgunblaðinu og RÚV og þau brutu verkfallið.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að ætla að framkvæmd vinnustöðvunar verði þá með öðrum hætti næsta föstudag en hún var fyrir helgi segir Hjálmar: „Mér sýnist einbeittur brotavilji vera þarna á ferðinni. Ég get tekið ábyrgð á sjálfum mér en ég get ekki tekið ábyrgð á öðrum eða hegðun þeirra. Við hljótum auðvitað í samninganefnd B.Í. að taka ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem eru fyrirliggjandi um það sem framundan er.“En bitu verkföllin nægilega fast?„Þau allavega bitu það fast að þau sjá ástæðu til þess að brjóta vinnulöggjöfina; sáu ástæðu til þess að láta samstarfsfólk ganga í störf samstarfsmanna sem er út af fyrir sig svo ótrúlegt að ég hefði ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að láta mér detta það í hug.“ Fundur B.Í. og S.A. fer fram í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag en Hjálmar á ekki von löngum fundi. „Í ljósi þess skorts á mannasiðum sem okkar viðsemjendur hafa sýnt þá sé ég ekki ástæðu til þess að sitja lengi í sama herbergi og þeir,“ segir Hjálmar. Félagar í Blaðamannafélaginu sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs leggja niður störf næsta föstudag en þá í átta klukkustundir. Aðgerðirnar ná þó eingöngu til ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna á fréttavefjum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Vísis.Hér er hægt að lesa nánar um útfærslu verkfallsins. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hluti félagsmanna hjá Blaðamannafélagi Íslands lagði niður störf í fjórar klukkustundir síðasta föstudag. Meint verkfallsbrot, sem Hjálmari Jónssyni, formanni B.Í. telst til að séu þrjátíu talsins hjá Morgunblaðinu og eitt hjá Ríkisútvarpinu, verða kærð til félagsdóms. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót. Þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari hafði hann nýlokið fundi með lögfræðingi vegna hinna meintu verkfallsbrota. Átján blaðamenn á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sína, samstarfsfólk á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf þeirra á meðan á verkfallinu stóð. Blaðamennirnir sendu fyrir helgi frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að þeir bæru ekki ábyrgð á þeim fréttum sem rötuðu inn á vefinn á umræddum tíma.Sjá nánar: Blaðamenn mbl.is svekktir með framferði ritstjóra Hjálmar er ekki bjartsýnn á að Félagsdómur verði búinn að komast að niðurstöðu fyrir næsta föstudag þegar félagsmenn leggja niður störf á ný. Hjálmar segir að félagið hefði eytt allri óvissu um framkvæmd vinnustöðvunarinnar. Enginn vafi hefði átt að ríkja um hana því hann hafi ítrekað lagt línurnar. „Þeir eru búnir að vita frá tíunda október hvað við vorum að hugsa og ég hef ítrekað skrifað þeim eftir það og óskað eftir að það yrði haft samráð við okkur um framkvæmd verkfallsins þannig að þetta gæti farið vel fram og ég fékk ekki nein svör nema frá Sýn, þar sem þetta var alveg til fyrirmyndar. Ég fékk að vísu ekki svör frá Fréttablaðinu en þar var bara okkar túlkun viðurkennd og farið eftir henni. Ég heyrði ekkert frá Morgunblaðinu og RÚV og þau brutu verkfallið.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að ætla að framkvæmd vinnustöðvunar verði þá með öðrum hætti næsta föstudag en hún var fyrir helgi segir Hjálmar: „Mér sýnist einbeittur brotavilji vera þarna á ferðinni. Ég get tekið ábyrgð á sjálfum mér en ég get ekki tekið ábyrgð á öðrum eða hegðun þeirra. Við hljótum auðvitað í samninganefnd B.Í. að taka ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem eru fyrirliggjandi um það sem framundan er.“En bitu verkföllin nægilega fast?„Þau allavega bitu það fast að þau sjá ástæðu til þess að brjóta vinnulöggjöfina; sáu ástæðu til þess að láta samstarfsfólk ganga í störf samstarfsmanna sem er út af fyrir sig svo ótrúlegt að ég hefði ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að láta mér detta það í hug.“ Fundur B.Í. og S.A. fer fram í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag en Hjálmar á ekki von löngum fundi. „Í ljósi þess skorts á mannasiðum sem okkar viðsemjendur hafa sýnt þá sé ég ekki ástæðu til þess að sitja lengi í sama herbergi og þeir,“ segir Hjálmar. Félagar í Blaðamannafélaginu sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs leggja niður störf næsta föstudag en þá í átta klukkustundir. Aðgerðirnar ná þó eingöngu til ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna á fréttavefjum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Vísis.Hér er hægt að lesa nánar um útfærslu verkfallsins.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36