Valdastaðan uppspretta ofbeldis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:15 Næstu ár verður staða kvenna af erlendum uppruna könnuð rækilega og reynt að bregðast við með því að auðvelda þeim aðgang að aðstoð ef þær verða fyrir ofbeldi vísir/hanna Í nýrri rannsókn er reynsla erlendra kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnumarkaði skoðuð. Tekin verða viðtöl og gerðar kannanir en reynslusögur sem komu fram í Metoo-umræðunni fyrir tæpum tveimur árum eru grunnurinn. Dr. Brynja Elísabeth Halldórsdótttir, lektor í krítískum menntunarfræðum, gerir rannsóknina. „Sögurnar eru erfiðari en þær íslensku. Það er augljóst að konur af erlendum uppruna hafa minna bakland og minni tengsl við stofnanir þannig að þær fá ekki sömu aðstoð og íslenskar konur,“ segir Brynja sem hefur rýnt í sögurnar. Hún segir þær ólíkar öðrum Metoo-sögum því erlendu konurnar upplifi einnig ofbeldið frá öðrum konum, þeim íslensku. „Það eru nokkrar sögur af konum sem hafa unnið í heimahúsi og orðið fyrir aðkasti frá körlunum. Svo hafa konurnar þeirra, íslenskar konur, haft samband við þær og beitt þær andlegu og munnlegu ofbeldi.“Brynja mun taka viðtöl við þá sem vinna með konum af erlendum uppruna ásamt því að senda sem flestum spurningakönnun til að kortleggja vandann.vísir/sigurjónBrynja mun fjalla um rannsóknina á fundi um innflytjendakonur og ofbeldi á morgun. Þar verður einnig sagt frá rannsókn ASÍ um hvað mæti útlendingum á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður eru að alltof margir séu fullkomlega háðir vinnuveitanda sínum hvað varðar fæði, húsnæði og jafnvel dvalarleyfi. Brynja segir það gegnumgangandi í sögunum að valdastaða sé misnotuð og ekki síst hjá þeim sem eiga íslenskan maka. „Þær komast ekki út, og inn í samfélagið og fjölskyldur styðja oft við mennina.“ Skoða þurfi lögin betur til að vernda þennan hóp. „Það að dvalarleyfi sé ekki bundið maka. Eða þeir sem vinna ólöglega missi ekki nemendaleyfið ef það kemst upp.“ Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Í nýrri rannsókn er reynsla erlendra kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnumarkaði skoðuð. Tekin verða viðtöl og gerðar kannanir en reynslusögur sem komu fram í Metoo-umræðunni fyrir tæpum tveimur árum eru grunnurinn. Dr. Brynja Elísabeth Halldórsdótttir, lektor í krítískum menntunarfræðum, gerir rannsóknina. „Sögurnar eru erfiðari en þær íslensku. Það er augljóst að konur af erlendum uppruna hafa minna bakland og minni tengsl við stofnanir þannig að þær fá ekki sömu aðstoð og íslenskar konur,“ segir Brynja sem hefur rýnt í sögurnar. Hún segir þær ólíkar öðrum Metoo-sögum því erlendu konurnar upplifi einnig ofbeldið frá öðrum konum, þeim íslensku. „Það eru nokkrar sögur af konum sem hafa unnið í heimahúsi og orðið fyrir aðkasti frá körlunum. Svo hafa konurnar þeirra, íslenskar konur, haft samband við þær og beitt þær andlegu og munnlegu ofbeldi.“Brynja mun taka viðtöl við þá sem vinna með konum af erlendum uppruna ásamt því að senda sem flestum spurningakönnun til að kortleggja vandann.vísir/sigurjónBrynja mun fjalla um rannsóknina á fundi um innflytjendakonur og ofbeldi á morgun. Þar verður einnig sagt frá rannsókn ASÍ um hvað mæti útlendingum á vinnumarkaði. Helstu niðurstöður eru að alltof margir séu fullkomlega háðir vinnuveitanda sínum hvað varðar fæði, húsnæði og jafnvel dvalarleyfi. Brynja segir það gegnumgangandi í sögunum að valdastaða sé misnotuð og ekki síst hjá þeim sem eiga íslenskan maka. „Þær komast ekki út, og inn í samfélagið og fjölskyldur styðja oft við mennina.“ Skoða þurfi lögin betur til að vernda þennan hóp. „Það að dvalarleyfi sé ekki bundið maka. Eða þeir sem vinna ólöglega missi ekki nemendaleyfið ef það kemst upp.“
Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira