Stjórnvöld í Mjanmar kærð fyrir þjóðarmorð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 23:30 Róhingjar hröktust frá heimkynnum sínum í Mjanmar og yfir til Bangladess eftir hernaðaraðgerðir mjanmarska hersins gegn þeim. AP/Bernat Armangue Stjórnvöld Mjanmar voru í dag sökuð um þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna vegna aðfarar þeirra gegn minnihlutahópi Róhingja. Lögmenn biðluðu til dómstólsins að fyrirskipa að gripið yrði til aðgerða til að „stöðva þjóðarmorðin eins og skot.“ Gambía lagði fram kæruna fyrir hönd Félags um íslamskt samstarf (e. Organization of Islamic Cooperation). Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari Gambíu, Abubacarr Marie Tambadou, sagði í samtali við fréttastofu AP að hann vildi „senda Mjanmar og öllu alþjóðasamfélaginu skýr skilaboð um að veröldin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus þegar slík grimmdarverk gerast í kring um okkur. Það er kynslóð okkar til skammar ef við gerum ekkert á meðan þjóðarmorð á sér stað fyrir augum okkar.“ Stjórnvöld í Mjanmar vildu ekki tjá sig um málið við vinnslu fréttar AP. Abubacarr Marie Tambadou, dómsmálaráðherra Gambíu, fyrir miðju ásamt sendinefnd sinni í Haag.AP/Peter Dejong Mjanmarski herinn hóf ofbeldisfulla aðför gegn Róhingjum í ágúst árið 2017 eftir að andófsmenn gerðu árás fyrr í mánuðinum. Meira en 700.000 Róhingjar flúðu til nágrannalandsins Bangladess til að flýja árásir hersins en þar fóru fram fjöldamorð, fjöldanauðganir og heimili voru brennd til kaldra kola. Yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar skrifaði í lokaskýrslu sinni í september síðastliðnum að það væri mikil hætta á að þjóðarmorð yrðu á Róhingjum á ný. Þá sagði sendinefndin í skýrslunni að láta ætti Mjanmar taka ábyrgð á alþjóðlegum vettvangi vegna þjóðarmorðanna. Tímamótamál Í stefnunni sem var lögð fram fyrir Alþjóðadómstólinn er því haldið fram að hernaðaraðgerðir Mjanmar gegn Róhingjum, sem meðal annars fólu í sér „dráp, ollu alvarlegum líkamlegum- og andlegum skaða, ollu aðstæðum sem ætlaðar voru til þess að valda miklum skaða og að koma í veg fyrir fæðingar og að neyða fólk af heimkynnum sínum, hafi verið þjóðarmorð vegna þess að ætlun þeirra var að útrýma Róhingjum að hluta til eða að öllu leiti.“ Tambadou sagði í yfirlýsingu: „Gambía hefur tekið af skarið að sækja réttlætis og gera einhvern ábyrgan fyrir þjóðarmorðunum sem hafa átt sér stað í Mjanmar gegn Róhingjunum og til að halda uppi og styrkja alþjóðlega staðla gegn þjóðarmorðum sem öll ríki munu virða.“ Param-Preet Singh, sérfræðingur í mannréttindum hjá Human Rights Watch, segir málið tímamótamál og hvatti önnur ríki til að styðja það. Þá sagði hann að ef alþjóðadómstóllinn myndi fyrirskipa aðgerðir gæti það „hjálpað við að stöðva versta langvarandi ofbeldið gegn Róhingjum í Mjanmar.“ Beindi því til stríðsglæpadómstólsins að hefja rannsókn Fatou Bensouda, saksóknari við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn, sendi dómurum stríðsglæpadómstólsins beiðni í júlí síðastliðnum um að hefja rannsókn á meintum glæpum gegn mannkyni gegn Róhingjum í Mjanmar. Hann sagðist vilja rannsaka glæpi tengda útlegð og meinta ómannúðlega framgöngu mjanmarska hersins gegn Róhingjum þegar þeir voru neyddir til að yfirgefa Mjanmar, sem er ekki meðlimur alþjóðadómstólsins, inn í Bangladess, sem er meðlimur. Stríðsglæpadómstóllinn tekur fyrir mál sem beinast gegn einstaklingum en Alþjóðadómstóllinn tekur fyrir deilur á milli ríkja. Báðir dómstólar eru staðsettir í Haag. Í síðasta mánuði sagði sendiherra Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum, Hau Do Suan, sendinefndina horfa aðeins á aðra hlið málsins og hafi byggt skýrslu sína á „villandi upplýsingum og að heimildamenn hafi ekki verið viðstaddir því sem þeir sögðu frá.“ Hann sagði að mjanmarska ríkisstjórnin horfi málið alvarlegum augum og að allir þeir sem hafi brotið mannréttindi og hafi valdið stórtækum fólksflutningum til Bangladess þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Bangladess Gambía Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00 Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Stjórnvöld Mjanmar voru í dag sökuð um þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna vegna aðfarar þeirra gegn minnihlutahópi Róhingja. Lögmenn biðluðu til dómstólsins að fyrirskipa að gripið yrði til aðgerða til að „stöðva þjóðarmorðin eins og skot.“ Gambía lagði fram kæruna fyrir hönd Félags um íslamskt samstarf (e. Organization of Islamic Cooperation). Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari Gambíu, Abubacarr Marie Tambadou, sagði í samtali við fréttastofu AP að hann vildi „senda Mjanmar og öllu alþjóðasamfélaginu skýr skilaboð um að veröldin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus þegar slík grimmdarverk gerast í kring um okkur. Það er kynslóð okkar til skammar ef við gerum ekkert á meðan þjóðarmorð á sér stað fyrir augum okkar.“ Stjórnvöld í Mjanmar vildu ekki tjá sig um málið við vinnslu fréttar AP. Abubacarr Marie Tambadou, dómsmálaráðherra Gambíu, fyrir miðju ásamt sendinefnd sinni í Haag.AP/Peter Dejong Mjanmarski herinn hóf ofbeldisfulla aðför gegn Róhingjum í ágúst árið 2017 eftir að andófsmenn gerðu árás fyrr í mánuðinum. Meira en 700.000 Róhingjar flúðu til nágrannalandsins Bangladess til að flýja árásir hersins en þar fóru fram fjöldamorð, fjöldanauðganir og heimili voru brennd til kaldra kola. Yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar skrifaði í lokaskýrslu sinni í september síðastliðnum að það væri mikil hætta á að þjóðarmorð yrðu á Róhingjum á ný. Þá sagði sendinefndin í skýrslunni að láta ætti Mjanmar taka ábyrgð á alþjóðlegum vettvangi vegna þjóðarmorðanna. Tímamótamál Í stefnunni sem var lögð fram fyrir Alþjóðadómstólinn er því haldið fram að hernaðaraðgerðir Mjanmar gegn Róhingjum, sem meðal annars fólu í sér „dráp, ollu alvarlegum líkamlegum- og andlegum skaða, ollu aðstæðum sem ætlaðar voru til þess að valda miklum skaða og að koma í veg fyrir fæðingar og að neyða fólk af heimkynnum sínum, hafi verið þjóðarmorð vegna þess að ætlun þeirra var að útrýma Róhingjum að hluta til eða að öllu leiti.“ Tambadou sagði í yfirlýsingu: „Gambía hefur tekið af skarið að sækja réttlætis og gera einhvern ábyrgan fyrir þjóðarmorðunum sem hafa átt sér stað í Mjanmar gegn Róhingjunum og til að halda uppi og styrkja alþjóðlega staðla gegn þjóðarmorðum sem öll ríki munu virða.“ Param-Preet Singh, sérfræðingur í mannréttindum hjá Human Rights Watch, segir málið tímamótamál og hvatti önnur ríki til að styðja það. Þá sagði hann að ef alþjóðadómstóllinn myndi fyrirskipa aðgerðir gæti það „hjálpað við að stöðva versta langvarandi ofbeldið gegn Róhingjum í Mjanmar.“ Beindi því til stríðsglæpadómstólsins að hefja rannsókn Fatou Bensouda, saksóknari við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn, sendi dómurum stríðsglæpadómstólsins beiðni í júlí síðastliðnum um að hefja rannsókn á meintum glæpum gegn mannkyni gegn Róhingjum í Mjanmar. Hann sagðist vilja rannsaka glæpi tengda útlegð og meinta ómannúðlega framgöngu mjanmarska hersins gegn Róhingjum þegar þeir voru neyddir til að yfirgefa Mjanmar, sem er ekki meðlimur alþjóðadómstólsins, inn í Bangladess, sem er meðlimur. Stríðsglæpadómstóllinn tekur fyrir mál sem beinast gegn einstaklingum en Alþjóðadómstóllinn tekur fyrir deilur á milli ríkja. Báðir dómstólar eru staðsettir í Haag. Í síðasta mánuði sagði sendiherra Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum, Hau Do Suan, sendinefndina horfa aðeins á aðra hlið málsins og hafi byggt skýrslu sína á „villandi upplýsingum og að heimildamenn hafi ekki verið viðstaddir því sem þeir sögðu frá.“ Hann sagði að mjanmarska ríkisstjórnin horfi málið alvarlegum augum og að allir þeir sem hafi brotið mannréttindi og hafi valdið stórtækum fólksflutningum til Bangladess þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
Bangladess Gambía Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00 Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00
Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06