Ísland kemur illa út Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. nóvember 2019 07:30 Kolbeinn flytur erindi á málþinginu á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hlutfall þeirra sem sinna umönnun aðstandenda sinna er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Félagsfræðingur segir ástæðuna margþætta. „Ísland kom ekki vel út í skýrslunni og við erum sem sagt með hæsta hlutfall aðstandenda í umönnun í Evrópu,“ segir Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á málþingi sem haldið er af Félagsráðgjafafélagi Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á Grand Hóteli á morgun frá 3.30-10.30. Málþingið ber heitið Umönnunarábyrgð aðstandenda: Hlutverk án handrits og er ástæðan nýútkomin skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í síðasta mánuði en niðurstöður hennar sýna að hlutfall þeirra sem sinna umönnun óvinnufærra fjölskyldumeðlima sé mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. „Ef við horfum bara á umönnun veikra, aldraðra og fatlaðra skyldmenna þá er hlutfallið af fólki á vinnualdri sem er með slíka byrði mun hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum,“ segir Kolbeinn. „Ef við lítum á Norðurlöndin þá erum við með þrisvar sinnum hærra hlutfall en Finnland sem er næst á eftir okkur. Við erum með tæp tíu prósent og Finnar með um 3,3 prósent,“ bætir hann við. Á málþinginu mun Kolbeinn flytja erindi þar sem hann fer yfir umönnunarbyrði Íslendinga samanborið við önnur lönd Evrópu og samspil vinnu og einkalífs þegar kemur að umönnun. Hann segir umönnun á Íslandi ekki hafa verið mikið rannsakaða en þrátt fyrir það séu ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna Ísland skorar eins hátt í skýrslunni og raun ber vitni. „Ísland er lítið og tiltölulega þéttriðið samfélag. Tengsl kynslóða eru mikil og mikill meirihluti landsins býr á suðvesturhorninu svo fjarlægðir eru ekki stórt vandamál. En í mörgum Evrópulöndum getur verið að fólk búi fjarri ættingjum og geti bara lítið gert,“ segir Kolbeinn. „Svo er það hitt sem skiptir máli og það er sú umönnunarþjónusta sem veitt er. Þessi niðurstaða gæti bent til þess að ónógt framboð sé af nægilega góðum umönnunarúrræðum á viðráðanlegum kjörum,“ segir hann. Kolbeinn bendir einnig á að sterk fjölskyldutengsl Íslendinga og sú menning sem hér ríkir geti haft áhrif. „Ég get ekki útilokað það að þetta sé sterkt í menningunni hjá okkur líka, ég held að þetta spili svolítið saman og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan. Hvort það sé sterk menning fyrir þessu og þess vegna höfum við ekki þróað þessi úrræði nægilega vel eða hvort menningin hafi mótast svona af því að úrræðin voru ófullnægjandi,“ segir Kolbeinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Hlutfall þeirra sem sinna umönnun aðstandenda sinna er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Félagsfræðingur segir ástæðuna margþætta. „Ísland kom ekki vel út í skýrslunni og við erum sem sagt með hæsta hlutfall aðstandenda í umönnun í Evrópu,“ segir Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á málþingi sem haldið er af Félagsráðgjafafélagi Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á Grand Hóteli á morgun frá 3.30-10.30. Málþingið ber heitið Umönnunarábyrgð aðstandenda: Hlutverk án handrits og er ástæðan nýútkomin skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í síðasta mánuði en niðurstöður hennar sýna að hlutfall þeirra sem sinna umönnun óvinnufærra fjölskyldumeðlima sé mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. „Ef við horfum bara á umönnun veikra, aldraðra og fatlaðra skyldmenna þá er hlutfallið af fólki á vinnualdri sem er með slíka byrði mun hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum,“ segir Kolbeinn. „Ef við lítum á Norðurlöndin þá erum við með þrisvar sinnum hærra hlutfall en Finnland sem er næst á eftir okkur. Við erum með tæp tíu prósent og Finnar með um 3,3 prósent,“ bætir hann við. Á málþinginu mun Kolbeinn flytja erindi þar sem hann fer yfir umönnunarbyrði Íslendinga samanborið við önnur lönd Evrópu og samspil vinnu og einkalífs þegar kemur að umönnun. Hann segir umönnun á Íslandi ekki hafa verið mikið rannsakaða en þrátt fyrir það séu ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna Ísland skorar eins hátt í skýrslunni og raun ber vitni. „Ísland er lítið og tiltölulega þéttriðið samfélag. Tengsl kynslóða eru mikil og mikill meirihluti landsins býr á suðvesturhorninu svo fjarlægðir eru ekki stórt vandamál. En í mörgum Evrópulöndum getur verið að fólk búi fjarri ættingjum og geti bara lítið gert,“ segir Kolbeinn. „Svo er það hitt sem skiptir máli og það er sú umönnunarþjónusta sem veitt er. Þessi niðurstaða gæti bent til þess að ónógt framboð sé af nægilega góðum umönnunarúrræðum á viðráðanlegum kjörum,“ segir hann. Kolbeinn bendir einnig á að sterk fjölskyldutengsl Íslendinga og sú menning sem hér ríkir geti haft áhrif. „Ég get ekki útilokað það að þetta sé sterkt í menningunni hjá okkur líka, ég held að þetta spili svolítið saman og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan. Hvort það sé sterk menning fyrir þessu og þess vegna höfum við ekki þróað þessi úrræði nægilega vel eða hvort menningin hafi mótast svona af því að úrræðin voru ófullnægjandi,“ segir Kolbeinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira