Suðurkóresk á rennur rauð vegna blóðmengunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 17:42 Áin Imjin rennur rauð eftir að blóð rann út í ánna. YEONCHEON IMJIN RIVER CIVIC NETWORK Imjin áin nærri landamærum Norður- og Suður-Kóreu rennur rauð eftir að hún mengaðist af blóði úr svínahræjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Suðurkóresk yfirvöld lóguðu 47.000 svín í von um að hægja á útbreiðslu afríkusvínapestar (ASF) en vegna mikilla rigninga rann blóð úr svínunum í Imjin ánna. Afríkusvínapest breiðist hratt út og enn er engin lækning við henni og eru engin þekkt dæmi af því að sýkt svín lifi veikina af. Pestin er ekki hættuleg mönnum. Stjórnvöld á svæðinu segja enga hættu á því að blóðmengunin geti valdið útbreiðslu sjúkdómsins til annarra dýrategunda og sögðu þau að búið hafi verið að sótthreinsa svínin áður en þeim var slátrað. Þá segja stjórnvöld að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari mengun.Villisvín skotin á færi Svínin voru aflífuð um helgina og voru hræin skilin eftir inn í nokkrum gámum á grafreiti nærri kóresku landamærunum. Seinkun varð á framleiðslu plasthylkja sem átti að nota til að grafa hræin og varð því ekki af því að grafa þau strax eftir aflífun. ASF fannst nýlega í Suður-Kóreu og talið er að pestin hafi borist til landsins með svínum sem komu yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Fyrsta tilfelli ASF í Norður-Kóreu fannst í maí og réðust yfirvöld í Suður-Kóreu í miklar aðgerðir til að halda pestinni úr landinu, þar á meðal með því að setja upp girðingar við landamærin. Suðurkóreski herinn fékk þar að auki leifi til að aflífa öll villisvín sem sáust fara yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Þrátt fyrir tilraunir til að halda sjúkdómnum úti kom fyrsta tilfelli sjúkdómsins upp í Suður-Kóreu þann 17. september en síðan þá hafa komið upp tólf önnur tilfelli. Í landinu eru um 6.700 svínabýli. Stór hluti Asíu hefur orðið fyrir faraldrinum, þar á meðal Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira en 1,2 milljónir svína hafa verið aflífuð í Kína. Dýr Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Imjin áin nærri landamærum Norður- og Suður-Kóreu rennur rauð eftir að hún mengaðist af blóði úr svínahræjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Suðurkóresk yfirvöld lóguðu 47.000 svín í von um að hægja á útbreiðslu afríkusvínapestar (ASF) en vegna mikilla rigninga rann blóð úr svínunum í Imjin ánna. Afríkusvínapest breiðist hratt út og enn er engin lækning við henni og eru engin þekkt dæmi af því að sýkt svín lifi veikina af. Pestin er ekki hættuleg mönnum. Stjórnvöld á svæðinu segja enga hættu á því að blóðmengunin geti valdið útbreiðslu sjúkdómsins til annarra dýrategunda og sögðu þau að búið hafi verið að sótthreinsa svínin áður en þeim var slátrað. Þá segja stjórnvöld að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari mengun.Villisvín skotin á færi Svínin voru aflífuð um helgina og voru hræin skilin eftir inn í nokkrum gámum á grafreiti nærri kóresku landamærunum. Seinkun varð á framleiðslu plasthylkja sem átti að nota til að grafa hræin og varð því ekki af því að grafa þau strax eftir aflífun. ASF fannst nýlega í Suður-Kóreu og talið er að pestin hafi borist til landsins með svínum sem komu yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Fyrsta tilfelli ASF í Norður-Kóreu fannst í maí og réðust yfirvöld í Suður-Kóreu í miklar aðgerðir til að halda pestinni úr landinu, þar á meðal með því að setja upp girðingar við landamærin. Suðurkóreski herinn fékk þar að auki leifi til að aflífa öll villisvín sem sáust fara yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Þrátt fyrir tilraunir til að halda sjúkdómnum úti kom fyrsta tilfelli sjúkdómsins upp í Suður-Kóreu þann 17. september en síðan þá hafa komið upp tólf önnur tilfelli. Í landinu eru um 6.700 svínabýli. Stór hluti Asíu hefur orðið fyrir faraldrinum, þar á meðal Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira en 1,2 milljónir svína hafa verið aflífuð í Kína.
Dýr Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira