Hallinn innan óvissusvigrúms Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2019 07:30 Formaður fjárlaganefndar segir breytingartillögurnar lítil frávik frá fjármálaáætlun. Fréttablaðið/Anton Ríkissjóður verður rekinn með 9,7 milljarða króna halla á næsta ári miðað við breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir tæplega 400 milljóna afgangi af rekstri ríkissjóðs. Er hallinn innan sérstaks óvissusvigrúms sem heimilar að ríkissjóður sé á árunum 2019-2022 rekinn með halla sem nemur að hámarki 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta hlutfall var síðastliðið vor hækkað úr 0,4 prósentum af VLF en miðað við hagspá Hagstofunnar verður óvissusvigrúmið tæpir 23 milljarðar á næsta ári. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, lagði í umræðunni áherslu á að hér væri um minniháttar frávik að ræða frá fjármálaáætlun. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar við 2. umræðu á blaðamannafundi í gær. Er þar lagt til að útgjöld verði aukin um alls 20 milljarða í ýmsum málaflokkum. Má þar nefna aðgerðir í loftslagsmálum, menntamál, rannsóknir, nýsköpun, almenningssamgöngur, spítala og málefni aldraðra og öryrkja. Þá leggur flokkurinn til hækkun barnabóta og að lengingu fæðingarorlofs verði flýtt. Þessar breytingar væri hægt að fjármagna með auknum auðlindagjöldum, hækkun fjármagnstekjuskatts og kolefnisgjalds, tekjutengdum auðlindaskatti, afnámi samnýtingar skattþrepa og hertu skatteftirliti. Miðflokkurinn leggur til að bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs aukist um tæpa 4,7 milljarða. Flokkurinn leggur meðal annars til að tekjur af tryggingargjaldi lækki um tvo milljarða og að 800 milljónir verði veittar til hjúkrunarheimila í vanda. Þá leggur flokkurinn til að lóð Landsbankans á Hafnartorgi verði seld sem myndi skila tveimur milljörðum og að ráðuneytin hagræði í rekstri sínum fyrir rúman milljarð. Píratar leggja til að öll útgjöld sem tengjast kirkjunni og lífsskoðunarfélögum verði skorin niður fyrir utan það sem viðkemur embætti biskups, sökum ákvæða stjórnarskrár. Persónuafsláttur myndi hækka um sömu upphæð og niðurfelling sóknargjalda. Einnig leggur flokkurinn til að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út óháð tekjum sem myndi kosta um 10,5 milljarða. Þá er lagt til að 7,4 milljörðum verði varið í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Flokkur fólksins leggur til að framlög vegna örorkulífeyris hækki um tíu milljarða til að bæta kjör öryrkja enda hafi lífeyrir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár. Í breytingartillögu flokksins er einnig lagt til að aukið fjármagn fari til löggæslu, sjúkrahúsa og dvalarheimila. Flokkurinn bendir á að hægt væri að fjármagna þessi auknu útgjöld með því að skattleggja greiðslur í lífeyrissjóði við innlögn en ekki við útgreiðslu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Ríkissjóður verður rekinn með 9,7 milljarða króna halla á næsta ári miðað við breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir tæplega 400 milljóna afgangi af rekstri ríkissjóðs. Er hallinn innan sérstaks óvissusvigrúms sem heimilar að ríkissjóður sé á árunum 2019-2022 rekinn með halla sem nemur að hámarki 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta hlutfall var síðastliðið vor hækkað úr 0,4 prósentum af VLF en miðað við hagspá Hagstofunnar verður óvissusvigrúmið tæpir 23 milljarðar á næsta ári. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, lagði í umræðunni áherslu á að hér væri um minniháttar frávik að ræða frá fjármálaáætlun. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar við 2. umræðu á blaðamannafundi í gær. Er þar lagt til að útgjöld verði aukin um alls 20 milljarða í ýmsum málaflokkum. Má þar nefna aðgerðir í loftslagsmálum, menntamál, rannsóknir, nýsköpun, almenningssamgöngur, spítala og málefni aldraðra og öryrkja. Þá leggur flokkurinn til hækkun barnabóta og að lengingu fæðingarorlofs verði flýtt. Þessar breytingar væri hægt að fjármagna með auknum auðlindagjöldum, hækkun fjármagnstekjuskatts og kolefnisgjalds, tekjutengdum auðlindaskatti, afnámi samnýtingar skattþrepa og hertu skatteftirliti. Miðflokkurinn leggur til að bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs aukist um tæpa 4,7 milljarða. Flokkurinn leggur meðal annars til að tekjur af tryggingargjaldi lækki um tvo milljarða og að 800 milljónir verði veittar til hjúkrunarheimila í vanda. Þá leggur flokkurinn til að lóð Landsbankans á Hafnartorgi verði seld sem myndi skila tveimur milljörðum og að ráðuneytin hagræði í rekstri sínum fyrir rúman milljarð. Píratar leggja til að öll útgjöld sem tengjast kirkjunni og lífsskoðunarfélögum verði skorin niður fyrir utan það sem viðkemur embætti biskups, sökum ákvæða stjórnarskrár. Persónuafsláttur myndi hækka um sömu upphæð og niðurfelling sóknargjalda. Einnig leggur flokkurinn til að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út óháð tekjum sem myndi kosta um 10,5 milljarða. Þá er lagt til að 7,4 milljörðum verði varið í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Flokkur fólksins leggur til að framlög vegna örorkulífeyris hækki um tíu milljarða til að bæta kjör öryrkja enda hafi lífeyrir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár. Í breytingartillögu flokksins er einnig lagt til að aukið fjármagn fari til löggæslu, sjúkrahúsa og dvalarheimila. Flokkurinn bendir á að hægt væri að fjármagna þessi auknu útgjöld með því að skattleggja greiðslur í lífeyrissjóði við innlögn en ekki við útgreiðslu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent