Hallinn innan óvissusvigrúms Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2019 07:30 Formaður fjárlaganefndar segir breytingartillögurnar lítil frávik frá fjármálaáætlun. Fréttablaðið/Anton Ríkissjóður verður rekinn með 9,7 milljarða króna halla á næsta ári miðað við breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir tæplega 400 milljóna afgangi af rekstri ríkissjóðs. Er hallinn innan sérstaks óvissusvigrúms sem heimilar að ríkissjóður sé á árunum 2019-2022 rekinn með halla sem nemur að hámarki 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta hlutfall var síðastliðið vor hækkað úr 0,4 prósentum af VLF en miðað við hagspá Hagstofunnar verður óvissusvigrúmið tæpir 23 milljarðar á næsta ári. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, lagði í umræðunni áherslu á að hér væri um minniháttar frávik að ræða frá fjármálaáætlun. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar við 2. umræðu á blaðamannafundi í gær. Er þar lagt til að útgjöld verði aukin um alls 20 milljarða í ýmsum málaflokkum. Má þar nefna aðgerðir í loftslagsmálum, menntamál, rannsóknir, nýsköpun, almenningssamgöngur, spítala og málefni aldraðra og öryrkja. Þá leggur flokkurinn til hækkun barnabóta og að lengingu fæðingarorlofs verði flýtt. Þessar breytingar væri hægt að fjármagna með auknum auðlindagjöldum, hækkun fjármagnstekjuskatts og kolefnisgjalds, tekjutengdum auðlindaskatti, afnámi samnýtingar skattþrepa og hertu skatteftirliti. Miðflokkurinn leggur til að bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs aukist um tæpa 4,7 milljarða. Flokkurinn leggur meðal annars til að tekjur af tryggingargjaldi lækki um tvo milljarða og að 800 milljónir verði veittar til hjúkrunarheimila í vanda. Þá leggur flokkurinn til að lóð Landsbankans á Hafnartorgi verði seld sem myndi skila tveimur milljörðum og að ráðuneytin hagræði í rekstri sínum fyrir rúman milljarð. Píratar leggja til að öll útgjöld sem tengjast kirkjunni og lífsskoðunarfélögum verði skorin niður fyrir utan það sem viðkemur embætti biskups, sökum ákvæða stjórnarskrár. Persónuafsláttur myndi hækka um sömu upphæð og niðurfelling sóknargjalda. Einnig leggur flokkurinn til að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út óháð tekjum sem myndi kosta um 10,5 milljarða. Þá er lagt til að 7,4 milljörðum verði varið í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Flokkur fólksins leggur til að framlög vegna örorkulífeyris hækki um tíu milljarða til að bæta kjör öryrkja enda hafi lífeyrir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár. Í breytingartillögu flokksins er einnig lagt til að aukið fjármagn fari til löggæslu, sjúkrahúsa og dvalarheimila. Flokkurinn bendir á að hægt væri að fjármagna þessi auknu útgjöld með því að skattleggja greiðslur í lífeyrissjóði við innlögn en ekki við útgreiðslu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Ríkissjóður verður rekinn með 9,7 milljarða króna halla á næsta ári miðað við breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir tæplega 400 milljóna afgangi af rekstri ríkissjóðs. Er hallinn innan sérstaks óvissusvigrúms sem heimilar að ríkissjóður sé á árunum 2019-2022 rekinn með halla sem nemur að hámarki 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta hlutfall var síðastliðið vor hækkað úr 0,4 prósentum af VLF en miðað við hagspá Hagstofunnar verður óvissusvigrúmið tæpir 23 milljarðar á næsta ári. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, lagði í umræðunni áherslu á að hér væri um minniháttar frávik að ræða frá fjármálaáætlun. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar við 2. umræðu á blaðamannafundi í gær. Er þar lagt til að útgjöld verði aukin um alls 20 milljarða í ýmsum málaflokkum. Má þar nefna aðgerðir í loftslagsmálum, menntamál, rannsóknir, nýsköpun, almenningssamgöngur, spítala og málefni aldraðra og öryrkja. Þá leggur flokkurinn til hækkun barnabóta og að lengingu fæðingarorlofs verði flýtt. Þessar breytingar væri hægt að fjármagna með auknum auðlindagjöldum, hækkun fjármagnstekjuskatts og kolefnisgjalds, tekjutengdum auðlindaskatti, afnámi samnýtingar skattþrepa og hertu skatteftirliti. Miðflokkurinn leggur til að bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs aukist um tæpa 4,7 milljarða. Flokkurinn leggur meðal annars til að tekjur af tryggingargjaldi lækki um tvo milljarða og að 800 milljónir verði veittar til hjúkrunarheimila í vanda. Þá leggur flokkurinn til að lóð Landsbankans á Hafnartorgi verði seld sem myndi skila tveimur milljörðum og að ráðuneytin hagræði í rekstri sínum fyrir rúman milljarð. Píratar leggja til að öll útgjöld sem tengjast kirkjunni og lífsskoðunarfélögum verði skorin niður fyrir utan það sem viðkemur embætti biskups, sökum ákvæða stjórnarskrár. Persónuafsláttur myndi hækka um sömu upphæð og niðurfelling sóknargjalda. Einnig leggur flokkurinn til að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út óháð tekjum sem myndi kosta um 10,5 milljarða. Þá er lagt til að 7,4 milljörðum verði varið í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Flokkur fólksins leggur til að framlög vegna örorkulífeyris hækki um tíu milljarða til að bæta kjör öryrkja enda hafi lífeyrir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár. Í breytingartillögu flokksins er einnig lagt til að aukið fjármagn fari til löggæslu, sjúkrahúsa og dvalarheimila. Flokkurinn bendir á að hægt væri að fjármagna þessi auknu útgjöld með því að skattleggja greiðslur í lífeyrissjóði við innlögn en ekki við útgreiðslu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira