Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Heimir Már Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. nóvember 2019 16:56 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, við ólöglega starfsemi. Því þurfi Kristján ekki að íhuga sína stöðu innan ríkisstjórnarinnar að mati Bjarna. Í fréttaskýringaþættinum Kveiki í gær kom fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefði kynnt Kristján fyrir háttsettum mönnum sem þáðu greiðslur frá Samherja. Jóhannes Stefánsson, aðaluppljóstrarinn í málinu, segir í samtali við Stundina að Þorsteinn Már hefði kynnt Kristján sem sinn mann í ríkisstjórninni. Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði verið staddur í höfuðstöðvum Samherja árið 2014 fyrir tilviljun. Fundurinn hafi verið persónulegs eðlis og þá segist hann ekkert hafa vitað af viðskiptunum sem Kveikur, Stundin, Al Jazeera og WikiLeaks afhjúpuðu í gærkvöldi. Samherji er í aðalhlutverki málsins og er félagið sakað um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu í þeim tilgangi að tryggja sér kvóta þar í landi.Þú hefur sjálfur verið nefndur áður í tengslum við aflandssviðskipti – sýnir þetta ekki að það er ekki boðlegt að vera að stunda viðskipti í aflandsfélögum til að losna undan eftirliti, sköttum og annað í sínu heimaríki? „Ég ætla ekki að skrifa upp á það að ég hafi verið að gera neitt slíkt. Þar skilur á milli þeirra sem gera grein fyrir sínum hlutum og þeirra sem nota aflandsfélög til að skjóta sér undan sköttum og að sjálfsögðu erum við að berjast gegn slíku með öllum tiltækum ráðum. Þar sem við komumst á snoðir um það að menn séu að nýta sér skattaskjól, einhverjar flóknar fyrirtækjafléttur, til þess að skjóta sér undan skattgreiðslum, þar ætlum við að elta menn, við ætlum að ákæra þá og vonast til þess að þeir verði dæmdir sekir um slíkt brot,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Málið sé í alla staði dapurlegt Bjarni segir að Samherjamálið sé í alla staði afskaplega dapurlegt. „Bæði vísbendingar um mútugreiðslur, skattaundanskot og sömuleiðis ástandið í landi þar sem við höfum átt samstarf um þróunaraðstoð. Að sjá illa farið með auðlind á sama tíma og margir búa við bág kjör, það er margt mjög dapurlegt við þetta,“ segir Bjarni. Það sem öllu skiptir að mati Bjarna sé að Íslendingar séu vel í stakk búnir til að taka á málum sem þessum. „Og rannsaka þau og, eftir atvikum, ákæra í slíkum málum og við erum með dómstóla sem dæma um lögbrot þegar það á við og þess vegna tel ég, að því marki sem okkur ber að tryggja að málin rati í réttan farveg, að þá séu þau á þessum tímapunkti á réttum stað.“ Of snemmt að segja til um orðsporshnekki Aðspurður hvort málið sé áfall fyrir orðspor íslensks sjávarútvegs og viðskiptalífs á alþjóðavettvangi segir Bjarni. „Ég myndi kannski segja fyrir fyrirtækið númer eitt, það er auðvitað hætta á því að það smitist yfir á íslenskan sjávarútveg en íslenskur sjávarútvegur, sem stundaður er hér á Íslandi, nýtur mjög góðs orðspors og þetta er auðvitað slæmt inn í það samhengi hlutanna. Ég held það sé nú allt of snemmt að segja að íslenskur sjávarútvegur til lengri tíma muni bíða einhverra orðsporshnekki vegna þessa en augljóslega verður fyrirtækið að svara fyrir það sem þarna er á seyði og bera ábyrgð á því,“ segir Bjarni. Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Láta styrkina frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn ætli að nýta fjármunina frá Samherja til að styrkja góðgerðarsamtök í Namibíu. 13. nóvember 2019 14:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, við ólöglega starfsemi. Því þurfi Kristján ekki að íhuga sína stöðu innan ríkisstjórnarinnar að mati Bjarna. Í fréttaskýringaþættinum Kveiki í gær kom fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefði kynnt Kristján fyrir háttsettum mönnum sem þáðu greiðslur frá Samherja. Jóhannes Stefánsson, aðaluppljóstrarinn í málinu, segir í samtali við Stundina að Þorsteinn Már hefði kynnt Kristján sem sinn mann í ríkisstjórninni. Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði verið staddur í höfuðstöðvum Samherja árið 2014 fyrir tilviljun. Fundurinn hafi verið persónulegs eðlis og þá segist hann ekkert hafa vitað af viðskiptunum sem Kveikur, Stundin, Al Jazeera og WikiLeaks afhjúpuðu í gærkvöldi. Samherji er í aðalhlutverki málsins og er félagið sakað um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu í þeim tilgangi að tryggja sér kvóta þar í landi.Þú hefur sjálfur verið nefndur áður í tengslum við aflandssviðskipti – sýnir þetta ekki að það er ekki boðlegt að vera að stunda viðskipti í aflandsfélögum til að losna undan eftirliti, sköttum og annað í sínu heimaríki? „Ég ætla ekki að skrifa upp á það að ég hafi verið að gera neitt slíkt. Þar skilur á milli þeirra sem gera grein fyrir sínum hlutum og þeirra sem nota aflandsfélög til að skjóta sér undan sköttum og að sjálfsögðu erum við að berjast gegn slíku með öllum tiltækum ráðum. Þar sem við komumst á snoðir um það að menn séu að nýta sér skattaskjól, einhverjar flóknar fyrirtækjafléttur, til þess að skjóta sér undan skattgreiðslum, þar ætlum við að elta menn, við ætlum að ákæra þá og vonast til þess að þeir verði dæmdir sekir um slíkt brot,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Málið sé í alla staði dapurlegt Bjarni segir að Samherjamálið sé í alla staði afskaplega dapurlegt. „Bæði vísbendingar um mútugreiðslur, skattaundanskot og sömuleiðis ástandið í landi þar sem við höfum átt samstarf um þróunaraðstoð. Að sjá illa farið með auðlind á sama tíma og margir búa við bág kjör, það er margt mjög dapurlegt við þetta,“ segir Bjarni. Það sem öllu skiptir að mati Bjarna sé að Íslendingar séu vel í stakk búnir til að taka á málum sem þessum. „Og rannsaka þau og, eftir atvikum, ákæra í slíkum málum og við erum með dómstóla sem dæma um lögbrot þegar það á við og þess vegna tel ég, að því marki sem okkur ber að tryggja að málin rati í réttan farveg, að þá séu þau á þessum tímapunkti á réttum stað.“ Of snemmt að segja til um orðsporshnekki Aðspurður hvort málið sé áfall fyrir orðspor íslensks sjávarútvegs og viðskiptalífs á alþjóðavettvangi segir Bjarni. „Ég myndi kannski segja fyrir fyrirtækið númer eitt, það er auðvitað hætta á því að það smitist yfir á íslenskan sjávarútveg en íslenskur sjávarútvegur, sem stundaður er hér á Íslandi, nýtur mjög góðs orðspors og þetta er auðvitað slæmt inn í það samhengi hlutanna. Ég held það sé nú allt of snemmt að segja að íslenskur sjávarútvegur til lengri tíma muni bíða einhverra orðsporshnekki vegna þessa en augljóslega verður fyrirtækið að svara fyrir það sem þarna er á seyði og bera ábyrgð á því,“ segir Bjarni.
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Láta styrkina frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn ætli að nýta fjármunina frá Samherja til að styrkja góðgerðarsamtök í Namibíu. 13. nóvember 2019 14:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Láta styrkina frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn ætli að nýta fjármunina frá Samherja til að styrkja góðgerðarsamtök í Namibíu. 13. nóvember 2019 14:20