Gylfi vill sjá nýja menn nýta tækifærið sem þeir fá gegn Tyrkjum Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson er með fyrirliðabandið í forföllum Arons Einars Gunnarssonar. Getty/Anthony Dibon Íslenska karlalandsliðið verður án tveggja lykilmanna í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum annað kvöld en eins og allir vita þá eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson báðir frá vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson leggur áherslu á það að þeir leikmenn sem kom inn í liðið fyrir þá Aron Einar og Jóhann Berg þurfi að líta á þetta sem frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá að sýna að þeir eigi skilið sitt sæti í liðinu. Þetta er frábær leikur að koma inn því það er mikil stemmning og mikil læti á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir þá að fá tækifæri núna og vonandi að þeir nýti sér það,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fékk minni tíma til að undirbúa sig en áður en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Flestir af okkur hafa verið saman í mörg mörg ár. Þótt við spilum á fimmtudegi eða föstudegi þá skiptir það litlu máli. Við erum ekki að breyta neinu þannig séð því þetta eru sömu hlutir og við höfum gert, síðustu fimm, sex, sjö ár. Ég held að það hafi engin áhrif á okkur,“ sagði Gylfi. Það leynir sér samt ekki að mikilvægi þeirra Arons Einars og Jóhanns Berg er mikið. Íslenska liðið hefur nefnilega unnið alla þrjá leiki sína í þessari undankeppni þar sem þeir hafa báðir verið með.Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem Aron Einar og Jóhann Berg hafa báðir byrjað: 2-0 sigur á Andorra (úti) 1-0 sigur á Albaníu (heima) 2-1 sigur á Tyrklandi (heima)Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem það hefur vantað annan eða báða: 4-0 tap fyrir Frakklandi (úti) 3-0 sigur á Moldóvu (heima) 4-2 tap fyrir Albaníu (úti) 1-0 tap fyrir Frakklandi (heima) 2-0 sigur á Andorra (heima) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið verður án tveggja lykilmanna í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum annað kvöld en eins og allir vita þá eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson báðir frá vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson leggur áherslu á það að þeir leikmenn sem kom inn í liðið fyrir þá Aron Einar og Jóhann Berg þurfi að líta á þetta sem frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá að sýna að þeir eigi skilið sitt sæti í liðinu. Þetta er frábær leikur að koma inn því það er mikil stemmning og mikil læti á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir þá að fá tækifæri núna og vonandi að þeir nýti sér það,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fékk minni tíma til að undirbúa sig en áður en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Flestir af okkur hafa verið saman í mörg mörg ár. Þótt við spilum á fimmtudegi eða föstudegi þá skiptir það litlu máli. Við erum ekki að breyta neinu þannig séð því þetta eru sömu hlutir og við höfum gert, síðustu fimm, sex, sjö ár. Ég held að það hafi engin áhrif á okkur,“ sagði Gylfi. Það leynir sér samt ekki að mikilvægi þeirra Arons Einars og Jóhanns Berg er mikið. Íslenska liðið hefur nefnilega unnið alla þrjá leiki sína í þessari undankeppni þar sem þeir hafa báðir verið með.Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem Aron Einar og Jóhann Berg hafa báðir byrjað: 2-0 sigur á Andorra (úti) 1-0 sigur á Albaníu (heima) 2-1 sigur á Tyrklandi (heima)Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem það hefur vantað annan eða báða: 4-0 tap fyrir Frakklandi (úti) 3-0 sigur á Moldóvu (heima) 4-2 tap fyrir Albaníu (úti) 1-0 tap fyrir Frakklandi (heima) 2-0 sigur á Andorra (heima)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Sjá meira