Óttast afbrigði farsóttar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. nóvember 2019 07:00 Tilfellin komu upp í hinni dreifbyggðu Innri-Mongólíu. Vísir/getty Heilbrigðisyfirvöld í Kína reyna nú að hefta útbreiðslu af brigðis svartadauða sem uppgötvast hefur í héraðinu InnriMongólíu. Vitað er um tvær manneskjur sem sýkst hafa af veikinni og er þeim nú haldið í einangrun. Innri-Mongólía er mjög dreif býlt svæði, það er að segja á kínverskan mælikvarða, í norðurhluta landsins. Á þriðjudag kom fólkið til höfuðborgarinnar Peking og leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Þar voru þau greind með veikina. Sjúkdómurinn sem bakterían Yersinia pestis veldur, þekktur undir nafninu svartidauði, hefur reglulega gengið yfir heimsbyggðina í faröldrum. Sá þekktasti var í Asíu og Evrópu um miðja 14. öld og olli dauða allt að 200 milljóna manna. Hálfri öld síðar geisaði faraldur hér á íslandi. Svartidauði er enn þá til og á sjöunda hundrað tilfelli koma upp á hverju ári, þá helst í Afríku sunnan Sahara, og leiða til meira en hundrað dauðsfalla. Þetta eru hins vegar af brigði af pestinni sem leggjast á eitla líkamans eða í formi blóðsýkingar. Tilfellin í Kína eru lungnasýking sem er mun hættulegri því hún berst ekki með snertingu heldur í gegnum öndunarfærin. Þar sem svartidauði er bakteríusýking er hægt að lækna veikina með sýklalyfjum. En hún er hraðvirk og ef ekkert er að gert leiðir hún nær undantekningarlaust til dauða á aðeins einum sólarhring. Þessi tegund svartadauða hefur áður komið upp, til dæmis í Kína. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (CDC) fylgjast grannt með ástandinu í Kína. CDC hefur gefið út yfirlýsingu til að róa fólk, þar sem segir að kínversk yfirvöld hafi rannsakað alla þá sem gætu hafa komist í kynni við fólkið á þessum stutta tíma. Þá hefur einnig verið gripið til sóttvarna á þeim svæðum og allir sem mælast með háan hita verða rannsakaðir. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mongólía Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Kína reyna nú að hefta útbreiðslu af brigðis svartadauða sem uppgötvast hefur í héraðinu InnriMongólíu. Vitað er um tvær manneskjur sem sýkst hafa af veikinni og er þeim nú haldið í einangrun. Innri-Mongólía er mjög dreif býlt svæði, það er að segja á kínverskan mælikvarða, í norðurhluta landsins. Á þriðjudag kom fólkið til höfuðborgarinnar Peking og leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Þar voru þau greind með veikina. Sjúkdómurinn sem bakterían Yersinia pestis veldur, þekktur undir nafninu svartidauði, hefur reglulega gengið yfir heimsbyggðina í faröldrum. Sá þekktasti var í Asíu og Evrópu um miðja 14. öld og olli dauða allt að 200 milljóna manna. Hálfri öld síðar geisaði faraldur hér á íslandi. Svartidauði er enn þá til og á sjöunda hundrað tilfelli koma upp á hverju ári, þá helst í Afríku sunnan Sahara, og leiða til meira en hundrað dauðsfalla. Þetta eru hins vegar af brigði af pestinni sem leggjast á eitla líkamans eða í formi blóðsýkingar. Tilfellin í Kína eru lungnasýking sem er mun hættulegri því hún berst ekki með snertingu heldur í gegnum öndunarfærin. Þar sem svartidauði er bakteríusýking er hægt að lækna veikina með sýklalyfjum. En hún er hraðvirk og ef ekkert er að gert leiðir hún nær undantekningarlaust til dauða á aðeins einum sólarhring. Þessi tegund svartadauða hefur áður komið upp, til dæmis í Kína. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (CDC) fylgjast grannt með ástandinu í Kína. CDC hefur gefið út yfirlýsingu til að róa fólk, þar sem segir að kínversk yfirvöld hafi rannsakað alla þá sem gætu hafa komist í kynni við fólkið á þessum stutta tíma. Þá hefur einnig verið gripið til sóttvarna á þeim svæðum og allir sem mælast með háan hita verða rannsakaðir.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mongólía Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira