Björgólfur Jóhannsson í leyfi hjá Íslandsstofu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2019 16:15 Björgólfur Jóhansson (til vinstri) hefur tekið við sem forstjóri Samherja á meðan málið sem kennt er við Samherjaskjölin er til skoðunar. Hér er Björgólfur með fráfarandi forstjóranum Þorsteini Má Baldvinssyni, einum stærsta eiganda Samherja. Vísir/SigurjónÓ Björgólfur Jóhannsson, sem í morgun var tilkynnt um að tæki við stöðu forstjóra Samherja eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar, mun láta tímabundið af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. Þorsteinn Már stígur tímabundið til hliðar hjá Samherja þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir samkvæmt tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í morgun. Björgólfur hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Íslandsstofu síðan haustið 2018. Stofnunin hefur beinlínis það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir Ísland á erlendri grundu, „sem beinist að því að efla orðspor og ímynd Íslands erlendis, skapa áhuga á landinu sem áfangastað og auka eftirspurn eftir því sem íslenskt er,“ líkt og segir meðal annars í stefnulýsingu stofnunarinnar. Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að Björgólfur Jóhannsson hafi tilkynnt að hann muni tímabundið láta af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. „Hildur Árnadóttir er varaformaður stjórnar Íslandsstofu og hefur tekið við hlutverki formanns og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins, sem er varamaður í stjórn Íslandsstofu, mun taka sæti í stjórninni í fjarveru Björgólfs,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Forsætisráðherra hefur sagt að mál Samherja geti farið illa með orðspor Íslands.„Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðamennska á Íslandi Samherjaskjölin Vistaskipti Tengdar fréttir Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, sem í morgun var tilkynnt um að tæki við stöðu forstjóra Samherja eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar, mun láta tímabundið af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. Þorsteinn Már stígur tímabundið til hliðar hjá Samherja þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir samkvæmt tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í morgun. Björgólfur hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Íslandsstofu síðan haustið 2018. Stofnunin hefur beinlínis það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir Ísland á erlendri grundu, „sem beinist að því að efla orðspor og ímynd Íslands erlendis, skapa áhuga á landinu sem áfangastað og auka eftirspurn eftir því sem íslenskt er,“ líkt og segir meðal annars í stefnulýsingu stofnunarinnar. Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að Björgólfur Jóhannsson hafi tilkynnt að hann muni tímabundið láta af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. „Hildur Árnadóttir er varaformaður stjórnar Íslandsstofu og hefur tekið við hlutverki formanns og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins, sem er varamaður í stjórn Íslandsstofu, mun taka sæti í stjórninni í fjarveru Björgólfs,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Forsætisráðherra hefur sagt að mál Samherja geti farið illa með orðspor Íslands.„Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Samherjaskjölin Vistaskipti Tengdar fréttir Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun