
Essin þrjú: Shakira, Samherji og spilling
Ég gleymdi stað og stund. Æskuárin í herberginu mínu á Boðagranda blossuðu upp í kollinn, ég að syngja spænskan texta, sem fylgdi með Þvottaþjónustu disk hennar Shakiru (e. Laundry Service) árið 2001, fjölskyldu minni til mikillar skemmtunar. 14 ára strákur í mútum að syngja á tungumáli sem hann talar ekki, við lög sem sungin eru af söngkonu með afar sérstakan söngstíl. Guð blessi þau foreldra mína og systkini.
Þetta voru samt ég og Shakira saman að þroskast og tjá texta um ástir, biturleika og framtíðina. Þarna var ég aftur staddur í huganum í Bíó Paradís og rifjaði upp æskudrauma.
Á bakvið tjöldin á tónleikunum var ýmislegt sýnt og sagt. Eitt sagði Shakira í tengslum við Barefoot Foundation sem hún kom á laggirnar sem sló mig og henti mér aftur í íslenskan veruleika. Hún segir eitthvað á þennan veg: Við mannfólkið erum öll á sömu vegferð að berjast fyrir lífsviðurværi hér á jörðinni. Ef þeir sem eiga, gefa ekki til baka hver er þá tilgangurinn með okkur? Þeir sem eiga mikið verða að gefa mikið.
Við að heyra þessi orð Shakiru fór hugur minn til baka til Íslands í dag. Ég var nýbúinn að lesa mér til um allt það sem hin svokölluðu Samherjaskjöl fjölluðu um. Þetta stóð upp úr í kollinum á mér: Mútur, lögbrot, græðgi, fjársvik og í raun svipting velferðar heillar þjóðar og þeirra „lífsglöðu letingja” sem þar búa, eins og einn Samherjamanna komst að orði.
Hér var heimsfræg kona að tala um hve tilgangslaust það sé að eiga mikið án þess að gefa það til baka á einhvern hátt. Á meðan voru ríkir karlmenn á Íslandi að klekkja á heilli þjóð til að komast yfir auðlindir þegna hennar og græða á tá og fingri. Deila auðvitað aðeins á milli sín hagnaðinum. Þannig að þeir sem mikið eiga fái nú pottþétt meira.
Tilgangurinn?
Ég get ekki séð hann. Af hverju var þessi „viðskipta”leið valin? Ég myndi gjarnan vilja skilja það því ég held að enginn einstaklingur með hreina samvisku geri það. ,,Spilling er landlæg í þróunarlöndunum, sem er oftast helsta orsök fátæktar þar.” Þetta er ein athugasemd sem meðlimur Sjálfstæðisflokksins kemur fram með. Gott og vel, mögulega er eitthvað til í því. En þýðir það þá að íslenskt/alþjóðlegt fyrirtæki eigi að taka þátt í svo spilltu kerfi í viðskiptum sínum í þessum löndum? Og segja svo bara: Já svona virkar þetta bara í „hinum þriðja heimi”.
Af hverju vilja þeir ofurríku alltaf meira? Hvað er fólk að gera við allan þennan auð á meðan aðrir þjóðfélagsþegnar glíma við lífið almennt og heilbrigðiskerfið okkar er ennþá bogið? Ég er hvorki mikill stjórnmálamaður né viðskiptamaður og skil eflaust ekki margt sem spilar inn í hvernig alþjóðlegum viðskiptasamningum er háttað. Ef leikreglurnar eru hins vegar svona ósvífnar í þeim geira og stuðla jafnvel gegn velferð fólks þá segi ég allavega pass í bili.
Ég vil þá heldur búa í bíósal Bíó Paradís með Shakiru og hugmyndum um að skapa, gefa og þiggja og koma aftur út þegar eitthvað jafnvægi hefur myndast í samfélaginu - og nei ég mun ekki halda í mér andanum þangað til það gerist.
Skoðun

Íþróttir eru lykilinn
Willum Þór Þórsson skrifar

Framtíð safna í ferðaþjónustu
Guðrún D. Whitehead skrifar

Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp?
Einar Baldvin Árnason skrifar

Að skapa framtíð úr fortíð
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Tími til umbóta í byggingareftirliti
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Stærð er ekki mæld í sentimetrum
Sigmar Guðmundsson skrifar

Áður en íslenskan leysist upp
Gamithra Marga skrifar

Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra?
Tómas Ellert Tómasson skrifar

Hverjum þjónar nýsköpunin?
Halldóra Mogensen skrifar

Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur
Eden Frost Kjartansbur skrifar

Þegar ríkið fer á sjóinn
Svanur Guðmundsson skrifar

Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar
Guðbjörg Pálsdóttir skrifar

Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga
Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar

Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Í lífshættu eftir ofbeldi
Jokka G Birnudóttir skrifar

Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra?
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni
Auður Kjartansdóttir skrifar

Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi
Ingvar Stefánsson skrifar

Raddir fanga
Helgi Gunnlaugsson skrifar

Kann Jón Steindór ekki að reikna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lífið sem var – á Gaza
Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar