Essin þrjú: Shakira, Samherji og spilling Friðrik Agni Árnason skrifar 16. nóvember 2019 09:00 Í miðri Samherja umfjöllun, enn eitt stórmálið sem virðist byggja á siðblindu og spillingu fólks á þessu annars ágæta móðurlandi var ég staddur á bíótónleikum með kólumbíska söng/dans/velferðarsinnanum Shakiru. Ég gleymdi stað og stund. Æskuárin í herberginu mínu á Boðagranda blossuðu upp í kollinn, ég að syngja spænskan texta, sem fylgdi með Þvottaþjónustu disk hennar Shakiru (e. Laundry Service) árið 2001, fjölskyldu minni til mikillar skemmtunar. 14 ára strákur í mútum að syngja á tungumáli sem hann talar ekki, við lög sem sungin eru af söngkonu með afar sérstakan söngstíl. Guð blessi þau foreldra mína og systkini. Þetta voru samt ég og Shakira saman að þroskast og tjá texta um ástir, biturleika og framtíðina. Þarna var ég aftur staddur í huganum í Bíó Paradís og rifjaði upp æskudrauma. Á bakvið tjöldin á tónleikunum var ýmislegt sýnt og sagt. Eitt sagði Shakira í tengslum við Barefoot Foundation sem hún kom á laggirnar sem sló mig og henti mér aftur í íslenskan veruleika. Hún segir eitthvað á þennan veg: Við mannfólkið erum öll á sömu vegferð að berjast fyrir lífsviðurværi hér á jörðinni. Ef þeir sem eiga, gefa ekki til baka hver er þá tilgangurinn með okkur? Þeir sem eiga mikið verða að gefa mikið. Við að heyra þessi orð Shakiru fór hugur minn til baka til Íslands í dag. Ég var nýbúinn að lesa mér til um allt það sem hin svokölluðu Samherjaskjöl fjölluðu um. Þetta stóð upp úr í kollinum á mér: Mútur, lögbrot, græðgi, fjársvik og í raun svipting velferðar heillar þjóðar og þeirra „lífsglöðu letingja” sem þar búa, eins og einn Samherjamanna komst að orði. Hér var heimsfræg kona að tala um hve tilgangslaust það sé að eiga mikið án þess að gefa það til baka á einhvern hátt. Á meðan voru ríkir karlmenn á Íslandi að klekkja á heilli þjóð til að komast yfir auðlindir þegna hennar og græða á tá og fingri. Deila auðvitað aðeins á milli sín hagnaðinum. Þannig að þeir sem mikið eiga fái nú pottþétt meira. Tilgangurinn? Ég get ekki séð hann. Af hverju var þessi „viðskipta”leið valin? Ég myndi gjarnan vilja skilja það því ég held að enginn einstaklingur með hreina samvisku geri það. ,,Spilling er landlæg í þróunarlöndunum, sem er oftast helsta orsök fátæktar þar.” Þetta er ein athugasemd sem meðlimur Sjálfstæðisflokksins kemur fram með. Gott og vel, mögulega er eitthvað til í því. En þýðir það þá að íslenskt/alþjóðlegt fyrirtæki eigi að taka þátt í svo spilltu kerfi í viðskiptum sínum í þessum löndum? Og segja svo bara: Já svona virkar þetta bara í „hinum þriðja heimi”. Af hverju vilja þeir ofurríku alltaf meira? Hvað er fólk að gera við allan þennan auð á meðan aðrir þjóðfélagsþegnar glíma við lífið almennt og heilbrigðiskerfið okkar er ennþá bogið? Ég er hvorki mikill stjórnmálamaður né viðskiptamaður og skil eflaust ekki margt sem spilar inn í hvernig alþjóðlegum viðskiptasamningum er háttað. Ef leikreglurnar eru hins vegar svona ósvífnar í þeim geira og stuðla jafnvel gegn velferð fólks þá segi ég allavega pass í bili. Ég vil þá heldur búa í bíósal Bíó Paradís með Shakiru og hugmyndum um að skapa, gefa og þiggja og koma aftur út þegar eitthvað jafnvægi hefur myndast í samfélaginu - og nei ég mun ekki halda í mér andanum þangað til það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í miðri Samherja umfjöllun, enn eitt stórmálið sem virðist byggja á siðblindu og spillingu fólks á þessu annars ágæta móðurlandi var ég staddur á bíótónleikum með kólumbíska söng/dans/velferðarsinnanum Shakiru. Ég gleymdi stað og stund. Æskuárin í herberginu mínu á Boðagranda blossuðu upp í kollinn, ég að syngja spænskan texta, sem fylgdi með Þvottaþjónustu disk hennar Shakiru (e. Laundry Service) árið 2001, fjölskyldu minni til mikillar skemmtunar. 14 ára strákur í mútum að syngja á tungumáli sem hann talar ekki, við lög sem sungin eru af söngkonu með afar sérstakan söngstíl. Guð blessi þau foreldra mína og systkini. Þetta voru samt ég og Shakira saman að þroskast og tjá texta um ástir, biturleika og framtíðina. Þarna var ég aftur staddur í huganum í Bíó Paradís og rifjaði upp æskudrauma. Á bakvið tjöldin á tónleikunum var ýmislegt sýnt og sagt. Eitt sagði Shakira í tengslum við Barefoot Foundation sem hún kom á laggirnar sem sló mig og henti mér aftur í íslenskan veruleika. Hún segir eitthvað á þennan veg: Við mannfólkið erum öll á sömu vegferð að berjast fyrir lífsviðurværi hér á jörðinni. Ef þeir sem eiga, gefa ekki til baka hver er þá tilgangurinn með okkur? Þeir sem eiga mikið verða að gefa mikið. Við að heyra þessi orð Shakiru fór hugur minn til baka til Íslands í dag. Ég var nýbúinn að lesa mér til um allt það sem hin svokölluðu Samherjaskjöl fjölluðu um. Þetta stóð upp úr í kollinum á mér: Mútur, lögbrot, græðgi, fjársvik og í raun svipting velferðar heillar þjóðar og þeirra „lífsglöðu letingja” sem þar búa, eins og einn Samherjamanna komst að orði. Hér var heimsfræg kona að tala um hve tilgangslaust það sé að eiga mikið án þess að gefa það til baka á einhvern hátt. Á meðan voru ríkir karlmenn á Íslandi að klekkja á heilli þjóð til að komast yfir auðlindir þegna hennar og græða á tá og fingri. Deila auðvitað aðeins á milli sín hagnaðinum. Þannig að þeir sem mikið eiga fái nú pottþétt meira. Tilgangurinn? Ég get ekki séð hann. Af hverju var þessi „viðskipta”leið valin? Ég myndi gjarnan vilja skilja það því ég held að enginn einstaklingur með hreina samvisku geri það. ,,Spilling er landlæg í þróunarlöndunum, sem er oftast helsta orsök fátæktar þar.” Þetta er ein athugasemd sem meðlimur Sjálfstæðisflokksins kemur fram með. Gott og vel, mögulega er eitthvað til í því. En þýðir það þá að íslenskt/alþjóðlegt fyrirtæki eigi að taka þátt í svo spilltu kerfi í viðskiptum sínum í þessum löndum? Og segja svo bara: Já svona virkar þetta bara í „hinum þriðja heimi”. Af hverju vilja þeir ofurríku alltaf meira? Hvað er fólk að gera við allan þennan auð á meðan aðrir þjóðfélagsþegnar glíma við lífið almennt og heilbrigðiskerfið okkar er ennþá bogið? Ég er hvorki mikill stjórnmálamaður né viðskiptamaður og skil eflaust ekki margt sem spilar inn í hvernig alþjóðlegum viðskiptasamningum er háttað. Ef leikreglurnar eru hins vegar svona ósvífnar í þeim geira og stuðla jafnvel gegn velferð fólks þá segi ég allavega pass í bili. Ég vil þá heldur búa í bíósal Bíó Paradís með Shakiru og hugmyndum um að skapa, gefa og þiggja og koma aftur út þegar eitthvað jafnvægi hefur myndast í samfélaginu - og nei ég mun ekki halda í mér andanum þangað til það gerist.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun