Fjármunir séu settir í að skapa hamingjusamari þjóð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 19:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók þátt í pallborðsumræðum. Þar mættust hagfræðin og heimspekint þegar siðferðisgildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu voru rædd. Siðferðileg gildi og forgangsröðun voru umræðuefni heilbrigðisþings í dag. Jafn réttur á heilbrigðisþjónustu, að þeir sem séu í brýnustu þörfinni gangi fyrir og gildin til að ákveða hverjir það ættu að vera. „Við erum, eins og öll heilbigðiskerfi, alltaf að ákveða hvernig við eigum að forgangsraða fé,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og bætir við að markmiðið sé alltaf að auka lífsgæði. „Þannig að við erum að horfa á að fjármunir séu settir í að við séum að skapa hamingjusamari þjóð.“Guðlaug Rakel sinnir forgangsröðun á hverjum degi enda er bráðamóttakan og þjónusta við eldri fólk á ábyrgð framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Landspítalavísir/egillTil þess að forgangsraða rétt þurfi að ræða hvaða gildi við viljum byggja á. „Til að mynda gildi eins og mannhelgi, jöfnuður og hagkvæmni. Virðing er gildið sem stóð upp úr í dag.“Þurfti að fara af þingi til að forgangsraða Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, þekkir vel ákvarðanir um forgangsröðun. Hún þurfti meira að segja að fara af þinginu í morgun vegna álags á bráðamóttöku, alvarleg umferðarslys urðu, til að mynda á Suðurlandsvegi þar sem fjórir bílar rákust saman. Beina þurfti fólki á heilsugæslu vegna anna á bráðamóttöku. Guðlaug Rakel segir að með virkri forgangsvinnu takist að breyta hugsun fólks. „Þetta er lært atferli, hvert maður á að fara. Ég held að flestum sé orðið ljóst að fyrsti viðkomustaður sé heilsugæslan nema um bráð veikindi sé að ræða,“ segir hún. Ekki var komist að niðurstöðu í dag enda segir ráðherra markmiðið vera að skapa samræður. Þær eru svo efniviður í þingsályktun ráðherra, um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu, sem lögð verður fyrir Alþingi á vormisseri. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Siðferðileg gildi og forgangsröðun voru umræðuefni heilbrigðisþings í dag. Jafn réttur á heilbrigðisþjónustu, að þeir sem séu í brýnustu þörfinni gangi fyrir og gildin til að ákveða hverjir það ættu að vera. „Við erum, eins og öll heilbigðiskerfi, alltaf að ákveða hvernig við eigum að forgangsraða fé,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og bætir við að markmiðið sé alltaf að auka lífsgæði. „Þannig að við erum að horfa á að fjármunir séu settir í að við séum að skapa hamingjusamari þjóð.“Guðlaug Rakel sinnir forgangsröðun á hverjum degi enda er bráðamóttakan og þjónusta við eldri fólk á ábyrgð framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Landspítalavísir/egillTil þess að forgangsraða rétt þurfi að ræða hvaða gildi við viljum byggja á. „Til að mynda gildi eins og mannhelgi, jöfnuður og hagkvæmni. Virðing er gildið sem stóð upp úr í dag.“Þurfti að fara af þingi til að forgangsraða Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, þekkir vel ákvarðanir um forgangsröðun. Hún þurfti meira að segja að fara af þinginu í morgun vegna álags á bráðamóttöku, alvarleg umferðarslys urðu, til að mynda á Suðurlandsvegi þar sem fjórir bílar rákust saman. Beina þurfti fólki á heilsugæslu vegna anna á bráðamóttöku. Guðlaug Rakel segir að með virkri forgangsvinnu takist að breyta hugsun fólks. „Þetta er lært atferli, hvert maður á að fara. Ég held að flestum sé orðið ljóst að fyrsti viðkomustaður sé heilsugæslan nema um bráð veikindi sé að ræða,“ segir hún. Ekki var komist að niðurstöðu í dag enda segir ráðherra markmiðið vera að skapa samræður. Þær eru svo efniviður í þingsályktun ráðherra, um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu, sem lögð verður fyrir Alþingi á vormisseri.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira