Bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 19:32 Rappsveitin Reykjavíkurdætur og Jón G. Friðjónsson prófessor voru heiðruð í dag á degi íslenskrar tungu. Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að kynna áform í þágu íslensku- og lestrarkennslu um mánaðamótin. Á glerhjúpi Hörpu birtist glóandi orðalistaverk síðdegis í dag að lokinni fjölbreyttri dagskrá í Gamla bíói í tilefni af degi íslenskrar tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitt prófessor Jóni G. Friðjónssyni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag hans til íslenskrar tungu. „Prófessor Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni um áratuga skeið, svo segja má að allflestir íslenskufræðingar og aðrir sem láta sig íslenska tungu einhverju varða þekki verk hans og hafi notið leiðsagnar hans á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jón segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar. „Íslensk tunga hún verður að þola breytingar á hverjum tíma,“ segir Jón. Þá fengu Reykjavíkurdætur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa náð að koma reynsluheimi ungs fólks í orð svo eftir sé tekið. „Við erum fullar af stolti og auðmjúkar og glaðar,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Mæður í hópnum segjast leggja mikið upp úr góðu íslenskuuppeldi. „Við lesum á hverjum degi og tölum bara íslensku og ekkert Youtube,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína segir rappið vera góða leið til að miðla íslenskri tungu. „Það er bara mjög sterk leið til að koma tungumálinu okkar á framfæri, sérstaklega erlendis því við spilum í rauninni bara þar,“ segir Þura Stína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir fagnaðarefni að ný rannsókn bendi til þess að lestur sé að aukast. „Lesturinn mun tryggja það að tungumálið okkar lifi,“ segir Lilja. Spurð hvort einhver áform séu fyrirhuguð af hálfu stjórnvalda til að bregðast við lakri lestrarkunnáttu í hópi drengja og meðal þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli segir Lilja svo vera. „Það eru mjög spennandi áform í þeim efnum og þau verða kynnt í byrjun desember,“ segir Lilja. Íslenska á tækniöld Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Rappsveitin Reykjavíkurdætur og Jón G. Friðjónsson prófessor voru heiðruð í dag á degi íslenskrar tungu. Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að kynna áform í þágu íslensku- og lestrarkennslu um mánaðamótin. Á glerhjúpi Hörpu birtist glóandi orðalistaverk síðdegis í dag að lokinni fjölbreyttri dagskrá í Gamla bíói í tilefni af degi íslenskrar tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitt prófessor Jóni G. Friðjónssyni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag hans til íslenskrar tungu. „Prófessor Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni um áratuga skeið, svo segja má að allflestir íslenskufræðingar og aðrir sem láta sig íslenska tungu einhverju varða þekki verk hans og hafi notið leiðsagnar hans á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jón segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar. „Íslensk tunga hún verður að þola breytingar á hverjum tíma,“ segir Jón. Þá fengu Reykjavíkurdætur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa náð að koma reynsluheimi ungs fólks í orð svo eftir sé tekið. „Við erum fullar af stolti og auðmjúkar og glaðar,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Mæður í hópnum segjast leggja mikið upp úr góðu íslenskuuppeldi. „Við lesum á hverjum degi og tölum bara íslensku og ekkert Youtube,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína segir rappið vera góða leið til að miðla íslenskri tungu. „Það er bara mjög sterk leið til að koma tungumálinu okkar á framfæri, sérstaklega erlendis því við spilum í rauninni bara þar,“ segir Þura Stína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir fagnaðarefni að ný rannsókn bendi til þess að lestur sé að aukast. „Lesturinn mun tryggja það að tungumálið okkar lifi,“ segir Lilja. Spurð hvort einhver áform séu fyrirhuguð af hálfu stjórnvalda til að bregðast við lakri lestrarkunnáttu í hópi drengja og meðal þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli segir Lilja svo vera. „Það eru mjög spennandi áform í þeim efnum og þau verða kynnt í byrjun desember,“ segir Lilja.
Íslenska á tækniöld Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira