Moldóvar á þriðja þjálfara í þessari undankeppni Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 14:45 Engin Firat tekur hringinn með sínum mönnum fyrir leikinn á móti Frökkum í París. Getty/Xavier Laine Eitt heitasta þjálfarasætið í boltanum virðist vera hjá næstu mótherjum Íslands í undankeppni EM. Ísland mætir Moldóvu í kvöld. Moldóvska knattspyrnusambandið hefur nefnilega skipt tvisvar sinnum um þjálfara landsliðsins síns síðan að undankeppni EM 2020 hófst í mars. Alexandru Spiridon var þjálfari landsliðs Moldóvu þegar undankeppni hófst í marsmánuði. Hann hafði verið þjálfari liðsins frá 2018 en var einnig landsliðsþjálfari á árinu 2001. Spiridon stýrði liðinu í fyrstu fjórum leikjunum þar á meðal í 1-0 sigri á Andorra en í þeim síðasta undir hans stjórn tapaði liðið 2-0 á útivelli á móti Albaníu. Það var ekki gengið sem felldi Alexandru Spiridon heldur varð hálfgerð uppreisn innan liðsins vegna óánægju með hans störf. Nokkrir leikmenn neituðu þannig að spila með landsliðinu á meðan hann var þjálfari. Moldóvar ákváðu þá að skipta um þjálfara. Úkraínumaðurinn Semen Altman stýrði landsliði Moldóvu í fyrsta sinn í tapinu á Laugardalsvellinum í júní en fékk síðan aðeins þrjá leiki til viðbótar. Semen Altman var rekinn eftir 4-0 tap á heimavelli á móti Albaníu 14. október síðastliðinn. Moldóvar höfðu tapað öllum fjórum leikjunun undir stjórn og markatalan í þeim var -12. Liðið náði ekki að skora eitt einasta mark ekki einu sinni í leiknum á móti Andorra sem tapaðist 1-0. Engin Firat fékk það verkefni að klára þessa undankeppnina og liðið stóð vel í Frökkum í fyrsta leik hans sem þjálfara. Moldóvar komust í 1-0 á móti Frökkum á Stade de France í Saint-Denis en heimsmeistararnir tryggðu sér nauman 2-1 sigur. Þessi fyrsti leikur liðsins undir stjórn Engin Firat var besti leikur liðsins í langan tíma og sýnir íslensku strákunum að moldóvska liðið er sýnd veiði en ekki gefin. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Eitt heitasta þjálfarasætið í boltanum virðist vera hjá næstu mótherjum Íslands í undankeppni EM. Ísland mætir Moldóvu í kvöld. Moldóvska knattspyrnusambandið hefur nefnilega skipt tvisvar sinnum um þjálfara landsliðsins síns síðan að undankeppni EM 2020 hófst í mars. Alexandru Spiridon var þjálfari landsliðs Moldóvu þegar undankeppni hófst í marsmánuði. Hann hafði verið þjálfari liðsins frá 2018 en var einnig landsliðsþjálfari á árinu 2001. Spiridon stýrði liðinu í fyrstu fjórum leikjunum þar á meðal í 1-0 sigri á Andorra en í þeim síðasta undir hans stjórn tapaði liðið 2-0 á útivelli á móti Albaníu. Það var ekki gengið sem felldi Alexandru Spiridon heldur varð hálfgerð uppreisn innan liðsins vegna óánægju með hans störf. Nokkrir leikmenn neituðu þannig að spila með landsliðinu á meðan hann var þjálfari. Moldóvar ákváðu þá að skipta um þjálfara. Úkraínumaðurinn Semen Altman stýrði landsliði Moldóvu í fyrsta sinn í tapinu á Laugardalsvellinum í júní en fékk síðan aðeins þrjá leiki til viðbótar. Semen Altman var rekinn eftir 4-0 tap á heimavelli á móti Albaníu 14. október síðastliðinn. Moldóvar höfðu tapað öllum fjórum leikjunun undir stjórn og markatalan í þeim var -12. Liðið náði ekki að skora eitt einasta mark ekki einu sinni í leiknum á móti Andorra sem tapaðist 1-0. Engin Firat fékk það verkefni að klára þessa undankeppnina og liðið stóð vel í Frökkum í fyrsta leik hans sem þjálfara. Moldóvar komust í 1-0 á móti Frökkum á Stade de France í Saint-Denis en heimsmeistararnir tryggðu sér nauman 2-1 sigur. Þessi fyrsti leikur liðsins undir stjórn Engin Firat var besti leikur liðsins í langan tíma og sýnir íslensku strákunum að moldóvska liðið er sýnd veiði en ekki gefin.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira