Fótbolti

Rekinn eftir 27-0 sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint vísir/getty
Þjálfari yngri flokka liðs á Ítalíu var rekinn eftir að hafa unnið 27-0 sigur.

Undir 18 ára lið Invictasauro mætti Marina Calcio í gær og fór svo að Invictasauro valtaði yfir andstæðinga sína.

Oftast er stórsigrum fagnað, en ekki í þetta skiptið því þjálfari liðsins, Massimiliano Riccini, var rekinn í kjölfarið.

Ástæðan var að forseta félagsins fannst svo stór sigur vera vanvirðing við andstæðinginn.

Marina Calcio var í miklum meiðslavandræðum fyrir leikinn og þurfti að stilla upp útivallarleikmanni í marki. Yfirmaður íþróttamála hjá Calcio kvartaði yfir því að Invictasauro hefði sýnt óvirðingu.

„Við erum orðlaus eftir að hafa heyrt að unglingalið okkar hafi unnið Marina Calcio 27-0 og sjáum mjög eftir þeim úrslitum,“ sagði forseti Invictasauro í tilkynnigu.

„Það á alltaf að sýna andstæðingnum virðingu og það gerðist ekki í dag. Sem forseti þá biðst ég afsöknar og tilkynni að forráðamenn félagsins ákváðu einróma að reka Riccini þjálfara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×