Karlmaður lést í vikunni vegna ofskammts af kókaíni í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2019 19:00 Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni í æð. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Maðurinn fannst meðvitundarlaus á gangi Hótel sögu síðustu helgi. Maðurinn, sem var langt leiddur fíkill, var ekki gestur hótelsins. Annar maður sem hafði verið með honum tilkynnti starfsmönnum hótelsins um ástand hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann lést í vikunni og er talið að rekja megi andlátið til þess að hann hafi fengið kókaíni í æð.Uppfært: Ingi Freyr Ágústsson, réttargæslumaður mannsins sem um ræðir, segir myndbandsupptöku af atvikinu sýna að hinn maðurinn hafi sprautað þann sem lést. Þar að auki hafi hann dregið að láta vita af manninum eftir að ljóst var að hann hafi fengið of stóran skammt. Fyrirsögn og frétt hefur verið breytt með tilliti til þessa.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk sprauti sig til með kókaíni í auknum mæliKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, staðfestir að mál af þessum toga hafi komið upp á hóteli í miðborginni. Eins og fjallað hefur verið um hefur kókaínneysla á Íslandi aukist mikið að undanförnu. Þar að auki er efnið sterkara og hreinna. Karl Steinar segir að lögregla merki breytingu í neyslumynstrinu, fólk sprauti sig til að mynda með efninu í auknum mæli.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að hlutfall þeirra sem sprauti vímuefnum í æð hafi aukist síðustu árValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi tekur í sama streng. „Í gegnum tíðina hefur þetta verið tekið í nefnið en fólk er líka að fikta við það að reykja kókaín og sprauta því í æð líka. Þannig það er breytt mynstur,“ segir Valgerður. Hlutfall þeirra sem spauti vímuefnum í æð hafi því miður aukist síðustu ár. 23 prósent sjúklinga á Vogi árið 2015 höfðu greinst með sprautufíkn eða 363 einstaklingar. Þeir voru orðnir 26 prósent í fyrra, eða 443 einstaklingar. Flestir sprauti örvandi vímuefnum í æð. „Það er amfetamín og síðan kókaín og það er orðin stærri hluti af þessum örvandi lyfjafíknarfaraldri hjá okkur síðustu árin,“ segir Valgerður. Það sé mikil lífshætta sem fylgi því að sprauta vímuefnum í æð. „Kókaínið getur valdið spasma í æðum og líkt eftir kransæðastíflu og valdið hjartsláttartruflunum. Það náttúrulega setur allt kerfið hratt af stað og er örvandi á líffærakerfið,“ segir Valgerður. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni í æð. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Maðurinn fannst meðvitundarlaus á gangi Hótel sögu síðustu helgi. Maðurinn, sem var langt leiddur fíkill, var ekki gestur hótelsins. Annar maður sem hafði verið með honum tilkynnti starfsmönnum hótelsins um ástand hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann lést í vikunni og er talið að rekja megi andlátið til þess að hann hafi fengið kókaíni í æð.Uppfært: Ingi Freyr Ágústsson, réttargæslumaður mannsins sem um ræðir, segir myndbandsupptöku af atvikinu sýna að hinn maðurinn hafi sprautað þann sem lést. Þar að auki hafi hann dregið að láta vita af manninum eftir að ljóst var að hann hafi fengið of stóran skammt. Fyrirsögn og frétt hefur verið breytt með tilliti til þessa.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk sprauti sig til með kókaíni í auknum mæliKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, staðfestir að mál af þessum toga hafi komið upp á hóteli í miðborginni. Eins og fjallað hefur verið um hefur kókaínneysla á Íslandi aukist mikið að undanförnu. Þar að auki er efnið sterkara og hreinna. Karl Steinar segir að lögregla merki breytingu í neyslumynstrinu, fólk sprauti sig til að mynda með efninu í auknum mæli.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að hlutfall þeirra sem sprauti vímuefnum í æð hafi aukist síðustu árValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi tekur í sama streng. „Í gegnum tíðina hefur þetta verið tekið í nefnið en fólk er líka að fikta við það að reykja kókaín og sprauta því í æð líka. Þannig það er breytt mynstur,“ segir Valgerður. Hlutfall þeirra sem spauti vímuefnum í æð hafi því miður aukist síðustu ár. 23 prósent sjúklinga á Vogi árið 2015 höfðu greinst með sprautufíkn eða 363 einstaklingar. Þeir voru orðnir 26 prósent í fyrra, eða 443 einstaklingar. Flestir sprauti örvandi vímuefnum í æð. „Það er amfetamín og síðan kókaín og það er orðin stærri hluti af þessum örvandi lyfjafíknarfaraldri hjá okkur síðustu árin,“ segir Valgerður. Það sé mikil lífshætta sem fylgi því að sprauta vímuefnum í æð. „Kókaínið getur valdið spasma í æðum og líkt eftir kransæðastíflu og valdið hjartsláttartruflunum. Það náttúrulega setur allt kerfið hratt af stað og er örvandi á líffærakerfið,“ segir Valgerður.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira