Hamrén gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Tyrklandi á fimmtudaginn. Arnór Sigurðsson, Mikael Neville Anderson og Sverrir Ingi Ingason koma inn fyrir Alfreð Finnbogason, Arnór Ingva Traustason og Kára Árnason.
Líkt og gegn Tyrklandi stillir Hamrén upp í leikkerfið 4-4-2. Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson eru saman í fremstu víglínu.
Mikael er í byrjunarliði Íslendinga í fyrsta sinn í keppnisleik. Hann kom inn á sem varamaður gegn Tyrkjum líkt og Arnór.
Ísland á ekki lengur möguleika á að komast beint á EM 2020 en er öruggt með sæti í umspili í mars á næsta ári.
Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan.
This is how we start our @UEFAEURO qualifier against Moldova!#fyririslandpic.twitter.com/wVf6ENxe82
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 17, 2019
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson
Miðverðir: Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason
Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson
Miðjumenn: Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson (fyrirliði)
Vinstri kantmaður: Mikael Neville Anderson
Framherjar: Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson