Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Íþróttadeild skrifar 17. nóvember 2019 21:30 Birkir var maður leiksins í Moldóvu. vísir/getty Ísland vann Moldóvu, 1-2, í Kísenev í lokaleik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með 19 stig. Íslenska liðið fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjum Ísland mætir í undanúrslitum umspilsins. Birkir Bjarnason, besti maður vallarins, kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikael Neville Anderson. Staðan var 0-1 í hálfleik, Íslendingum í vil. Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands. Hann klúðraði svo vítaspyrnu á 78. mínútu. Eins og áður sagði var Birkir bestur á vellinum. Mikael og Gylfi áttu einnig góðan leik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Moldóvar áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem Hannes greip af öryggi. Gat ekkert gert í markinu sem Milinceanu skoraði.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Gaf Sergiu Platica alltof mikinn tíma á vinstri kantinum, m.a. í markinu. Bauð upp á lítið í sókninni.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Vonbrigðaframmistaða hjá Sverri. Frekar óöruggur og illa staðsettur í markinu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Las leikinn vel og lék vel í fyrri hálfleik. Ekki nógu góður í þeim seinni og leit ekki vel út í dauðafærinu sem Vitalie Damascan fékk. Hefði líka getað gert betur í markinu.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Allar bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleik komu upp vinstri kantinn. Fékk mikinn tíma og pláss og nýtti það að mestu vel. Átti stóran þátt í fyrsta markinu. Minna áberandi í seinni hálfleik.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 6 Var lítið í boltanum eins og gegn Tyrklandi en gerði vel í sigurmarkinu og fiskaði vítið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Skoraði sigurmarkið og hefði hæglega geta skorað fleiri mörk. Klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Átti nokkrar hættulegar tilraunir eftir það.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Skoraði og átti skot í slá og stöng. Var allt í öllu í íslenska liðinu meðan hann var inni á miðjunni. Færði sig út á vinstri kantinn eftir að Mikael fór af velli. Frábær í síðustu fjórum leikjunum í undankeppninni.Mikael Neville Anderson, vinstri kantmaður 7 Lagði upp markið fyrir Birki. Líflegur, vel spilandi og flinkur leikmaður. Fékk að finna fyrir því og þurfti á endanum að fara meiddur af velli.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Nokkrir kröftugir sprettir en ekki ógnandi upp við markið. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Átti þátt í öðru markinu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 5 Fór meiddur af velli á 29. mínútu. Hafði lítið gert fram að því.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson - 5 (Kom inn fyrir Kolbein á 29. mínútu) Komst í dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á en Alexei Koselev varði skot hans. Fyrirgjöf hans skapaði sigurmarkið.Samúel Kári Friðjónsson - 6 (Kom inn fyrir Mikael á 55. mínútu) Moldóva jafnaði skömmu eftir að Samúel kom inn á. Jafnaði sig fljótt á því og lét boltann ganga vel.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Birki á 87. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Ísland vann Moldóvu, 1-2, í Kísenev í lokaleik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með 19 stig. Íslenska liðið fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjum Ísland mætir í undanúrslitum umspilsins. Birkir Bjarnason, besti maður vallarins, kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikael Neville Anderson. Staðan var 0-1 í hálfleik, Íslendingum í vil. Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands. Hann klúðraði svo vítaspyrnu á 78. mínútu. Eins og áður sagði var Birkir bestur á vellinum. Mikael og Gylfi áttu einnig góðan leik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Moldóvar áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem Hannes greip af öryggi. Gat ekkert gert í markinu sem Milinceanu skoraði.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Gaf Sergiu Platica alltof mikinn tíma á vinstri kantinum, m.a. í markinu. Bauð upp á lítið í sókninni.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Vonbrigðaframmistaða hjá Sverri. Frekar óöruggur og illa staðsettur í markinu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Las leikinn vel og lék vel í fyrri hálfleik. Ekki nógu góður í þeim seinni og leit ekki vel út í dauðafærinu sem Vitalie Damascan fékk. Hefði líka getað gert betur í markinu.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Allar bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleik komu upp vinstri kantinn. Fékk mikinn tíma og pláss og nýtti það að mestu vel. Átti stóran þátt í fyrsta markinu. Minna áberandi í seinni hálfleik.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 6 Var lítið í boltanum eins og gegn Tyrklandi en gerði vel í sigurmarkinu og fiskaði vítið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Skoraði sigurmarkið og hefði hæglega geta skorað fleiri mörk. Klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Átti nokkrar hættulegar tilraunir eftir það.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Skoraði og átti skot í slá og stöng. Var allt í öllu í íslenska liðinu meðan hann var inni á miðjunni. Færði sig út á vinstri kantinn eftir að Mikael fór af velli. Frábær í síðustu fjórum leikjunum í undankeppninni.Mikael Neville Anderson, vinstri kantmaður 7 Lagði upp markið fyrir Birki. Líflegur, vel spilandi og flinkur leikmaður. Fékk að finna fyrir því og þurfti á endanum að fara meiddur af velli.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Nokkrir kröftugir sprettir en ekki ógnandi upp við markið. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Átti þátt í öðru markinu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 5 Fór meiddur af velli á 29. mínútu. Hafði lítið gert fram að því.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson - 5 (Kom inn fyrir Kolbein á 29. mínútu) Komst í dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á en Alexei Koselev varði skot hans. Fyrirgjöf hans skapaði sigurmarkið.Samúel Kári Friðjónsson - 6 (Kom inn fyrir Mikael á 55. mínútu) Moldóva jafnaði skömmu eftir að Samúel kom inn á. Jafnaði sig fljótt á því og lét boltann ganga vel.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Birki á 87. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn