Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum Jón Þórisson skrifar 18. nóvember 2019 06:15 Vaða þarf vatnselg í Feneyjum í flóðum sem þar eru. Nordicphotos/Getty Í þriðja sinn á einni viku flæðir í Feneyjum. Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. Borgarstjóri Feneyja, Luigi Brugnaro, fyrirskipaði á föstudag að toginu skyldi lokað fyrir allri umferð, en þar er annars aðeins leyfð umferð gangandi og hjólandi fólks. Torgið var hins vegar opnað á ný á laugardag, en í gær stefndi í að því yrði lokað aftur tímabundið, þar til flóðið sjatnar. Það eykur enn á skemmdir af völdum flóðanna að um er að ræða saltan sjó sem flæðir upp úr síkjum borgarinnar. Flóðin eru sögð vera þau mestu í borginni frá því skipulegar mælingar hófust árið 1872. Flóðin eru ekki aðeins bundin við Feneyjar því viðvaranir voru gefnar út í ítölsku borgunum Flórens og Písa. Þeim borgum er þó ekki eins hætt við flóðum og Feneyjum. Hundruð sjálfboðaliða hafa verið við störf í Feneyjum vegna flóðanna við að aðstoða íbúa borgarinnar. Þar eru mörg af kunnustu menningarverðmætum heims og er borgin á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að tjón af völdum flóðanna undanfarið nemi meira en einum milljarði Bandaríkjadala eða sem samsvarar yfir hundrað og tuttugu milljörðum íslenskra króna. Breska fréttablaðið Guardian greindi frá því á föstudag að héraðsstjórnin í Feneyjum hefði fellt tillögu um að sporna við loftslagsbreytingum aðeins örfáum andartökum áður en flæddi inn á skrifstofur hennar. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Í þriðja sinn á einni viku flæðir í Feneyjum. Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. Borgarstjóri Feneyja, Luigi Brugnaro, fyrirskipaði á föstudag að toginu skyldi lokað fyrir allri umferð, en þar er annars aðeins leyfð umferð gangandi og hjólandi fólks. Torgið var hins vegar opnað á ný á laugardag, en í gær stefndi í að því yrði lokað aftur tímabundið, þar til flóðið sjatnar. Það eykur enn á skemmdir af völdum flóðanna að um er að ræða saltan sjó sem flæðir upp úr síkjum borgarinnar. Flóðin eru sögð vera þau mestu í borginni frá því skipulegar mælingar hófust árið 1872. Flóðin eru ekki aðeins bundin við Feneyjar því viðvaranir voru gefnar út í ítölsku borgunum Flórens og Písa. Þeim borgum er þó ekki eins hætt við flóðum og Feneyjum. Hundruð sjálfboðaliða hafa verið við störf í Feneyjum vegna flóðanna við að aðstoða íbúa borgarinnar. Þar eru mörg af kunnustu menningarverðmætum heims og er borgin á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að tjón af völdum flóðanna undanfarið nemi meira en einum milljarði Bandaríkjadala eða sem samsvarar yfir hundrað og tuttugu milljörðum íslenskra króna. Breska fréttablaðið Guardian greindi frá því á föstudag að héraðsstjórnin í Feneyjum hefði fellt tillögu um að sporna við loftslagsbreytingum aðeins örfáum andartökum áður en flæddi inn á skrifstofur hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira