Handbolti

Sportpakkinn: „Ég þekki smellinn og tilfinninguna“

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Árni Steinn meiddist illa gegn Fram.
Árni Steinn meiddist illa gegn Fram. vísir/daníel
Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, meiddist illa í leik liðsins gegn Fram í gærkvöldi.

Árni Steinn hefur verið einn á mikilvægustu leikmönnum Selfoss á tímabilinu, hann hefur skorað 37 mörk fyrir Selfoss og er einn þeirra besti maður í vörninni.

Hann skoraði annað mark Selfyssinga í gær en lenti illa og segist strax hafa fundið kunnuglegan smell. Árni sleit krossband árið 2010, hann er sjúkraþjálfari að mennt og á þriðja ári í læknisfræði miðað við fyrri reynslu þá óttast hann það versta

„Ég þekki smellinn og tilfinninguna, þetta  var ósköp svipað“ sagði Árni Steinn

Árni Steinn er 28 ára á þriðja ári í læknisfræði, sem er krefjandi nám og krefst mikils tíma. Svona alvarleg meiðsli geta því skorið úr um það hvort hann komi yfirhöfuð til baka á handboltavöllinn.

Það getur því verið að Árni hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Selfoss, en hann á ár eftir af samningi sínum við Íslandsmeistarana.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Árni Steinn líklega með slitið krossband
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×