Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 07:33 Tveir stóru bankanna segja að meint framferði Samherja í Namibíu verði tekið til umræðu. Sá þriðji gefur ekkert upp. Vísir Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. Landsbankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina og segir starfandi forstjóri Samherja að fyrirtækið muni liðsinna bönkunum í athugun sinni. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, stjórnarformanni Arion, í Morgunblaðinu í dag að stjórn bankans hafi beðið um „ítarlega athugun á þessu máli,“ og vísar þar til meints framferðis Samherja í Namibíu. Að öðru leyti hyggist bankinn ekki tjá sig um málið. Svör Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, voru nokkuð sambærileg. Þessi mál verði „væntanlega rædd“ á stjórnarfundi bankans í dag. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiriksdóttir, vildi þó ekkert gefa upp um fyrirætlanir bankans við Morgunblaðið því hann tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini. Hún undirstrikaði þó að Landsbankinn hefði reglubundið eftirlit með viðskiptavinum sínum og að farið væri yfir viðskiptasamböndin ef grunur leikur á mögulegu misferli.Sjá einnig: Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Norski bankinn DNB hefur þegar greint frá því að umfang viðskipta tengdum félögum Samherja verði tekið til skoðunar. Allra leiða verði leitað til að upplýsa málið. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti erlendrar starfsemi Samherja er á borði íslenskra banka og því óljóst hver niðurstaðan verður að fyrrnefndri athugun Arion og Íslandsbanka. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu að eitt skip í erlendri starfsemi félagsins sé fjármagnað með tilstuðlan íslensks banka. Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir Samherja að málið upplýsist og því muni félagið aðstoða við allar rannsóknir; jafnt bankana sem og héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Samherji hafi ekkert að fela. Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15 Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. Landsbankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina og segir starfandi forstjóri Samherja að fyrirtækið muni liðsinna bönkunum í athugun sinni. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, stjórnarformanni Arion, í Morgunblaðinu í dag að stjórn bankans hafi beðið um „ítarlega athugun á þessu máli,“ og vísar þar til meints framferðis Samherja í Namibíu. Að öðru leyti hyggist bankinn ekki tjá sig um málið. Svör Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, voru nokkuð sambærileg. Þessi mál verði „væntanlega rædd“ á stjórnarfundi bankans í dag. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiriksdóttir, vildi þó ekkert gefa upp um fyrirætlanir bankans við Morgunblaðið því hann tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini. Hún undirstrikaði þó að Landsbankinn hefði reglubundið eftirlit með viðskiptavinum sínum og að farið væri yfir viðskiptasamböndin ef grunur leikur á mögulegu misferli.Sjá einnig: Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Norski bankinn DNB hefur þegar greint frá því að umfang viðskipta tengdum félögum Samherja verði tekið til skoðunar. Allra leiða verði leitað til að upplýsa málið. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti erlendrar starfsemi Samherja er á borði íslenskra banka og því óljóst hver niðurstaðan verður að fyrrnefndri athugun Arion og Íslandsbanka. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu að eitt skip í erlendri starfsemi félagsins sé fjármagnað með tilstuðlan íslensks banka. Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir Samherja að málið upplýsist og því muni félagið aðstoða við allar rannsóknir; jafnt bankana sem og héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Samherji hafi ekkert að fela.
Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15 Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent