Hvað viltu skilja eftir? Friðrik Agni Árnason skrifar 20. nóvember 2019 10:00 Ég hef aldrei verið neitt rosalega mikill „gjafastrákur”. Frá því að ég man eftir mér, jólunum og afmælinu mínu, sem allt er á sama degi, þá man ég ekki eftir að hafa verið óstjórnlega spenntur fyrir gjöfum. Ekki þannig séð. Man eftir því að tala við samnemendur eftir jólin. Sumir að monta sig yfir nýjum sleða eða tölvu. Aðrir hundfúlir yfir einhverju sem þeir ekki fengu en höfðu beðið um. Ég tengdi einhvernveginn aldrei við þessi samtöl. Var eitthvað svo sáttur bara við það sem ég fékk. Nú hugsið þið kannski: Úff þvílíkur dýrðlingur sem hann telur sig vera. Ó nei nei. Ég er það ekki og mínir brestir leynast víðar eins og hjá öllum. Ég lýg hins vegar ekki þegar ég segi frá þessu. Ég þekki líka alveg aðra sem eru eins. Þegar ég er spurður um afmælis- eða jólaóskir þá einstaka sinnum hittir það á að ákveðinn hlutur eða upplifun sem er mér í huga en lang oftast segi ég bara: Gefðu mér bara eitthvað sem þig langar að gefa mér, eða ekki, kannski bara knús. Auðvitað finnst mér gaman að fá gjafir, lítinn glaðning en þá sérstaklega þegar ég á ekki von á því. Hver er tilgangurinn með jólunum? Það sem kveikir í mínum jólaanda eru æskuminningarnar sem tengjast ekki gjöfum heldur samverustundum með fjölskyldunni. Undirbúningurinn, skrautið, baksturinn, jólateiknimyndir, leikur í snjó, lesa jólakortin, ilmur af steik, kirkjuklukkur klukkan 18, þögn og eitthvað við aðfangadag sem var næstum heilagt í sjálfu sér en ég veit ekki hvað var. Í loftinu á einhverjum tímapunkti á aðfangadagskvöld færðist yfir heimilið einhver sameiginleg ró og hamingja. Það eru jólin. Heimurinn fer í yfirsnúning í neysluhyggjunni mánuðina fyrir jól að selja okkur hluti til að neyta og gefa öðrum til að neyta, henda, skipta og hugsanlega safna ryki í skáp. Ég mæli með að endurhugsa gjafaformið þetta árið. Ég myndi ekkert endilega segja fólki að gefa ekki efnislega hluti. Sérstaklega foreldrar sem t.d. vita af einhverjum ákveðnum hlut sem barni þeirra langar alveg ofboðslega mikið í. Það er ekkert að því og ég vil ekki að fólk taki þessum pistli þannig. En ég hugsa að við gætum öll haft gott af því að hugsa út fyrir rammann og stefnt að upplifunum og minningum og gjöfum sem gefa af sér áfram. Krökkum finnst alveg gaman að fá athygli og samverustund. Ég hef gefið frændastundir í jólagjöf sem bæði gáfu mér og guðbörnum mínum minningar og hamingju. Einungis það að gefa óskipta athygli til einhvers sem þér þykir vænt um er gjöf. Fyrir mitt leyti er það allavega stefnan í ár. T.d. er hægt að skoða til UNICEF og Sönnu gjöfunum sem þau bjóða upp á. Svo er hægt að leggja sína eigin hönd í gjafagerðina og því fylgir einhver auka kærleikur og persónulegheit. Það er svo margt sem við getum gert sem gefur svo mikið af sér og endist lengi. Minningarnar erfast og verða að hefðum. Gleymum ekki því sem við viljum skilja eftir okkur.Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið neitt rosalega mikill „gjafastrákur”. Frá því að ég man eftir mér, jólunum og afmælinu mínu, sem allt er á sama degi, þá man ég ekki eftir að hafa verið óstjórnlega spenntur fyrir gjöfum. Ekki þannig séð. Man eftir því að tala við samnemendur eftir jólin. Sumir að monta sig yfir nýjum sleða eða tölvu. Aðrir hundfúlir yfir einhverju sem þeir ekki fengu en höfðu beðið um. Ég tengdi einhvernveginn aldrei við þessi samtöl. Var eitthvað svo sáttur bara við það sem ég fékk. Nú hugsið þið kannski: Úff þvílíkur dýrðlingur sem hann telur sig vera. Ó nei nei. Ég er það ekki og mínir brestir leynast víðar eins og hjá öllum. Ég lýg hins vegar ekki þegar ég segi frá þessu. Ég þekki líka alveg aðra sem eru eins. Þegar ég er spurður um afmælis- eða jólaóskir þá einstaka sinnum hittir það á að ákveðinn hlutur eða upplifun sem er mér í huga en lang oftast segi ég bara: Gefðu mér bara eitthvað sem þig langar að gefa mér, eða ekki, kannski bara knús. Auðvitað finnst mér gaman að fá gjafir, lítinn glaðning en þá sérstaklega þegar ég á ekki von á því. Hver er tilgangurinn með jólunum? Það sem kveikir í mínum jólaanda eru æskuminningarnar sem tengjast ekki gjöfum heldur samverustundum með fjölskyldunni. Undirbúningurinn, skrautið, baksturinn, jólateiknimyndir, leikur í snjó, lesa jólakortin, ilmur af steik, kirkjuklukkur klukkan 18, þögn og eitthvað við aðfangadag sem var næstum heilagt í sjálfu sér en ég veit ekki hvað var. Í loftinu á einhverjum tímapunkti á aðfangadagskvöld færðist yfir heimilið einhver sameiginleg ró og hamingja. Það eru jólin. Heimurinn fer í yfirsnúning í neysluhyggjunni mánuðina fyrir jól að selja okkur hluti til að neyta og gefa öðrum til að neyta, henda, skipta og hugsanlega safna ryki í skáp. Ég mæli með að endurhugsa gjafaformið þetta árið. Ég myndi ekkert endilega segja fólki að gefa ekki efnislega hluti. Sérstaklega foreldrar sem t.d. vita af einhverjum ákveðnum hlut sem barni þeirra langar alveg ofboðslega mikið í. Það er ekkert að því og ég vil ekki að fólk taki þessum pistli þannig. En ég hugsa að við gætum öll haft gott af því að hugsa út fyrir rammann og stefnt að upplifunum og minningum og gjöfum sem gefa af sér áfram. Krökkum finnst alveg gaman að fá athygli og samverustund. Ég hef gefið frændastundir í jólagjöf sem bæði gáfu mér og guðbörnum mínum minningar og hamingju. Einungis það að gefa óskipta athygli til einhvers sem þér þykir vænt um er gjöf. Fyrir mitt leyti er það allavega stefnan í ár. T.d. er hægt að skoða til UNICEF og Sönnu gjöfunum sem þau bjóða upp á. Svo er hægt að leggja sína eigin hönd í gjafagerðina og því fylgir einhver auka kærleikur og persónulegheit. Það er svo margt sem við getum gert sem gefur svo mikið af sér og endist lengi. Minningarnar erfast og verða að hefðum. Gleymum ekki því sem við viljum skilja eftir okkur.Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun