Hvað viltu skilja eftir? Friðrik Agni Árnason skrifar 20. nóvember 2019 10:00 Ég hef aldrei verið neitt rosalega mikill „gjafastrákur”. Frá því að ég man eftir mér, jólunum og afmælinu mínu, sem allt er á sama degi, þá man ég ekki eftir að hafa verið óstjórnlega spenntur fyrir gjöfum. Ekki þannig séð. Man eftir því að tala við samnemendur eftir jólin. Sumir að monta sig yfir nýjum sleða eða tölvu. Aðrir hundfúlir yfir einhverju sem þeir ekki fengu en höfðu beðið um. Ég tengdi einhvernveginn aldrei við þessi samtöl. Var eitthvað svo sáttur bara við það sem ég fékk. Nú hugsið þið kannski: Úff þvílíkur dýrðlingur sem hann telur sig vera. Ó nei nei. Ég er það ekki og mínir brestir leynast víðar eins og hjá öllum. Ég lýg hins vegar ekki þegar ég segi frá þessu. Ég þekki líka alveg aðra sem eru eins. Þegar ég er spurður um afmælis- eða jólaóskir þá einstaka sinnum hittir það á að ákveðinn hlutur eða upplifun sem er mér í huga en lang oftast segi ég bara: Gefðu mér bara eitthvað sem þig langar að gefa mér, eða ekki, kannski bara knús. Auðvitað finnst mér gaman að fá gjafir, lítinn glaðning en þá sérstaklega þegar ég á ekki von á því. Hver er tilgangurinn með jólunum? Það sem kveikir í mínum jólaanda eru æskuminningarnar sem tengjast ekki gjöfum heldur samverustundum með fjölskyldunni. Undirbúningurinn, skrautið, baksturinn, jólateiknimyndir, leikur í snjó, lesa jólakortin, ilmur af steik, kirkjuklukkur klukkan 18, þögn og eitthvað við aðfangadag sem var næstum heilagt í sjálfu sér en ég veit ekki hvað var. Í loftinu á einhverjum tímapunkti á aðfangadagskvöld færðist yfir heimilið einhver sameiginleg ró og hamingja. Það eru jólin. Heimurinn fer í yfirsnúning í neysluhyggjunni mánuðina fyrir jól að selja okkur hluti til að neyta og gefa öðrum til að neyta, henda, skipta og hugsanlega safna ryki í skáp. Ég mæli með að endurhugsa gjafaformið þetta árið. Ég myndi ekkert endilega segja fólki að gefa ekki efnislega hluti. Sérstaklega foreldrar sem t.d. vita af einhverjum ákveðnum hlut sem barni þeirra langar alveg ofboðslega mikið í. Það er ekkert að því og ég vil ekki að fólk taki þessum pistli þannig. En ég hugsa að við gætum öll haft gott af því að hugsa út fyrir rammann og stefnt að upplifunum og minningum og gjöfum sem gefa af sér áfram. Krökkum finnst alveg gaman að fá athygli og samverustund. Ég hef gefið frændastundir í jólagjöf sem bæði gáfu mér og guðbörnum mínum minningar og hamingju. Einungis það að gefa óskipta athygli til einhvers sem þér þykir vænt um er gjöf. Fyrir mitt leyti er það allavega stefnan í ár. T.d. er hægt að skoða til UNICEF og Sönnu gjöfunum sem þau bjóða upp á. Svo er hægt að leggja sína eigin hönd í gjafagerðina og því fylgir einhver auka kærleikur og persónulegheit. Það er svo margt sem við getum gert sem gefur svo mikið af sér og endist lengi. Minningarnar erfast og verða að hefðum. Gleymum ekki því sem við viljum skilja eftir okkur.Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið neitt rosalega mikill „gjafastrákur”. Frá því að ég man eftir mér, jólunum og afmælinu mínu, sem allt er á sama degi, þá man ég ekki eftir að hafa verið óstjórnlega spenntur fyrir gjöfum. Ekki þannig séð. Man eftir því að tala við samnemendur eftir jólin. Sumir að monta sig yfir nýjum sleða eða tölvu. Aðrir hundfúlir yfir einhverju sem þeir ekki fengu en höfðu beðið um. Ég tengdi einhvernveginn aldrei við þessi samtöl. Var eitthvað svo sáttur bara við það sem ég fékk. Nú hugsið þið kannski: Úff þvílíkur dýrðlingur sem hann telur sig vera. Ó nei nei. Ég er það ekki og mínir brestir leynast víðar eins og hjá öllum. Ég lýg hins vegar ekki þegar ég segi frá þessu. Ég þekki líka alveg aðra sem eru eins. Þegar ég er spurður um afmælis- eða jólaóskir þá einstaka sinnum hittir það á að ákveðinn hlutur eða upplifun sem er mér í huga en lang oftast segi ég bara: Gefðu mér bara eitthvað sem þig langar að gefa mér, eða ekki, kannski bara knús. Auðvitað finnst mér gaman að fá gjafir, lítinn glaðning en þá sérstaklega þegar ég á ekki von á því. Hver er tilgangurinn með jólunum? Það sem kveikir í mínum jólaanda eru æskuminningarnar sem tengjast ekki gjöfum heldur samverustundum með fjölskyldunni. Undirbúningurinn, skrautið, baksturinn, jólateiknimyndir, leikur í snjó, lesa jólakortin, ilmur af steik, kirkjuklukkur klukkan 18, þögn og eitthvað við aðfangadag sem var næstum heilagt í sjálfu sér en ég veit ekki hvað var. Í loftinu á einhverjum tímapunkti á aðfangadagskvöld færðist yfir heimilið einhver sameiginleg ró og hamingja. Það eru jólin. Heimurinn fer í yfirsnúning í neysluhyggjunni mánuðina fyrir jól að selja okkur hluti til að neyta og gefa öðrum til að neyta, henda, skipta og hugsanlega safna ryki í skáp. Ég mæli með að endurhugsa gjafaformið þetta árið. Ég myndi ekkert endilega segja fólki að gefa ekki efnislega hluti. Sérstaklega foreldrar sem t.d. vita af einhverjum ákveðnum hlut sem barni þeirra langar alveg ofboðslega mikið í. Það er ekkert að því og ég vil ekki að fólk taki þessum pistli þannig. En ég hugsa að við gætum öll haft gott af því að hugsa út fyrir rammann og stefnt að upplifunum og minningum og gjöfum sem gefa af sér áfram. Krökkum finnst alveg gaman að fá athygli og samverustund. Ég hef gefið frændastundir í jólagjöf sem bæði gáfu mér og guðbörnum mínum minningar og hamingju. Einungis það að gefa óskipta athygli til einhvers sem þér þykir vænt um er gjöf. Fyrir mitt leyti er það allavega stefnan í ár. T.d. er hægt að skoða til UNICEF og Sönnu gjöfunum sem þau bjóða upp á. Svo er hægt að leggja sína eigin hönd í gjafagerðina og því fylgir einhver auka kærleikur og persónulegheit. Það er svo margt sem við getum gert sem gefur svo mikið af sér og endist lengi. Minningarnar erfast og verða að hefðum. Gleymum ekki því sem við viljum skilja eftir okkur.Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar