„Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2019 14:30 Joachim Löw tekur í spaðann á Timo Werner. vísir/getty Árið 2018 var skelfilegt fyrir þýska karlalandsliðið í fótbolta. Þjóðverjar, sem voru þá heimsmeistarar, lentu í neðsta sæti síns riðils á HM í Rússlandi og komust þ.a.l. ekki í útsláttarkeppnina. Ekki tók betra við í A-deild Þjóðadeildarinnar þar sem Þýskaland endaði í neðsta sæti síns riðils og féll niður í B-deildina. Í ár hefur hins vegar gengið öllu betur og Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM 2020 með 4-0 sigri á Hvít-Rússum í Mönchengladbach á laugardaginn. Raphael Honigstein, þýskum blaðamanni og höfundi ævisögu Jürgens Klopp, segir að Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, hafi tekið að snúa gengi Þjóðverja við á þessu ári. „Þeir lærðu af þessu. Leikstíllinn hefur breyst. Þjóðverjar eru aðeins beinskeyttari, treysta meira á skyndisóknir og leikstíllinn er meira í anda Liverpool,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. Hann segir að áður en Leroy Sané meiddist hafi Löw spilað með þrjá snögga framherja. „Þeir voru með þrjá topp framherja þegar Sané var heill. Með honum voru [Timo] Werner og [Serge] Gnabry og þeir skiptu ört um stöður,“ sagði Honigstein. Hann segir að Þjóðverjar séu í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna. „Við erum ekki með marga miðverði. Sá besti, Nicklas Süle, er meiddur og líka sá næstbesti, Antonio Rüdiger. Svo er sá þriðji besti, Mats Hummels, ekki valinn. Við erum í smá vandræðum í miðri vörninni,“ sagði Honigstein sem hefur trú á því að Þjóðverjar geti gert góða hluti á EM næsta sumar. „Löw lærði sína lexíu á HM og við verðum sterkir á EM.“ Þýskaland tekur á móti Norður-Írlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Klippa: Raphael Honigstein um þýska landsliðið EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30 Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00 „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Sjá meira
Árið 2018 var skelfilegt fyrir þýska karlalandsliðið í fótbolta. Þjóðverjar, sem voru þá heimsmeistarar, lentu í neðsta sæti síns riðils á HM í Rússlandi og komust þ.a.l. ekki í útsláttarkeppnina. Ekki tók betra við í A-deild Þjóðadeildarinnar þar sem Þýskaland endaði í neðsta sæti síns riðils og féll niður í B-deildina. Í ár hefur hins vegar gengið öllu betur og Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM 2020 með 4-0 sigri á Hvít-Rússum í Mönchengladbach á laugardaginn. Raphael Honigstein, þýskum blaðamanni og höfundi ævisögu Jürgens Klopp, segir að Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, hafi tekið að snúa gengi Þjóðverja við á þessu ári. „Þeir lærðu af þessu. Leikstíllinn hefur breyst. Þjóðverjar eru aðeins beinskeyttari, treysta meira á skyndisóknir og leikstíllinn er meira í anda Liverpool,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. Hann segir að áður en Leroy Sané meiddist hafi Löw spilað með þrjá snögga framherja. „Þeir voru með þrjá topp framherja þegar Sané var heill. Með honum voru [Timo] Werner og [Serge] Gnabry og þeir skiptu ört um stöður,“ sagði Honigstein. Hann segir að Þjóðverjar séu í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna. „Við erum ekki með marga miðverði. Sá besti, Nicklas Süle, er meiddur og líka sá næstbesti, Antonio Rüdiger. Svo er sá þriðji besti, Mats Hummels, ekki valinn. Við erum í smá vandræðum í miðri vörninni,“ sagði Honigstein sem hefur trú á því að Þjóðverjar geti gert góða hluti á EM næsta sumar. „Löw lærði sína lexíu á HM og við verðum sterkir á EM.“ Þýskaland tekur á móti Norður-Írlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Klippa: Raphael Honigstein um þýska landsliðið
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30 Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00 „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Sjá meira
Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30
Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00
„Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58