Aukning á niðurgangspestum hérlendis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 14:31 Bæði MAST og embætti Landlæknis fjalla í greinum á heimasíðum stofnanna um aukningu á niðurgangspestum á Íslandi. Nóróveirusýkingar og aðrar niðurgangspestir hafa verið áberandi að undanförnu. Fréttastofa greindi frá því í gær að skæð magapest starfsmanna ráðgjafafyrirtækisins KPMG í Borgartúni hefði verið tilkynnt til sóttvarnalæknis. Starfsmannastjóri fyrirtækisins sagði að alls hefði um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Allir starfsmenn eru nú orðnir frískir. Mikið er um niðurgangspestir þessa dagana í samfélaginu, inni á dvalarheimilum og á sjúkrastofnunum. Flestar sýkingarnar virðast vera af völdum nóróveirunnar að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Matvælastofnun birti einnig grein á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Dreifir þú niðurgangspest með matnum?“ Nóróveiran er þekkt fyrir að breiðast einna helst út á veturna og veldur bæði veikindum í samfélaginu og einnig slæmum hópsýkingum inni á dvalarheimilum og sjúkrastofnunum. Veiran smitast einkum með menguðum matvælum og vatni en getur einnig smitast beint manna á milli. Athygli er vakin á því að upplýsa skal sóttvarnalækni um niðurgangs-hópsýkingar. Einkenni veirunnar eru uppköst og niðurgangur. Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á leiðum til að forðast smit og draga úr útbreiðslu sýkla. -Mikilvægt er að þvo sér vel um hendurnar, einkum eftir salernisferðir og fyrir meðhöndlum matvæla. -Gæta skal vel að hreinlæti við matreiðslu og ekki meðhöndla mat fyrir aðra á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti tvo sólarhringa á eftir. -Mikilvægt er að fara ekki til vinnu/skóla/leikskóla á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti einn sólarhring eftir að sjúkdómseinkenni hverfa. -Þeir sem eru með niðurgang skulu forðast heimsóknir á sjúkrastofnanir á meðan einkenni eru til staðar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Nóróveirusýkingar og aðrar niðurgangspestir hafa verið áberandi að undanförnu. Fréttastofa greindi frá því í gær að skæð magapest starfsmanna ráðgjafafyrirtækisins KPMG í Borgartúni hefði verið tilkynnt til sóttvarnalæknis. Starfsmannastjóri fyrirtækisins sagði að alls hefði um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Allir starfsmenn eru nú orðnir frískir. Mikið er um niðurgangspestir þessa dagana í samfélaginu, inni á dvalarheimilum og á sjúkrastofnunum. Flestar sýkingarnar virðast vera af völdum nóróveirunnar að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Matvælastofnun birti einnig grein á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Dreifir þú niðurgangspest með matnum?“ Nóróveiran er þekkt fyrir að breiðast einna helst út á veturna og veldur bæði veikindum í samfélaginu og einnig slæmum hópsýkingum inni á dvalarheimilum og sjúkrastofnunum. Veiran smitast einkum með menguðum matvælum og vatni en getur einnig smitast beint manna á milli. Athygli er vakin á því að upplýsa skal sóttvarnalækni um niðurgangs-hópsýkingar. Einkenni veirunnar eru uppköst og niðurgangur. Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á leiðum til að forðast smit og draga úr útbreiðslu sýkla. -Mikilvægt er að þvo sér vel um hendurnar, einkum eftir salernisferðir og fyrir meðhöndlum matvæla. -Gæta skal vel að hreinlæti við matreiðslu og ekki meðhöndla mat fyrir aðra á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti tvo sólarhringa á eftir. -Mikilvægt er að fara ekki til vinnu/skóla/leikskóla á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti einn sólarhring eftir að sjúkdómseinkenni hverfa. -Þeir sem eru með niðurgang skulu forðast heimsóknir á sjúkrastofnanir á meðan einkenni eru til staðar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30