Svikin? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Hversu oft höfum við ekki heyrt þá fullyrðingu að þjóðin hafi samþykkt nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs í kosningu? Oft. Svo oft að fullt af fólki er farið að trúa þessu. En þessi fullyrðing er röng og sérstakt rannsóknarefni er hvers vegna fólk sem á að vita betur, heldur þessu statt og stöðugt fram. Spurningin sem Jóhönnustjórnin lagði fyrir kjósendur var nefnilega svona: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Allir sem eru búnir með tíu ára bekk átta sig á því að hér er ekki verið að kjósa með eða á móti tillögu stjórnlagaráðs. Ef það væri tilgangurinn þá hefði spurningin á atkvæðaseðlinum til dæmis hljóðað svona: „Vilt þú að Alþingi samþykki tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem nýja stjórnarskrá fyrir Ísland?“ eða eitthvert slíkt orðalag sem hefði með afgerandi hætti lagt tillögu stjórnlagaráðsins fram til samþykkis eða synjunar. En það var ekki gert. Í staðinn kom hið veiklulega og hjárænulega orðalag „lagðar til grundvallar“. Opið í alla enda og ekki með nokkru móti hægt að túlka sem svo að þjóðin hafi þar með endanlega samþykkt þessar 115 tillögur stjórnlagaráðsins. Samt er þrástagast á því að þjóðin hafi samþykkt þessar tillögur að nýrri stjórnarskrá og síðan hafi andstyggilegt fólk á Alþingi (aðallega í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki) komið í veg fyrir að vilji þjóðarinnar gengi eftir. Væri ekki snjallt hjá einhverjum blaðamanni að senda Jóhönnu Sigurðardóttur spurningu um hvers vegna hún lagði ekki tillögur stjórnlagaráðsins fram sem nýja stjórnarskrá til samþykktar eða synjunar? Það væri fróðlegt að heyra svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Hversu oft höfum við ekki heyrt þá fullyrðingu að þjóðin hafi samþykkt nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs í kosningu? Oft. Svo oft að fullt af fólki er farið að trúa þessu. En þessi fullyrðing er röng og sérstakt rannsóknarefni er hvers vegna fólk sem á að vita betur, heldur þessu statt og stöðugt fram. Spurningin sem Jóhönnustjórnin lagði fyrir kjósendur var nefnilega svona: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Allir sem eru búnir með tíu ára bekk átta sig á því að hér er ekki verið að kjósa með eða á móti tillögu stjórnlagaráðs. Ef það væri tilgangurinn þá hefði spurningin á atkvæðaseðlinum til dæmis hljóðað svona: „Vilt þú að Alþingi samþykki tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem nýja stjórnarskrá fyrir Ísland?“ eða eitthvert slíkt orðalag sem hefði með afgerandi hætti lagt tillögu stjórnlagaráðsins fram til samþykkis eða synjunar. En það var ekki gert. Í staðinn kom hið veiklulega og hjárænulega orðalag „lagðar til grundvallar“. Opið í alla enda og ekki með nokkru móti hægt að túlka sem svo að þjóðin hafi þar með endanlega samþykkt þessar 115 tillögur stjórnlagaráðsins. Samt er þrástagast á því að þjóðin hafi samþykkt þessar tillögur að nýrri stjórnarskrá og síðan hafi andstyggilegt fólk á Alþingi (aðallega í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki) komið í veg fyrir að vilji þjóðarinnar gengi eftir. Væri ekki snjallt hjá einhverjum blaðamanni að senda Jóhönnu Sigurðardóttur spurningu um hvers vegna hún lagði ekki tillögur stjórnlagaráðsins fram sem nýja stjórnarskrá til samþykktar eða synjunar? Það væri fróðlegt að heyra svarið.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar