Vilja þjálfa ungmenni til að gæta þjóðaröryggis Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:00 Forkeppni netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í gær. Ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára geta tekið þátt og hafa hundrað nú þegar skráð sig til leiks. Dómarar munu síðan bjóða hópi þátttakenda að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UT Messunni í Hörpu í febrúar næstkomandi. Þar verður tíu manna hópur valinn sem verður fulltrúi Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni sem verður haldin í Vínarborg í október á næsta ári. Keppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en tölvuöryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmdina. „Það verður keppt í að hakka. Hvernig þú getur brotist inn í hugbúnaðarkerfi, tölvukerfi, allan pakkann. Við erum ekki að stuðla að glæpamennsku hérna, heldur erum við að stuðla að því að þau fái krefjandi verkefni til að leysa og læra þannig að skilja aðferðir hakkara. Það er markmiðið með þannig keppni og það sárvantar á Íslandi,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Theodór segir mikilvægt að þjálfa upp netöryggissérfræðinga hér á landi til að gæta þjóðaröryggis. „Við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi . Við viljum ekki vera óöruggasta land í heimi. Við viljum væntanlega vera eins öruggt land og við getum og þetta er partur af því.“ Þrátt fyrir að Íslendingar séu tæknivædd þjóð þá segir Theodór netöryggi afar slæmt á Íslandi. Íslendingar séu of ginnkeyptir fyrir allskyns netsvindlum svo dæmi séu tekin. „Við erum þriðja heims ríki þegar kemur að netöryggi. Maður sér það líka í þessum alþjóðlegu keppnum að þá vinna löndin sem við teljum jafnan til þriðja heims ríkja.“ Theodór segir ekki standa til að fara í Evrópukeppnina bara til að vera með. Markið sé sett hátt. „Við erum að fara til að standa okkur vel. Við höfum alla burði til að þjálfa upp fært fólk á þessu sviði.“ Netöryggi Tækni Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Forkeppni netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í gær. Ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára geta tekið þátt og hafa hundrað nú þegar skráð sig til leiks. Dómarar munu síðan bjóða hópi þátttakenda að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UT Messunni í Hörpu í febrúar næstkomandi. Þar verður tíu manna hópur valinn sem verður fulltrúi Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni sem verður haldin í Vínarborg í október á næsta ári. Keppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en tölvuöryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmdina. „Það verður keppt í að hakka. Hvernig þú getur brotist inn í hugbúnaðarkerfi, tölvukerfi, allan pakkann. Við erum ekki að stuðla að glæpamennsku hérna, heldur erum við að stuðla að því að þau fái krefjandi verkefni til að leysa og læra þannig að skilja aðferðir hakkara. Það er markmiðið með þannig keppni og það sárvantar á Íslandi,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Theodór segir mikilvægt að þjálfa upp netöryggissérfræðinga hér á landi til að gæta þjóðaröryggis. „Við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi . Við viljum ekki vera óöruggasta land í heimi. Við viljum væntanlega vera eins öruggt land og við getum og þetta er partur af því.“ Þrátt fyrir að Íslendingar séu tæknivædd þjóð þá segir Theodór netöryggi afar slæmt á Íslandi. Íslendingar séu of ginnkeyptir fyrir allskyns netsvindlum svo dæmi séu tekin. „Við erum þriðja heims ríki þegar kemur að netöryggi. Maður sér það líka í þessum alþjóðlegu keppnum að þá vinna löndin sem við teljum jafnan til þriðja heims ríkja.“ Theodór segir ekki standa til að fara í Evrópukeppnina bara til að vera með. Markið sé sett hátt. „Við erum að fara til að standa okkur vel. Við höfum alla burði til að þjálfa upp fært fólk á þessu sviði.“
Netöryggi Tækni Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira