Sendiherra Palestínu telur að það myndi einungis taka tíu mínútur að koma á friði Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 18:30 Marie Antoinette Sedin tók nýverið við stöðu sendiherra Palestínu á Íslandi. Stöð 2/skjáskot Marie Antoinette Sedin, nýr sendiherra Palestínu á Íslandi, segir að eina leiðin út úr átökum Ísraels og Palestínu sé tveggja ríkja lausnin. Hún gagnrýnir harðlega stefnu síðustu Ísraelsstjórnar og bindur vonir við að ný ríkisstjórn verði hliðhollari friðarviðræðum. Sedin afhenti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt síðasta þriðjudag. Heimir Már Pétursson ræddi við hana í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sendiherrann segir að Ísraelsmenn hafi virt Oslóarsamkomulagið sem var undirritað árið 1993 að vettugi og taki meira landsvæði til sín daglega á Vesturbakkanum. „Þeir taka heimili, rífa hús og hirða landsvæðið.“Byggðarstefnan hamlar frekari sáttaviðræðum Sedin fullyrðir að áframhald þessarar byggðastefnu Ísraelsmanna hafi orðið til þess að Palestína hafi dregið sig út úr samningaviðræðum ríkjanna. „Við hættum að semja því þeir hættu ekki að reisa byggðir. Sú byggðastefna hefur ekki breyst.“ „Það eru engin takmörk. Þeim er sama þótt Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðasamfélagið, og mörg lönd séu mótfallin þeim. Þau eru yfir lög hafin. Þau trúa því að þau séu útvalin. Þau telja sig yfir allt hafin. Lög manna, alþjóðalög. Þeim er sama og enginn getur stöðvað þau,“ bætti sendiherrann við. Sedin segir þá ábyrgð hvíla á alþjóðasamfélaginu að binda enda á átökin. Palestínumenn hafi samþykkt skiptingu ríkjanna á sínum tíma en Ísrael hafi ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. „Við samþykktum helming [landsvæðisins] eða jafnvel minna. Nú tölum við um að 23 prósent séu eftir af Vesturbakkanum.“Segir tveggja ríkja lausnina vera einu mögulegu leiðina Sendiherrann fullyrðir að ný ríkisstjórn í Ísrael verði að viðurkenna að eina leiðin út úr átökunum sé tveggja ríkja lausnin, öryggis beggja þjóðanna vegna. „Það er ekkert annað í boði. Það er engin önnur undankomuleið. Við getum ekki afneitað réttindum sex milljóna Ísraela sem búa á svæðinu og þeir geta ekki afneitað sex milljónum Palestínumanna sem búa á svæðinu.“ Sedin segir að síðasta Ísraelsstjórn hafi ekki samþykkt tveggja ríkja lausnina og hafi raunar ekki viðurkennt að Palestínumenn byggju á þessu svæði. „Ef hún samþykkir okkur ekki sem nágrannaland verður aldrei friður og átökin halda áfram.“ Sendiherrann bætir því við að Palestínumenn vonist til þess að næsta ríkisstjórn Ísraels aðhyllist frekar frið á svæðinu en síðasta sitjandi ríkisstjórn.Telur að það myndi einungis taka tíu mínútur að koma á friði Hún fullyrðir að ef viljinn væri fyrir hendi væri lítið mál að koma á friði á svæðinu. „Ef báðir aðilar kæmu saman og vildu koma á friði tæki þetta bara tíu mínútur,“ sagði sendiherrann og vísaði þar í orð Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. „Ef viljinn er fyrir hendi þá getum við fundið lausnir,“ sagði hún jafnframt.Ertu bjartsýn, sem sendiherra á Íslandi, að von sé á bjartari tímum í Palestínu?„Ég má ekki missa vonina. Ég vona það besta.“ Ísrael Palestína Víglínan Tengdar fréttir Átök á Gaza hafin að nýju Ísraelskar herflugvélar hófu árás á svæði þar sem hópar herskárra Palestínumanna héldu til á Gaza snemma á sunnudagsmorgunn. 2. nóvember 2019 14:48 Íslenskar konur fundu fyrir mestu ógninni inni á landtökusvæði Ísraelsmanna Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni. 23. október 2019 19:30 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Líkur á að stríð brjótist út aftur Tíu eldflaugum var skotið frá Palestínu að suðurhluta Ísrael en loftvarnir náðu að stöðva átta þeirra. 2. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Marie Antoinette Sedin, nýr sendiherra Palestínu á Íslandi, segir að eina leiðin út úr átökum Ísraels og Palestínu sé tveggja ríkja lausnin. Hún gagnrýnir harðlega stefnu síðustu Ísraelsstjórnar og bindur vonir við að ný ríkisstjórn verði hliðhollari friðarviðræðum. Sedin afhenti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt síðasta þriðjudag. Heimir Már Pétursson ræddi við hana í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sendiherrann segir að Ísraelsmenn hafi virt Oslóarsamkomulagið sem var undirritað árið 1993 að vettugi og taki meira landsvæði til sín daglega á Vesturbakkanum. „Þeir taka heimili, rífa hús og hirða landsvæðið.“Byggðarstefnan hamlar frekari sáttaviðræðum Sedin fullyrðir að áframhald þessarar byggðastefnu Ísraelsmanna hafi orðið til þess að Palestína hafi dregið sig út úr samningaviðræðum ríkjanna. „Við hættum að semja því þeir hættu ekki að reisa byggðir. Sú byggðastefna hefur ekki breyst.“ „Það eru engin takmörk. Þeim er sama þótt Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðasamfélagið, og mörg lönd séu mótfallin þeim. Þau eru yfir lög hafin. Þau trúa því að þau séu útvalin. Þau telja sig yfir allt hafin. Lög manna, alþjóðalög. Þeim er sama og enginn getur stöðvað þau,“ bætti sendiherrann við. Sedin segir þá ábyrgð hvíla á alþjóðasamfélaginu að binda enda á átökin. Palestínumenn hafi samþykkt skiptingu ríkjanna á sínum tíma en Ísrael hafi ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. „Við samþykktum helming [landsvæðisins] eða jafnvel minna. Nú tölum við um að 23 prósent séu eftir af Vesturbakkanum.“Segir tveggja ríkja lausnina vera einu mögulegu leiðina Sendiherrann fullyrðir að ný ríkisstjórn í Ísrael verði að viðurkenna að eina leiðin út úr átökunum sé tveggja ríkja lausnin, öryggis beggja þjóðanna vegna. „Það er ekkert annað í boði. Það er engin önnur undankomuleið. Við getum ekki afneitað réttindum sex milljóna Ísraela sem búa á svæðinu og þeir geta ekki afneitað sex milljónum Palestínumanna sem búa á svæðinu.“ Sedin segir að síðasta Ísraelsstjórn hafi ekki samþykkt tveggja ríkja lausnina og hafi raunar ekki viðurkennt að Palestínumenn byggju á þessu svæði. „Ef hún samþykkir okkur ekki sem nágrannaland verður aldrei friður og átökin halda áfram.“ Sendiherrann bætir því við að Palestínumenn vonist til þess að næsta ríkisstjórn Ísraels aðhyllist frekar frið á svæðinu en síðasta sitjandi ríkisstjórn.Telur að það myndi einungis taka tíu mínútur að koma á friði Hún fullyrðir að ef viljinn væri fyrir hendi væri lítið mál að koma á friði á svæðinu. „Ef báðir aðilar kæmu saman og vildu koma á friði tæki þetta bara tíu mínútur,“ sagði sendiherrann og vísaði þar í orð Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. „Ef viljinn er fyrir hendi þá getum við fundið lausnir,“ sagði hún jafnframt.Ertu bjartsýn, sem sendiherra á Íslandi, að von sé á bjartari tímum í Palestínu?„Ég má ekki missa vonina. Ég vona það besta.“
Ísrael Palestína Víglínan Tengdar fréttir Átök á Gaza hafin að nýju Ísraelskar herflugvélar hófu árás á svæði þar sem hópar herskárra Palestínumanna héldu til á Gaza snemma á sunnudagsmorgunn. 2. nóvember 2019 14:48 Íslenskar konur fundu fyrir mestu ógninni inni á landtökusvæði Ísraelsmanna Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni. 23. október 2019 19:30 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Líkur á að stríð brjótist út aftur Tíu eldflaugum var skotið frá Palestínu að suðurhluta Ísrael en loftvarnir náðu að stöðva átta þeirra. 2. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Átök á Gaza hafin að nýju Ísraelskar herflugvélar hófu árás á svæði þar sem hópar herskárra Palestínumanna héldu til á Gaza snemma á sunnudagsmorgunn. 2. nóvember 2019 14:48
Íslenskar konur fundu fyrir mestu ógninni inni á landtökusvæði Ísraelsmanna Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni. 23. október 2019 19:30
Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14
Líkur á að stríð brjótist út aftur Tíu eldflaugum var skotið frá Palestínu að suðurhluta Ísrael en loftvarnir náðu að stöðva átta þeirra. 2. nóvember 2019 20:00