Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 3. nóvember 2019 19:00 Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Börn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita barna hér á landi hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum árið 2014. Farið verður ítarlega yfir þróunina í fyrsta þætti af Kompás sem frumsýndur er á Vísi í fyrramálið.Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsinsvísir/nadine„Þetta er frekar stórt vandamál. Samanborið við Norðurlöndin þá erum við með frekar hátt hlutfall af börnum sem eru með offitu. Þau eru núna í kring um sex prósent, sem er mjög hátt hlutfall í rauninni, þetta eru yfir þrjú þúsund börn á landsvísu,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að þróa það vandamál með sér þegar þau eldast og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni,“ segir Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. „Við höfum greint börn með fitulifur sem tengist væntanlega þeirra orkubirgðastöðu, við sjáum mjög reglulega börn með vandamál í sykurkerfinu hjá sér og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi. Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarnaÍ dag er staðan þannig að 4% sex ára barna eru með offitu eða tæplega tvö hundruð börn. Offita eykst eftir því sem börnin eldast og eru 5-6% níu ára barna með offitu, hátt í þrjú hundruð börn - að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá eru 174 drengir með offitu. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að fjórtán ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Viðmælendurnir í Kompás benda öll á að samfélagið beri ábyrgð á stöðunni. Nánar er rætt við fagaðila sem vinna með börnunum í þættinum. „Þá er ekki rétt stilling á samfélagi að svona hátt hlutfall barna sé með óþarflega miklar birgðir. Börn eiga ekki að vera með svona hátt hlutfall af orkubirgðum,“ segir Tryggvi. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku.Í Kompás kynnumst við einnig konum sem voru of þungar í æsku sem segja frá því hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku. Hún segist eiga erfitt með að heyra hve mörg börn á grunnskólaaldri eru of feit. „Þessar tölur er sláandi, þær slá mann algjörlega niður. Það fyrsta sem maður hugsar er að enginnætti að ganga í gegn um það sem ég gekk í gegn um," segir Arna sem hefur áhyggjur af stöðunni. „Hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum ennþá svona mikið að fela þetta,“ segir Arna.Ítarlega verður fjallað um offitu barna á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás sem frumsýndur verður á Vísi í fyrramálið og á Stöð 2 Maraþoni. Farið verður yfir nýjustu tölur um offitu barna og talað við sérfræðinga sem margir hverjir hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Kompás er í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi, Erlu Bjargar Gunnarsdóttur og Jóhanns K. Jóhannssonar. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Börn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita barna hér á landi hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum árið 2014. Farið verður ítarlega yfir þróunina í fyrsta þætti af Kompás sem frumsýndur er á Vísi í fyrramálið.Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsinsvísir/nadine„Þetta er frekar stórt vandamál. Samanborið við Norðurlöndin þá erum við með frekar hátt hlutfall af börnum sem eru með offitu. Þau eru núna í kring um sex prósent, sem er mjög hátt hlutfall í rauninni, þetta eru yfir þrjú þúsund börn á landsvísu,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að þróa það vandamál með sér þegar þau eldast og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni,“ segir Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. „Við höfum greint börn með fitulifur sem tengist væntanlega þeirra orkubirgðastöðu, við sjáum mjög reglulega börn með vandamál í sykurkerfinu hjá sér og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi. Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarnaÍ dag er staðan þannig að 4% sex ára barna eru með offitu eða tæplega tvö hundruð börn. Offita eykst eftir því sem börnin eldast og eru 5-6% níu ára barna með offitu, hátt í þrjú hundruð börn - að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá eru 174 drengir með offitu. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að fjórtán ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Viðmælendurnir í Kompás benda öll á að samfélagið beri ábyrgð á stöðunni. Nánar er rætt við fagaðila sem vinna með börnunum í þættinum. „Þá er ekki rétt stilling á samfélagi að svona hátt hlutfall barna sé með óþarflega miklar birgðir. Börn eiga ekki að vera með svona hátt hlutfall af orkubirgðum,“ segir Tryggvi. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku.Í Kompás kynnumst við einnig konum sem voru of þungar í æsku sem segja frá því hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku. Hún segist eiga erfitt með að heyra hve mörg börn á grunnskólaaldri eru of feit. „Þessar tölur er sláandi, þær slá mann algjörlega niður. Það fyrsta sem maður hugsar er að enginnætti að ganga í gegn um það sem ég gekk í gegn um," segir Arna sem hefur áhyggjur af stöðunni. „Hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum ennþá svona mikið að fela þetta,“ segir Arna.Ítarlega verður fjallað um offitu barna á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás sem frumsýndur verður á Vísi í fyrramálið og á Stöð 2 Maraþoni. Farið verður yfir nýjustu tölur um offitu barna og talað við sérfræðinga sem margir hverjir hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Kompás er í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi, Erlu Bjargar Gunnarsdóttur og Jóhanns K. Jóhannssonar.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira