Vildu ekki að séra Þórir hefði dagskrárvald Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 17:56 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. FBL/Anton Brink Kirkjuráð vildi ekki að séra Þórir Stephensen hefði dagskrárvald og ákvað því að senda bréfið aftur sem hann hafði beðið kirkjuráð um að opna ári eftir andlát hans. Þetta segir Agnes M. Sigurðadóttir biskup Íslands aðspurð hvers vegna kirkjuráð komst að þeirri niðurstöðu að skila bréfinu. Þann 16. október síðastliðinn var bréf lagt fyrir fund kirkjuráðs sem merkt var með orðunum trúnaðarmál. Umslagið barst Agnesi M. Sigurðardóttur biskup í september og voru fyrstu viðbrögð kirkjuráðs við bréfinu að ósk séra Þóris yrði virt. Kirkjuráð kom aftur til fundar á föstudag þar sem ákveðið var að skila bréfinu. Í fyrra var greint frá því að Þórir hefði gengist við því að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum þegar hann var í guðfræðinámi.Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur.Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Ekki er vitað hvað sendur í bréfi Þóris sem hann sendi kirkjuráði en í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði hann ekki óalgengt að fólk legði fram heimildir sem ekki mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum. „Það var ákveðið að endursenda bréfið í ljósi þess að bréfritari hafði ekki dagskrárvald í þessu máli og við viljum ekki geyma bréfið í þennan tiltekna tíma,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að kirkjuráð sé með þessu í ljósi sögunnar að skila syndinni svarar Agnes: „Já, kirkjan er að skila skömminni.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira
Kirkjuráð vildi ekki að séra Þórir Stephensen hefði dagskrárvald og ákvað því að senda bréfið aftur sem hann hafði beðið kirkjuráð um að opna ári eftir andlát hans. Þetta segir Agnes M. Sigurðadóttir biskup Íslands aðspurð hvers vegna kirkjuráð komst að þeirri niðurstöðu að skila bréfinu. Þann 16. október síðastliðinn var bréf lagt fyrir fund kirkjuráðs sem merkt var með orðunum trúnaðarmál. Umslagið barst Agnesi M. Sigurðardóttur biskup í september og voru fyrstu viðbrögð kirkjuráðs við bréfinu að ósk séra Þóris yrði virt. Kirkjuráð kom aftur til fundar á föstudag þar sem ákveðið var að skila bréfinu. Í fyrra var greint frá því að Þórir hefði gengist við því að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum þegar hann var í guðfræðinámi.Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur.Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Ekki er vitað hvað sendur í bréfi Þóris sem hann sendi kirkjuráði en í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði hann ekki óalgengt að fólk legði fram heimildir sem ekki mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum. „Það var ákveðið að endursenda bréfið í ljósi þess að bréfritari hafði ekki dagskrárvald í þessu máli og við viljum ekki geyma bréfið í þennan tiltekna tíma,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að kirkjuráð sé með þessu í ljósi sögunnar að skila syndinni svarar Agnes: „Já, kirkjan er að skila skömminni.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira
Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10