„Það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 21:30 Sigrún Sif Jóelsdóttir ásamt 19 öðrum konum stofnaði hreyfinguna Líf án ofbeldis. 2000 manns hafa skrifað undir áskorun hópsins. Vísir/Baldur Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. Konur sem standa fyrir undirskriftarsöfnun þess efnis segja að mæðrum sem greina frá áhyggjum af ofbeldi í forsjár-og umgengnismálum sé gert ókleift að vernda börnin sín. Um mánuður er síðan um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis. Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona hópsins segir að nauðsyn hafi rekið þær áfram. „Við stofnuðum þessa hreyfingu til að vekja athygli á bágri réttarstöðu þeirra barna sem eru þolendur heimilisofbeldis eða kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Hreyfingunni var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana um umgengnis og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sem höfðu beitt þau ofbeldi,“ segir Sigrún. Tvö þúsund manns skrifuðu undir áskorun til dómsmálaráðherra Konurnar fóru af stað með undirskriftarsöfnun fyrir tæpum mánuði. Þar er því m.a. hafnað að lögð sé sú krafa á mæður og börn, að dómur vegna ofbeldis yfir aðila í forsjár- eða umgengnismáli sé skilyrði fyrir því um mat á ofbeldishættu sé virt. Þá er bent á að það sé reglan en ekki undantekningin að mæður sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum sé ekki trúað. Undirskriftarsöfnuninni er lokið og skrifuðu um tvöþúsund manns undir hana. Dómsmálaráðherra og ráðuneyti eru krafin um að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. „Krafan er að að börnum sé tryggð vernd í ákvörðun sýslumanns og dómara í umgengni við feður í ofbeldismálum. Þolendur ofbeldis eru í alltof mörgum tilvikum látnir bera ábyrgðina á gerendum sínum í gegnum málavinnsluna. Viðhorfið verður að lagast og það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi. Því miður er reynslan oft sú að því ljótari sem brotin eru því meiri ringlureið verður í kerfinu,“ segir Sigrún sem segist persónulega vita af yfir 20 slíkum málum. „Við viljum að það sé hlustað á okkur og horft á upplýsingarnar sem koma fram í ofbeldismálunum. Það eru alltof mörg dæmi þess að það sé ekki gert,“ segur Sigrún. Mesta sjokkið að þetta sé ennþá svona Kona sem vill ekki koma fram undir nafni en segist hafa verið skikkuð til að umgangast stjúpföður sinn sem barn þrátt fyrir að hafa greint frá kynferðisofbeldi af hans hálfu og kært hann til lögreglu furðar sig á hvað lítið hefur breyst. „Það er mesta sjokkið að sjá að það er nánast ekkert breytt. Að vísu hefur yfirheyrsluferlið breyst það er komið inní Barnahús en að öðru leyti hefur lítið breyst,“ segir hún. Við segjum nánar frá reynslu kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu forsjáraðila og voru þvingaðar til að umgangast þá í fréttum á næstunni. Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. Konur sem standa fyrir undirskriftarsöfnun þess efnis segja að mæðrum sem greina frá áhyggjum af ofbeldi í forsjár-og umgengnismálum sé gert ókleift að vernda börnin sín. Um mánuður er síðan um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis. Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona hópsins segir að nauðsyn hafi rekið þær áfram. „Við stofnuðum þessa hreyfingu til að vekja athygli á bágri réttarstöðu þeirra barna sem eru þolendur heimilisofbeldis eða kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Hreyfingunni var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana um umgengnis og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sem höfðu beitt þau ofbeldi,“ segir Sigrún. Tvö þúsund manns skrifuðu undir áskorun til dómsmálaráðherra Konurnar fóru af stað með undirskriftarsöfnun fyrir tæpum mánuði. Þar er því m.a. hafnað að lögð sé sú krafa á mæður og börn, að dómur vegna ofbeldis yfir aðila í forsjár- eða umgengnismáli sé skilyrði fyrir því um mat á ofbeldishættu sé virt. Þá er bent á að það sé reglan en ekki undantekningin að mæður sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum sé ekki trúað. Undirskriftarsöfnuninni er lokið og skrifuðu um tvöþúsund manns undir hana. Dómsmálaráðherra og ráðuneyti eru krafin um að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. „Krafan er að að börnum sé tryggð vernd í ákvörðun sýslumanns og dómara í umgengni við feður í ofbeldismálum. Þolendur ofbeldis eru í alltof mörgum tilvikum látnir bera ábyrgðina á gerendum sínum í gegnum málavinnsluna. Viðhorfið verður að lagast og það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi. Því miður er reynslan oft sú að því ljótari sem brotin eru því meiri ringlureið verður í kerfinu,“ segir Sigrún sem segist persónulega vita af yfir 20 slíkum málum. „Við viljum að það sé hlustað á okkur og horft á upplýsingarnar sem koma fram í ofbeldismálunum. Það eru alltof mörg dæmi þess að það sé ekki gert,“ segur Sigrún. Mesta sjokkið að þetta sé ennþá svona Kona sem vill ekki koma fram undir nafni en segist hafa verið skikkuð til að umgangast stjúpföður sinn sem barn þrátt fyrir að hafa greint frá kynferðisofbeldi af hans hálfu og kært hann til lögreglu furðar sig á hvað lítið hefur breyst. „Það er mesta sjokkið að sjá að það er nánast ekkert breytt. Að vísu hefur yfirheyrsluferlið breyst það er komið inní Barnahús en að öðru leyti hefur lítið breyst,“ segir hún. Við segjum nánar frá reynslu kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu forsjáraðila og voru þvingaðar til að umgangast þá í fréttum á næstunni.
Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira